Körfubolti

Hótaði að senda leikmann aftur til Haítí

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
vísir/getty
Sturlaður körfuknattleiksþjálfari hjá kristilegum framhaldsskóla sýndi af sér ótrúlega hegðun í samtali við leikmann sem vildi skipta um skóla. Þjálfarinn hótaði honum öllu illu og rúmlega það.

Þjálfarinn hótar að kúga leikmanninn og senda hann aftur til Haítí þaðan sem hann er frá. Hann segist ráða öllu og hótar að taka allt af leikmanninum sem hann kallar þroskaheftan meðal annars. Hótanirnar eru með ólíkindum eins og heyra má hér að neðan.

Leikmaðurinn tók spjallið upp og setti á netið. Þjálfarinn virtist þó ekki sjá eftir neinu í spjalli við blaðamann Stadium.

„Ekki séns að ég sjái eftir einhverju. Helst að ég hafi reynt að vera föðurímynd fyrir þennan dreng,“ sagði þjálfarinn sem sagðist eiga ýmislegt misjafnt á drenginn eins og að vera með áfengi á herbergi sínu og skrópa í tíma.

Drengurinn segir að þetta sé ekki í fyrsta skipti sem þjálfarinn hagi sér svona.

„Þetta var ekki í fyrsta sinn sem hann hótaði að senda mig til Haítí. Hann gerði það einu sinni í miðjum leik er ég var að spila illa. Þá hótaði hann að ógilda vegabréfsáritunina í miðjum leik. Hvaða maður gerir slíkt?“

Drengurinn gat að lokum skipt um skóla og er því laus við þennan þjálfara.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×