Lífið

MS semur við KSÍ um skyr

Sigurður Mikael Jónsson skrifar
Ekki fær hver sem er að nota landsliðsbúninginn í auglýsingum sínum.
Ekki fær hver sem er að nota landsliðsbúninginn í auglýsingum sínum. Skjáskot
Ný auglýsing fyrir Ísey skyr sem sýnd er í Rússlandi hefur vakið athygli en þar eru íslensk náttúra, söngsveitin Fílharmónía og meðlimir Tólfunnar í lykilhlutverki.

Auglýsingin komst í fréttir í vikunni þegar greint var frá því að framleiðsla væri hafin á hinu íslenska skyri Mjólkursamsölunnar (MS) og varan væntanleg í rússneskar verslunarhillur um mánaðamótin. Skyrútrásin til Rússlands er gerð af stórhug og standa vonir til að ná 5 þúsund tonna ársframleiðslu þar, rúmum tvö þúsund tonnum meira en hér á landi.

Athygli vakti þó að í skyrauglýsingunni voru flestir klæddir í íslensku landsliðstreyjuna, kirfilega merkta KSÍ. Knattspyrnusambandið hefur staðið vörð um vörumerki sitt í aðdraganda HM og tekið á þeim málum sem upp hafa komið þar sem fyrirtæki, sem ekki hafa til þess leyfi, reyna að hagnýta sér það til markaðssetningar á eigin vöru. MS virtist þó við fyrstu sýn ekki vera einn samstarfsaðila KSÍ.

Darri Johansen, markaðsráðgjafi hjá Pipar/Tbwa, hefur haldið utan um vörumerkjavernd KSÍ, hann segir rétt að MS sé ekki einn bakhjarla KSÍ, en sambandið sé þó með samstarfssamninga við önnur fyrirtæki um ólík verkefni. „Og í þeim samningum er kveðið á um ákveðna þætti sem snúa að markaðslegum tengslum við KSÍ. MS er eitt þeirra fyrirtækja þar sem um var að ræða sértækan samning er snýr að markaðssetningu á Ísey skyri í kringum HM fyrir erlenda markaði.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.