Borgin segir þrjá fasteignasala hafa metið leiguverð Hlemms Birgir Olgeirsson skrifar 7. nóvember 2018 16:49 Frá Mathöllinni við Hlemm. Fréttablaðið/Eyþór Leiguverð Mathallar á Hlemmi var metið af þremur löggiltum fasteignasölum. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Reykjavíkurborg hefur sent á fjölmiðla vegna frétta lágu leiguverði húseignarinnar sem hýsir nú Mathöllina á Hlemmi.Greint var frá því í gær að Félag atvinnurekenda hefði farið fram á að Samkeppniseftirlitið taki til skoðunar samning Reykjavíkurborgar við rekstraraðila Hlemms Mathallar ehf. með tilliti til þess hvort hann feli í sér opinberan styrk sem raski samkeppni á markaði. Í tilkynningunni frá Reykjavíkurborg segir að fasteignasalarnir þrír séu löggiltir sem allir eru með mikla þekkingu á fasteignamarkaði atvinnuhúsnæðis í borginni. Reykjavíkurborg heldur því fram að með því að byggja á mati þeirra var tryggt að húsið væri leigt út á markaðskjörum. Leiguverðið hefði þar með tekið mið af stöðu atvinnuhúsnæðis á svæðinu auk þeirra kvaða sem borgin lagði á eignina. Fasteignasalarnir þrír eru Dan Valgarð S. Wiium, Geir Sigurðsson og Helgi Bjarnason.Mathöllin við Hlemm var opnuð í ágúst árið 2017.Vísir/VilhelmHúsaleiga fyrir fasteign Reykjavíkurborgar við Laugaveg 107, sem hýsir Mathöllina, var ákvörðuð í febrúar 2016 í leigusamningi og var 1.012.000 krónur á mánuði. Þann 26. maí 2017 var gerður viðauki við leigusamninginn þar sem leiga var hækkuð þar sem Reykjavíkurborg féllst á að kosta rafstýrðar grindur fyrir bása. Grindurnar eru hluti af innviðum hússins og munu haldast þar þótt skipt verði um rekstraraðila í húsinu. Leiguverð hækkaði þar með upp í 1.143.179 krónur á mánuði. Leiguverð er tryggt með vísitölu neysluverðs til verðtryggingar með grunndagsetningu þann 1. febrúar 2016. Vísitalan var í október 455,7 stig þannig að leigan var 1.209.254 krónur á mánuði. Í tilkynningu Reykjavíkurborgar segir að umhverfi á Hlemmi þótti ekki vera borgarprýði á þeim tíma sem ákveðið var að breyta Hlemmi í Mathöll og þörf á að lyfta svæðinu upp. Reykjavíkurborg vill meina að það hafi tekist því nýlegar mælingar á umferð um Hlemm sýni að hún sé mikil auk þess sem fjöldi mathalla eru fyrirhugaðar víðs vegar um borgina í kjölfar þess verkefnis. Leigusamningur við núverandi leigutaka tiltekur ýmsar kvaðir á eigninni. Þar má ekki selja ferðamannavarning, salernin verða að vera opin og aðgengileg almenningi og miðrými hússins er ætlað farþegum Strætó.Reykjavíkurborg vill meina að það hafi tekist því nýlegar mælingar á umferð um Hlemm sýni að hún sé mikil auk þess sem fjöldi mathalla eru fyrirhugaðar víðs vegar um borgina í kjölfar þess verkefnis.Vísir/VilhelmReykjavíkurborg auglýsti á sínum tíma eftir samstarfsaðilum um rekstur í byggingunni og voru fjögur teymi sem sendu inn hugmyndir sínar. Teymi frá Sjávarklasanum fékk hæstu einkunn en það hafði m.a. þróað sitt verkefni í samstarfi við forráðamenn Torvehallerne í Kaupmannahöfn. Áætlaður kostnaður borgarinnar við breytingar á húsnæðinu var í upphafi rúmlega 107 milljónir króna en heildarkostnaður varð rúmlega 308 milljónir króna. Félag atvinnurekenda vill meina að leiguverðið á Hlemmi sé alltof lágt, eða tæpar 2.300 krónur á fermetrann, og geti aldrei staðið undir kostnaði við breytingar á húsnæðinu. Því sé það mat félagsins að leigusamningur Reykjavíkurborgar við Hlemm – Mathöll ehf. feli í sér opinberan styrk við einkaaðila í samkeppnisrekstri sem raski samkeppni á markaði. Tengdar fréttir Vilja að Samkeppniseftirlitið skoði samning borgarinnar við Hlemm Mathöll Félag atvinnurekenda, FA, hefur farið fram á að Samkeppniseftirlitið taki til skoðunar samning Reykjavíkurborgar við rekstraraðila Hlemms Mathallar ehf., með tilliti til þess hvort hann feli í sér opinberan styrk sem raski samkeppni á markaði. 6. nóvember 2018 21:06 Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
