Heildarávinningur rafbílavæðingar bílaflotans er mikill Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 1. nóvember 2018 18:00 Talið er að raforkuþörf aukist um allt að helming með rafbílavæðingu bílaflotans hér á landi. Því fyrr sem það gerist því meiri verður þjóðhagslegur og fjárhagslegur ávinningur landsmanna samkvæmt nýrri rannsókn. Ríkisstjórnin kynnti aðgerðir í loftslagsmálum í september en þær miða að því að standa við skuldbindingar gagnvart Parísarsamkomulaginu og gera Ísland kolefnishlutlaust fyrir 2040. Meðal þeirra er að banna nýskráningar á bensín- og dísilbílum eftir árið 2030. Háskólinn Íslands og Háskólinn í Reykjavík hafa gert greiningu á hver þjóðhagsleg hagkvæmni rafbílavæðingar er og voru niðurstöður kynntar á fundi í Norræna húsinu í dag. Hlynur Stefánsson dósent í tækni-og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík var meðal þeirra sem gerði greininguna. „Það er umtalsverður heildarávinningur af rafbílavæðingu hér á landi. Þjóðhagslegur ávinningur er réttu megin við núllið en heildarávinningurinn er mjög skýr. Því meiri og hraðari sem rafbílavæðingin verður því jákvæðari eru áhrifin,“ segir Hlynur. Hann segir hins vegar að aðgerðin sé ekki nægjanleg til að ná markmiðum stjórnvalda. „Við þurfum líka að skoða vetni og metan og kerfislegar breytingar eins og að breyta ferðavenjum fólks þannig að almenningssamgöngur verði notaðar meira,“ segir hann. Orkufyrirtækin í landinu hafa ákveðið að meta hver raforkuþörfin verði þegar rafbílar verða meirihluti bílaflotans. Páll Erland framkvæmdastjóri Samorku segir að tilgátur séu þegar komnr fram en rannsóknin tekur ár. „Það er ekkert ólíklegt að raförkuþörfin muni aukast um helming þegar bílaflotinn er orðin rafbílavæddur,“ segir Páll. Hann segir jafnframt að 85% af allri orkunotkun innanlands sé með endurnýjanlegum orkugjöfum og Íslendingar standi fremst í heiminum ásamt norðmönnum þegar kemur að því. Mikilvægt sé að draga úr þeim 15% orkugjafa sem valdi mengun. Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Sjá meira
Talið er að raforkuþörf aukist um allt að helming með rafbílavæðingu bílaflotans hér á landi. Því fyrr sem það gerist því meiri verður þjóðhagslegur og fjárhagslegur ávinningur landsmanna samkvæmt nýrri rannsókn. Ríkisstjórnin kynnti aðgerðir í loftslagsmálum í september en þær miða að því að standa við skuldbindingar gagnvart Parísarsamkomulaginu og gera Ísland kolefnishlutlaust fyrir 2040. Meðal þeirra er að banna nýskráningar á bensín- og dísilbílum eftir árið 2030. Háskólinn Íslands og Háskólinn í Reykjavík hafa gert greiningu á hver þjóðhagsleg hagkvæmni rafbílavæðingar er og voru niðurstöður kynntar á fundi í Norræna húsinu í dag. Hlynur Stefánsson dósent í tækni-og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík var meðal þeirra sem gerði greininguna. „Það er umtalsverður heildarávinningur af rafbílavæðingu hér á landi. Þjóðhagslegur ávinningur er réttu megin við núllið en heildarávinningurinn er mjög skýr. Því meiri og hraðari sem rafbílavæðingin verður því jákvæðari eru áhrifin,“ segir Hlynur. Hann segir hins vegar að aðgerðin sé ekki nægjanleg til að ná markmiðum stjórnvalda. „Við þurfum líka að skoða vetni og metan og kerfislegar breytingar eins og að breyta ferðavenjum fólks þannig að almenningssamgöngur verði notaðar meira,“ segir hann. Orkufyrirtækin í landinu hafa ákveðið að meta hver raforkuþörfin verði þegar rafbílar verða meirihluti bílaflotans. Páll Erland framkvæmdastjóri Samorku segir að tilgátur séu þegar komnr fram en rannsóknin tekur ár. „Það er ekkert ólíklegt að raförkuþörfin muni aukast um helming þegar bílaflotinn er orðin rafbílavæddur,“ segir Páll. Hann segir jafnframt að 85% af allri orkunotkun innanlands sé með endurnýjanlegum orkugjöfum og Íslendingar standi fremst í heiminum ásamt norðmönnum þegar kemur að því. Mikilvægt sé að draga úr þeim 15% orkugjafa sem valdi mengun.
Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Sjá meira