Ted Cruz hafði betur gegn vonarstjörnu Demókrata Atli Ísleifsson skrifar 7. nóvember 2018 08:40 Texas hefur lengi verið eitt helsta vígi Repúblikanaflokksins og vakti það athygli í aðdraganda kosninganna hve mjótt var á munum milli þeirra Ted Cruz og Beto O'Rourke. GETTY/JUSTIN SULLIVAN Repúblikaninn Ted Cruz hafði betur gegn einni helstu vonarstjörnu Demókrata, Beto O‘Rourke, í kosningunum til öldungadeildarinnar í Texas í nótt. Þó að ekki sé búið að telja öll atkvæðin virðist sem að Cruz hafi fengið um 51 prósent atkvæða en O‘Rourke 48,2 prósent. Cruz sagði í sigurræðu sinni að kosningarnar hafi snúist um von Texasbúa og framtíðina og að íbúar ríkisins hafi í kosningunum lýst yfir vilja til að tryggja sér framtíð með fleiri störfum, auknu öryggi og frelsi. Hinn 47 ára Cruz hefur átt sæti í öldungadeild þingsins frá árinu 2013 og árið 2016 sóttist hann eftir því að verða forsetaefni Repúblikana en beið þá lægri hlut fyrir Donald Trump sem síðar varð forseti. Allt stefnir í að Repúblikanar muni herða tök sín um öldungadeild þingsins en fyrir kosningarnar voru Repúblikanar með 51 þingmann í deildinni en Demókratar 49.Beto O'Rourke ávarpaði stuðningsmenn sína í El Paso í nótt.Getty/Chip SomodevillaÓskaði Cruz til hamingju Texas hefur lengi verið eitt helsta vígi Repúblikanaflokksins og vakti það athygli í aðdraganda kosninganna hve mjótt var á munum milli þeirra Cruz og O‘Rourke. „Ósigur kvöldsins mun ekki draga úr tilfinningum mínum í garð Texas eða þessa lands,“ sagði O‘Rourke. Í ræðu sinni, sem O‘Rourke hélt eftir að ljóst var hvert stefndi, sagðist hann hafa rætt við Cruz og óskað honum til hamingju. „Ég mun starfa með honum og hverjum sem er, hvenær sem er til að sjá til þess að alveg eins og þið hafi verið til staðar fyrir mig, þá munum við vera til staðar fyrir ykkur. Ekki sem Repúblikanar eða Demókratar, heldur sem Texasbúar og Bandaríkjamenn.“ Þá sagðist O‘Rourke enn fremur vera svo „fucking“ stoltur af stuðningsmönnum sínum og þeim sem hafi aðstoðað hann í baráttunni.Beyoncé í hópi stuðningsmanna Hinn 46 ára O‘Rourke vakti sérstaka athygli fyrr á árinu þegar hann varði þá bandarísku fótboltamenn sem fóru niður á hné á meðan að þjóðsöngur Bandaríkjanna er spilaður fyrir leiki í þeim tilgangi að mótmæla kynþáttamisrætti í Bandaríkjunum. Í kosningabaráttunni tókst honum að safna metfé í kosningasjóði sína og lýsti tónlistarkonan Beyoncé, sem er frá Texas, meðal annars yfir stuðningi við Demókratann O‘Rourke. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Útlit fyrir miklar deilur næstu tvö árin Repúblikanaflokkurinn hefur bætt við nauman meirihluta í öldungadeild Bandaríkjaþings og Demókratar hafa tryggt sér meirihluta í fulltrúadeildinni. 7. nóvember 2018 05:45 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Fleiri fréttir „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Sjá meira
Repúblikaninn Ted Cruz hafði betur gegn einni helstu vonarstjörnu Demókrata, Beto O‘Rourke, í kosningunum til öldungadeildarinnar í Texas í nótt. Þó að ekki sé búið að telja öll atkvæðin virðist sem að Cruz hafi fengið um 51 prósent atkvæða en O‘Rourke 48,2 prósent. Cruz sagði í sigurræðu sinni að kosningarnar hafi snúist um von Texasbúa og framtíðina og að íbúar ríkisins hafi í kosningunum lýst yfir vilja til að tryggja sér framtíð með fleiri störfum, auknu öryggi og frelsi. Hinn 47 ára Cruz hefur átt sæti í öldungadeild þingsins frá árinu 2013 og árið 2016 sóttist hann eftir því að verða forsetaefni Repúblikana en beið þá lægri hlut fyrir Donald Trump sem síðar varð forseti. Allt stefnir í að Repúblikanar muni herða tök sín um öldungadeild þingsins en fyrir kosningarnar voru Repúblikanar með 51 þingmann í deildinni en Demókratar 49.Beto O'Rourke ávarpaði stuðningsmenn sína í El Paso í nótt.Getty/Chip SomodevillaÓskaði Cruz til hamingju Texas hefur lengi verið eitt helsta vígi Repúblikanaflokksins og vakti það athygli í aðdraganda kosninganna hve mjótt var á munum milli þeirra Cruz og O‘Rourke. „Ósigur kvöldsins mun ekki draga úr tilfinningum mínum í garð Texas eða þessa lands,“ sagði O‘Rourke. Í ræðu sinni, sem O‘Rourke hélt eftir að ljóst var hvert stefndi, sagðist hann hafa rætt við Cruz og óskað honum til hamingju. „Ég mun starfa með honum og hverjum sem er, hvenær sem er til að sjá til þess að alveg eins og þið hafi verið til staðar fyrir mig, þá munum við vera til staðar fyrir ykkur. Ekki sem Repúblikanar eða Demókratar, heldur sem Texasbúar og Bandaríkjamenn.“ Þá sagðist O‘Rourke enn fremur vera svo „fucking“ stoltur af stuðningsmönnum sínum og þeim sem hafi aðstoðað hann í baráttunni.Beyoncé í hópi stuðningsmanna Hinn 46 ára O‘Rourke vakti sérstaka athygli fyrr á árinu þegar hann varði þá bandarísku fótboltamenn sem fóru niður á hné á meðan að þjóðsöngur Bandaríkjanna er spilaður fyrir leiki í þeim tilgangi að mótmæla kynþáttamisrætti í Bandaríkjunum. Í kosningabaráttunni tókst honum að safna metfé í kosningasjóði sína og lýsti tónlistarkonan Beyoncé, sem er frá Texas, meðal annars yfir stuðningi við Demókratann O‘Rourke.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Útlit fyrir miklar deilur næstu tvö árin Repúblikanaflokkurinn hefur bætt við nauman meirihluta í öldungadeild Bandaríkjaþings og Demókratar hafa tryggt sér meirihluta í fulltrúadeildinni. 7. nóvember 2018 05:45 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Fleiri fréttir „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Sjá meira
Útlit fyrir miklar deilur næstu tvö árin Repúblikanaflokkurinn hefur bætt við nauman meirihluta í öldungadeild Bandaríkjaþings og Demókratar hafa tryggt sér meirihluta í fulltrúadeildinni. 7. nóvember 2018 05:45