Borche: Án Hákons og Matta er liðið ekki nógu sterkt Ástrós Ýr Eggertsdóttir í Seljaskóla skrifar 1. nóvember 2018 21:45 Borche hefur átt auðveldari daga í starfi sínu vísir/bára Borche Ilievski segir lið ÍR einfaldlega ekki vera nógu sterkt þegar lykilmenn vantar úr liðinu, varamennirnir eru ekki nógu sterkir. Báðir leikstjórnendur liðsins eru meiddir og sárvantaði þá í stórtapi ÍR fyrir Keflavík í kvöld. „Það fór allt illa. Ég man varla eftir einhverju sem fór vel. En ég bjóst við því að við myndum vera eftir á í leiknum þar sem við misstum annan leikstjórnanda, Hákon, í meiðsli. Án hans og Matta er eðlilegt að við séum með tuttugu tapaða bolta og illa skipulagðir,“ sagði Borche eftir leikinn í Seljaskóla í kvöld. Matthías Orri Sigurðarson, aðal leikstjórnandi liðsins og einn sá besti í deildinni, meiddist í öðrum leik vetrarins gegn Haukum og hefur ekkert verið með síðan. Hákon Örn Hjálmarsson er maðurinn sem leysir Matthías af og nú er hann líka meiddur. „Skipulagði hrundi í kvöld og þeir skoruðu 17 stig eftir að við töpum boltanum. Það er allt of mikið. Við þurfum að leysa þessi vandamál, það er klárt.“ „Þetta lið, liðsskipanin eins og hún var í dag er mjög veikburða. Þegar Matti og Hákon koma til baka þurfa þeir tíma til að aðlagast. Við eigum í erfiðleikum eins og er en reynum að vera jákvæðir.“ Borche segist hafa beðið um nýjan leikstjórnanda fyrir einhverjum þremur, fjórum vikum síðan en fengið neikvætt svar. Hann á því ekki von á að geta styrkt lið sitt frekar. Þá sagði hann að Matthías muni líklega missa af næstu tveimur til þremur leikjum ÍR. „Hann er enn ekki byrjaður að æfa. Hann fer vonandi að skjóta og skokka á mánudaginn. Ég vona að hann verði tilbúinn í þar næsta leik, en það fer eftir því hvernig honum líður.“ „Þegar við fáum Hákon til baka verður skipulagið mun betra og skotvalið. Þá munum við ekki tapa 20 boltum, og fyrir mér eru þessir töpuðu boltar það sem ræður úrslitunum. Ef annar þessara stráka hefði verið hér þá hefði leikurinn verið jafnari.“ „Þetta verður enn erfitt þegar Hákon verður bara kominn til baka, en þá verða leikirnir jafnari.“ „En ég á í miklum vandræðum þessa dagana,“ sagði Borche Ilievski. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: ÍR - Keflavík 74-94 │Auðveldur sigur Keflavíkur Keflvíkingar unnu mjög öruggan sigur á ÍR í Seljaskóla í kvöld. 1. nóvember 2018 22:15 Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Enski boltinn Umfjöllun: Wales - Ísland 4-1 | Vonin dó í seinni hálfleik og Ísland gæti fallið Fótbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Körfubolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Fleiri fréttir „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Sjá meira
Borche Ilievski segir lið ÍR einfaldlega ekki vera nógu sterkt þegar lykilmenn vantar úr liðinu, varamennirnir eru ekki nógu sterkir. Báðir leikstjórnendur liðsins eru meiddir og sárvantaði þá í stórtapi ÍR fyrir Keflavík í kvöld. „Það fór allt illa. Ég man varla eftir einhverju sem fór vel. En ég bjóst við því að við myndum vera eftir á í leiknum þar sem við misstum annan leikstjórnanda, Hákon, í meiðsli. Án hans og Matta er eðlilegt að við séum með tuttugu tapaða bolta og illa skipulagðir,“ sagði Borche eftir leikinn í Seljaskóla í kvöld. Matthías Orri Sigurðarson, aðal leikstjórnandi liðsins og einn sá besti í deildinni, meiddist í öðrum leik vetrarins gegn Haukum og hefur ekkert verið með síðan. Hákon Örn Hjálmarsson er maðurinn sem leysir Matthías af og nú er hann líka meiddur. „Skipulagði hrundi í kvöld og þeir skoruðu 17 stig eftir að við töpum boltanum. Það er allt of mikið. Við þurfum að leysa þessi vandamál, það er klárt.“ „Þetta lið, liðsskipanin eins og hún var í dag er mjög veikburða. Þegar Matti og Hákon koma til baka þurfa þeir tíma til að aðlagast. Við eigum í erfiðleikum eins og er en reynum að vera jákvæðir.“ Borche segist hafa beðið um nýjan leikstjórnanda fyrir einhverjum þremur, fjórum vikum síðan en fengið neikvætt svar. Hann á því ekki von á að geta styrkt lið sitt frekar. Þá sagði hann að Matthías muni líklega missa af næstu tveimur til þremur leikjum ÍR. „Hann er enn ekki byrjaður að æfa. Hann fer vonandi að skjóta og skokka á mánudaginn. Ég vona að hann verði tilbúinn í þar næsta leik, en það fer eftir því hvernig honum líður.“ „Þegar við fáum Hákon til baka verður skipulagið mun betra og skotvalið. Þá munum við ekki tapa 20 boltum, og fyrir mér eru þessir töpuðu boltar það sem ræður úrslitunum. Ef annar þessara stráka hefði verið hér þá hefði leikurinn verið jafnari.“ „Þetta verður enn erfitt þegar Hákon verður bara kominn til baka, en þá verða leikirnir jafnari.“ „En ég á í miklum vandræðum þessa dagana,“ sagði Borche Ilievski.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: ÍR - Keflavík 74-94 │Auðveldur sigur Keflavíkur Keflvíkingar unnu mjög öruggan sigur á ÍR í Seljaskóla í kvöld. 1. nóvember 2018 22:15 Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Enski boltinn Umfjöllun: Wales - Ísland 4-1 | Vonin dó í seinni hálfleik og Ísland gæti fallið Fótbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Körfubolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Fleiri fréttir „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Sjá meira
Leik lokið: ÍR - Keflavík 74-94 │Auðveldur sigur Keflavíkur Keflvíkingar unnu mjög öruggan sigur á ÍR í Seljaskóla í kvöld. 1. nóvember 2018 22:15