Erlent

Handtekinn grunaður um morðið á XXXTentacion

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Rapparinn XXXTentacion á tónleikum í fyrra.
Rapparinn XXXTentacion á tónleikum í fyrra. Vísir/Getty
Lögregla í Bandaríkjunum hefur handtekið mann í tengslum við morðið á rapparanum XXXTentacion. Búist er við að maðurinn verði ákærður fyrir morðið.

Maðurinn sem er í haldi heitir Dedrick D. Williams og er 22 ára. Er hann grunaður um að hafa skotið rapparann, sem hét Jahseh Onfroy, í suðurhluta Flórída á mánudaginn.

Líkt og Vísir fjallaði um á dögunum var rapparinn afar umdeildur en hann stóð frammi fyrir ákæru vegna heimilisofbeldis er hann lést.

Í frétt BBC segir einnig að eldri hjón hafi fengið líflátshótanir eftir að hafa verið ranglega sökuð um það á samfélagsmiðlum að tengjast morðinu.

Lögregla gætir nú heimilis þeirra eftir að aðdáandi rapparans reyndi að komast þar inn í dulargervi pítsusendils.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×