Leiguverð Mathallar á Hlemmi var metið af þremur löggiltum fasteignasölum. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Reykjavíkurborg hefur sent á fjölmiðla vegna frétta lágu leiguverði húseignarinnar sem hýsir nú Mathöllina á Hlemmi.Greint var frá því í gær að Félag atvinnurekenda hefði farið fram á að Samkeppniseftirlitið taki til skoðunar samning Reykjavíkurborgar við rekstraraðila Hlemms Mathallar ehf. með tilliti til þess hvort hann feli í sér opinberan styrk sem raski samkeppni á markaði. Í tilkynningunni frá Reykjavíkurborg segir að fasteignasalarnir þrír séu löggiltir sem allir eru með mikla þekkingu á fasteignamarkaði atvinnuhúsnæðis í borginni. Reykjavíkurborg heldur því fram að með því að byggja á mati þeirra var tryggt að húsið væri leigt út á markaðskjörum. Leiguverðið hefði þar með tekið mið af stöðu atvinnuhúsnæðis á svæðinu auk þeirra kvaða sem borgin lagði á eignina. Fasteignasalarnir þrír eru Dan Valgarð S. Wiium, Geir Sigurðsson og Helgi Bjarnason.Mathöllin við Hlemm var opnuð í ágúst árið 2017.Vísir/VilhelmHúsaleiga fyrir fasteign Reykjavíkurborgar við Laugaveg 107, sem hýsir Mathöllina, var ákvörðuð í febrúar 2016 í leigusamningi og var 1.012.000 krónur á mánuði. Þann 26. maí 2017 var gerður viðauki við leigusamninginn þar sem leiga var hækkuð þar sem Reykjavíkurborg féllst á að kosta rafstýrðar grindur fyrir bása. Grindurnar eru hluti af innviðum hússins og munu haldast þar þótt skipt verði um rekstraraðila í húsinu. Leiguverð hækkaði þar með upp í 1.143.179 krónur á mánuði. Leiguverð er tryggt með vísitölu neysluverðs til verðtryggingar með grunndagsetningu þann 1. febrúar 2016. Vísitalan var í október 455,7 stig þannig að leigan var 1.209.254 krónur á mánuði. Í tilkynningu Reykjavíkurborgar segir að umhverfi á Hlemmi þótti ekki vera borgarprýði á þeim tíma sem ákveðið var að breyta Hlemmi í Mathöll og þörf á að lyfta svæðinu upp. Reykjavíkurborg vill meina að það hafi tekist því nýlegar mælingar á umferð um Hlemm sýni að hún sé mikil auk þess sem fjöldi mathalla eru fyrirhugaðar víðs vegar um borgina í kjölfar þess verkefnis. Leigusamningur við núverandi leigutaka tiltekur ýmsar kvaðir á eigninni. Þar má ekki selja ferðamannavarning, salernin verða að vera opin og aðgengileg almenningi og miðrými hússins er ætlað farþegum Strætó.Reykjavíkurborg vill meina að það hafi tekist því nýlegar mælingar á umferð um Hlemm sýni að hún sé mikil auk þess sem fjöldi mathalla eru fyrirhugaðar víðs vegar um borgina í kjölfar þess verkefnis.Vísir/VilhelmReykjavíkurborg auglýsti á sínum tíma eftir samstarfsaðilum um rekstur í byggingunni og voru fjögur teymi sem sendu inn hugmyndir sínar. Teymi frá Sjávarklasanum fékk hæstu einkunn en það hafði m.a. þróað sitt verkefni í samstarfi við forráðamenn Torvehallerne í Kaupmannahöfn. Áætlaður kostnaður borgarinnar við breytingar á húsnæðinu var í upphafi rúmlega 107 milljónir króna en heildarkostnaður varð rúmlega 308 milljónir króna. Félag atvinnurekenda vill meina að leiguverðið á Hlemmi sé alltof lágt, eða tæpar 2.300 krónur á fermetrann, og geti aldrei staðið undir kostnaði við breytingar á húsnæðinu. Því sé það mat félagsins að leigusamningur Reykjavíkurborgar við Hlemm – Mathöll ehf. feli í sér opinberan styrk við einkaaðila í samkeppnisrekstri sem raski samkeppni á markaði.
Tengdar fréttir Vilja að Samkeppniseftirlitið skoði samning borgarinnar við Hlemm Mathöll Félag atvinnurekenda, FA, hefur farið fram á að Samkeppniseftirlitið taki til skoðunar samning Reykjavíkurborgar við rekstraraðila Hlemms Mathallar ehf., með tilliti til þess hvort hann feli í sér opinberan styrk sem raski samkeppni á markaði. 6. nóvember 2018 21:06 Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
Vilja að Samkeppniseftirlitið skoði samning borgarinnar við Hlemm Mathöll Félag atvinnurekenda, FA, hefur farið fram á að Samkeppniseftirlitið taki til skoðunar samning Reykjavíkurborgar við rekstraraðila Hlemms Mathallar ehf., með tilliti til þess hvort hann feli í sér opinberan styrk sem raski samkeppni á markaði. 6. nóvember 2018 21:06