Trójuhesturinn Hafró og skipulagssvik í Hafnarfirði Guðmundur Ingi Markússon skrifar 7. nóvember 2018 07:00 Á hrekkjavöku þann 31. október sl. sveik meirihluti bæjarstjórnar íbúalýðræði í Hafnarfirði. Grikkurinn fólst í því að fella úr gildi skipulagslýsingu Flensborgarhafnar frá 2016 – útkomu tveggja ára samráðsverkefnis með verkefnisstjórn, íbúafundum, vinnustofum, menningargöngu, bloggsíðu, o.fl. Gjörningurinn á sér stað á sama tíma og íbúar mótmæla fyrirhuguðum á framkvæmdum á Flensborgarhöfn, þar sem byggja á stórhýsi sem að hluta munu hýsa Hafrannsóknastofnun. Í andmælum sínum hafa íbúar einmitt bent á niðurstöður skipulagslýsingarinnar máli sínu til stuðnings: • Lágreistar byggingar sem falla vel að aðliggjandi byggð • Byggingamagn á svæðinu verði aukið í góðri sátt við aðliggjandi byggð • Hæð nýrrar byggðar verði einnig í góðri sátt við nærliggjandi byggð Ljóst er að 22 metra há og um 185 metra löng blokkalengja gengur þvert á þessar niðurstöður.Hvers vegna er skipulagslýsingin afnumin? Ekki vantaði fögur fyrirheit þegar samráðsverkefnið fór af stað. Bæjarfulltrúinn Ólafur Ingi Tómasson (D), sá hinn sami og nú fellir skipulagslýsinguna úr gildi, sagði á Facebook í janúar 2015: „Nú er verkefnið komið af stað og vona ég að sátt náist um framtíðarskipulag svæðisins sem er að mínu mati verðmætasta svæði okkar Hafnfirðinga, ekki hvað varðar virði krónu og aura heldur lífsgæði …“ Nú er sáttin fyrir bí og niðurstaða samráðsverkefnisins (skipulagslýsingin) farin út um gluggann. Ástæðan er sögð vera sú, að í janúar sl. hafi verið samþykkt keppnislýsing fyrir arkitekta um framtíð svæðisins sem stangist á við skipulagslýsinguna. Þegar vel er að gáð sést, að efnislega liggur munurinn í því, að í keppnislýsingunni er ekki talað um „lágreistar byggingar“ heldu aðeins um „hæð og umfang“. Með því að henda skipulagslýsingunni hverfur þetta óþægilega atriði (lágreistar byggingar), og ætlunin er því að slá vopn úr höndum þeirra bæjarbúa sem hafa andmælt áformunum nú í haust.Hagsmunir hverra? Í grein í Fréttablaðinu þann 1.11. sl. segir Ólafur Ingi að „Allir sem koma að gerð skipulagsmála vilja ná sem bestri sátt hverju sinni en það eru alltaf einhverjir sem telja vegið að eigin hagsmunum. Svæðisskipulagið horfir til hagsmuna heildarinnar.“ Það má réttlæta allar stórframkvæmdir með því að segja að hagsmunir heildarinnar trompi hag nærsamfélagsins – þetta er því ekkert annað en málsvörn verktakaræðisins. Staðreyndin er sú, að 22 metra háu stórhýsin á Flensborgarhöfn snúast um hag hinna örfáu – fjársterkra aðila með víðtæk tengsl sem kjörnir fulltrúar eru handgengnir. Þegar hagsmunir þeirra stangast á við niðurstöðu íbúasamráðs er því hent út. Þessum aðilum nægir ekki óuppsegjanlegur leigusamningur við ríkið til 25 ára upp á 3,6 milljarða fyrir Hafrannsóknastofnun – þeir vilja byggja langt umfram þarfir stofnunarinnar. Hafnfirðingar gleðjast yfir komu Hafró til bæjarins. Hins vegar er það dapurlegt að stofnunin sé notuð sem trójuhestur fyrir háhýsi og útblásið byggingarmagn sem hæglega mun hafa fordæmisgildi um framtíð svæðisins. Kynnið ykkur málið á:www.sudurbakki.