Borgin tekur meira en ríkið Eyþór Arnalds skrifar 7. nóvember 2018 07:00 Það kemur sennilega flestum ef ekki öllum á óvart að Reykjavíkurborg tekur mun fleiri krónur af launum borgarbúa en ríkið. Þannig er hlutfall borgarinnar í skatttekjum borgarbúa 56% á meðan hlutfall ríkisins er 44% samkvæmt útreikningum fjármálaráðuneytisins. Tökum dæmi um faglærðan leikskólakennara en hann fær samkvæmt kjarasamningi 469 þúsund krónur í mánaðarlaun. Skattur af þessum launum er í kringum 109 þúsund krónur sem skiptast þannig að 45 þúsund krónur renna inn í ríkissjóð á meðan borgin fær 64 þúsund. Þ.e.a.s. 41% fer til ríkissjóðs á meðan 59% fara inn í borgarsjóð. Reykjavíkurborg getur ekki skorast undan þeirri ábyrgð að taka þátt í að bæta kjör borgarbúa enda eru fjárhæðirnar sem borgin fær talsvert stærri en þær sem ríkið fær. Það þýðir ekki alltaf fyrir borgarfulltrúa meirihlutans að benda á ríkið og kvarta yfir að fjármagn sé ekki nægjanlegt til þess að halda almennilega á mikilvægum málaflokkum. Útsvarslækkun ætti að vera framlag Reykjavíkurborgar í komandi kjaraviðræðum enda á launafólk mikið undir því að skattar lækki nú í stað þess að höfrungahlaupið fari af stað með verðbólgu. Við leggjum líka til að afslættir til aldraðra og öryrkja verði auknir en tekjutenging afsláttanna er tekjuskerðing fyrir bæði aldraða og öryrkja. Borgin á að leggja áherslu á að bæta kaupmátt Reykvíkinga með ábyrgum hætti og hætta að taka meira en nágrannasveitarfélögin af launum borgarbúa. Álögur eru í hæstu hæðum. Fasteignaskattar hækka mikið á milli ára, bæði af atvinnu- og íbúðarhúsnæði. Ef borgarstjórn breytir ekki frá þeim forsendum sem hér er lagt upp með fer hækkunin lóðbeint út í leiguverð með tilheyrandi neikvæðum áhrifum, bæði af atvinnu- og íbúðarhúsnæði. Útsvar er hæst á höfuðborgarsvæðinu af öllum sveitarfélögum á svæðinu. Launaskattur er hvergi hærri en í Reykjavík. Útsvarið var hækkað af Samfylkingunni og núverandi borgarstjóra í topp. Önnur sveitarfélög í kringum okkur taka talsvert færri krónur af launafólki. Snúum af þessari braut. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Eyþór Arnalds Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Ólögmæt sóun skattfjár Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium Skoðun Skoðun Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Verndum íslenskuna- líka á Alþingi Íslendinga Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ungt fólk er meira en bara meme og sketsar á TikTok Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson skrifar Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun 11.11. - Aldrei aftur stríð Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Sjá meira
Það kemur sennilega flestum ef ekki öllum á óvart að Reykjavíkurborg tekur mun fleiri krónur af launum borgarbúa en ríkið. Þannig er hlutfall borgarinnar í skatttekjum borgarbúa 56% á meðan hlutfall ríkisins er 44% samkvæmt útreikningum fjármálaráðuneytisins. Tökum dæmi um faglærðan leikskólakennara en hann fær samkvæmt kjarasamningi 469 þúsund krónur í mánaðarlaun. Skattur af þessum launum er í kringum 109 þúsund krónur sem skiptast þannig að 45 þúsund krónur renna inn í ríkissjóð á meðan borgin fær 64 þúsund. Þ.e.a.s. 41% fer til ríkissjóðs á meðan 59% fara inn í borgarsjóð. Reykjavíkurborg getur ekki skorast undan þeirri ábyrgð að taka þátt í að bæta kjör borgarbúa enda eru fjárhæðirnar sem borgin fær talsvert stærri en þær sem ríkið fær. Það þýðir ekki alltaf fyrir borgarfulltrúa meirihlutans að benda á ríkið og kvarta yfir að fjármagn sé ekki nægjanlegt til þess að halda almennilega á mikilvægum málaflokkum. Útsvarslækkun ætti að vera framlag Reykjavíkurborgar í komandi kjaraviðræðum enda á launafólk mikið undir því að skattar lækki nú í stað þess að höfrungahlaupið fari af stað með verðbólgu. Við leggjum líka til að afslættir til aldraðra og öryrkja verði auknir en tekjutenging afsláttanna er tekjuskerðing fyrir bæði aldraða og öryrkja. Borgin á að leggja áherslu á að bæta kaupmátt Reykvíkinga með ábyrgum hætti og hætta að taka meira en nágrannasveitarfélögin af launum borgarbúa. Álögur eru í hæstu hæðum. Fasteignaskattar hækka mikið á milli ára, bæði af atvinnu- og íbúðarhúsnæði. Ef borgarstjórn breytir ekki frá þeim forsendum sem hér er lagt upp með fer hækkunin lóðbeint út í leiguverð með tilheyrandi neikvæðum áhrifum, bæði af atvinnu- og íbúðarhúsnæði. Útsvar er hæst á höfuðborgarsvæðinu af öllum sveitarfélögum á svæðinu. Launaskattur er hvergi hærri en í Reykjavík. Útsvarið var hækkað af Samfylkingunni og núverandi borgarstjóra í topp. Önnur sveitarfélög í kringum okkur taka talsvert færri krónur af launafólki. Snúum af þessari braut.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun