Innlent

Gul viðvörun vegna hættu á stormi

Atli Ísleifsson skrifar
Frá Ísafirði.
Frá Ísafirði. Fréttablaðið/Pjetur
Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun fyrir Vestfirði og Breiðafjörð vegna hættu á snörpum vindhviðum og stormi fram eftir morgundeginum.

Á heimasíðu Veðurstofunnar kemur fram að spáð sé 15 til 23 metrum á sekúndu og snörpum vindhviðum á Vestfjörðum og norðanverðu Snæfellsnesi.

„Varasamt fyrir létt farartæki og tengivagna sem taka á sig vind,“ segir á síðu Veðurstofunnar.

Spáð er suðvestan átta til fimmtán metrum á sekúndu á landinu í fyrramálið en allt að 20 norðavestantil. „Dregur úr vindi og úrkomu á morgun, víða þurrt seinnipartinn og suðlæg átt, 5-13 annað kvöld, hvassast NV-til á landinu. Hiti 8 til 22 stig, hlýjast á Austurlandi.“

Á laugardag: Suðlæg átt, 5-13, og fer að rigna, fyrst SV-til, en þurrt NA-lands fram á kvöld. Hiti 8 til 12 stig, en 12 til 18 um landið NA-vert. 

Á sunnudag: Suðvestanátt, 3-10, og dálítil súld með köflum, en þurrt á N- og A-landi. Sunnan 8-15 og rigning S- og V-lands um kvöldið. Hiti 8 til 20 stig, hlýjast NA- og A-lands. 

Á mánudag: Suðvestan og sunnan 5-13 og rigning um S- og V-vert landið. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast á NA-horninu. 

Á þriðjudag: Suðvestanátt og skúrir vestantil á landinu en bjartviðri austanlands. Hiti 7 til 14 stig, hlýjast austanlands. 

Á miðvikudag: Útlit fyrir að lægð gangi yfir landið með rigningu, einkum S- og V-lands. Hiti 8 til 15 stig, hlýjast NA-lands.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×