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Á hrekkjavöku þann 31. október sl. sveik meirihluti bæjarstjórnar íbúalýðræði í Hafnarfirði. Grikkurinn fólst í því að fella úr gildi skipulagslýsingu Flensborgarhafnar frá 2016 – útkomu tveggja ára samráðsverkefnis með verkefnisstjórn, íbúafundum, vinnustofum, menningargöngu, bloggsíðu, o.fl. Gjörningurinn á sér stað á sama tíma og íbúar mótmæla fyrirhuguðum á framkvæmdum á Flensborgarhöfn, þar sem byggja á stórhýsi sem að hluta munu hýsa Hafrannsóknastofnun. Í andmælum sínum hafa íbúar einmitt bent á niðurstöður skipulagslýsingarinnar máli sínu til stuðnings: • Lágreistar byggingar sem falla vel að aðliggjandi byggð • Byggingamagn á svæðinu verði aukið í góðri sátt við aðliggjandi byggð • Hæð nýrrar byggðar verði einnig í góðri sátt við nærliggjandi byggð Ljóst er að 22 metra há og um 185 metra löng blokkalengja gengur þvert á þessar niðurstöður.Hvers vegna er skipulagslýsingin afnumin? Ekki vantaði fögur fyrirheit þegar samráðsverkefnið fór af stað. Bæjarfulltrúinn Ólafur Ingi Tómasson (D), sá hinn sami og nú fellir skipulagslýsinguna úr gildi, sagði á Facebook í janúar 2015: „Nú er verkefnið komið af stað og vona ég að sátt náist um framtíðarskipulag svæðisins sem er að mínu mati verðmætasta svæði okkar Hafnfirðinga, ekki hvað varðar virði krónu og aura heldur lífsgæði …“ Nú er sáttin fyrir bí og niðurstaða samráðsverkefnisins (skipulagslýsingin) farin út um gluggann. Ástæðan er sögð vera sú, að í janúar sl. hafi verið samþykkt keppnislýsing fyrir arkitekta um framtíð svæðisins sem stangist á við skipulagslýsinguna. Þegar vel er að gáð sést, að efnislega liggur munurinn í því, að í keppnislýsingunni er ekki talað um „lágreistar byggingar“ heldu aðeins um „hæð og umfang“. Með því að henda skipulagslýsingunni hverfur þetta óþægilega atriði (lágreistar byggingar), og ætlunin er því að slá vopn úr höndum þeirra bæjarbúa sem hafa andmælt áformunum nú í haust.Hagsmunir hverra? Í grein í Fréttablaðinu þann 1.11. sl. segir Ólafur Ingi að „Allir sem koma að gerð skipulagsmála vilja ná sem bestri sátt hverju sinni en það eru alltaf einhverjir sem telja vegið að eigin hagsmunum. Svæðisskipulagið horfir til hagsmuna heildarinnar.“ Það má réttlæta allar stórframkvæmdir með því að segja að hagsmunir heildarinnar trompi hag nærsamfélagsins – þetta er því ekkert annað en málsvörn verktakaræðisins. Staðreyndin er sú, að 22 metra háu stórhýsin á Flensborgarhöfn snúast um hag hinna örfáu – fjársterkra aðila með víðtæk tengsl sem kjörnir fulltrúar eru handgengnir. Þegar hagsmunir þeirra stangast á við niðurstöðu íbúasamráðs er því hent út. Þessum aðilum nægir ekki óuppsegjanlegur leigusamningur við ríkið til 25 ára upp á 3,6 milljarða fyrir Hafrannsóknastofnun – þeir vilja byggja langt umfram þarfir stofnunarinnar. Hafnfirðingar gleðjast yfir komu Hafró til bæjarins. Hins vegar er það dapurlegt að stofnunin sé notuð sem trójuhestur fyrir háhýsi og útblásið byggingarmagn sem hæglega mun hafa fordæmisgildi um framtíð svæðisins. Kynnið ykkur málið á:www.sudurbakki.is.
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun