Athygli og algóritmi Guðrún Vilmundardóttir skrifar 1. nóvember 2018 07:00 Í fyrrakvöld var ég stödd í Óperuhúsinu í Ósló, þar sem bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs voru veitt með viðhöfn. Ég var gífurlega ánægð með úrslitin. Þegar verðlaunahafinn og prinsessan, sem afhenti verðlaunin, stóðu á sviðinu undir dynjandi lófataki deildi ég mynd frá viðburðinum á Facebook. Ég leit á símann þegar gengið var út úr salnum og sá að samstarfskonu minni líkaði innleggið og hugsaði roggin með mér: Viðbrögðin láta ekki á sér standa. Við tóku nokkur veisluhöld. Áður en ég gekk til náða leit ég aftur á símann og það gladdi mig að frétta- og samfélagsmiðlar voru uppfullir af fréttum af verðlaunahátíðinni. En ekki fékk mitt innlegg mikla athygli. Raunar alls enga. Jæja, hugsaði ég, upplitsdjörf en kannski örlítið spæld. Það er ekki eins og mín prívatsíða sé fréttamiðill. Þetta hlýtur að vera algóritminn. Gærdagurinn var annasamur en þegar ég settist niður seinni partinn, á Karl Johans gate, runnu á mig tvær grímur, sama hvað öllum algóritma líður: Mamma var ekki einu sinni búin að „læka“ myndina mína! Rifjaðist þá upp fyrir mér saga af konu sem mánuðum saman hafði Facebook-síðu sína, óvart, stillta þannig að enginn sá hana nema hún. Hún fékk aldrei nein viðbrögð, við neinu, en lét það ekki á sig fá. Þau stóísku viðbrögð sé ég nú í nýju ljósi. Ég var farin að ókyrrast mjög. Á innan við sólarhring. Ég athugaði stillingarnar og viti menn: færslan var læst. Mér er merkilega létt yfir því að hafa ekki þurft að lúta í lægra haldi fyrir algóritmanum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Í fyrrakvöld var ég stödd í Óperuhúsinu í Ósló, þar sem bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs voru veitt með viðhöfn. Ég var gífurlega ánægð með úrslitin. Þegar verðlaunahafinn og prinsessan, sem afhenti verðlaunin, stóðu á sviðinu undir dynjandi lófataki deildi ég mynd frá viðburðinum á Facebook. Ég leit á símann þegar gengið var út úr salnum og sá að samstarfskonu minni líkaði innleggið og hugsaði roggin með mér: Viðbrögðin láta ekki á sér standa. Við tóku nokkur veisluhöld. Áður en ég gekk til náða leit ég aftur á símann og það gladdi mig að frétta- og samfélagsmiðlar voru uppfullir af fréttum af verðlaunahátíðinni. En ekki fékk mitt innlegg mikla athygli. Raunar alls enga. Jæja, hugsaði ég, upplitsdjörf en kannski örlítið spæld. Það er ekki eins og mín prívatsíða sé fréttamiðill. Þetta hlýtur að vera algóritminn. Gærdagurinn var annasamur en þegar ég settist niður seinni partinn, á Karl Johans gate, runnu á mig tvær grímur, sama hvað öllum algóritma líður: Mamma var ekki einu sinni búin að „læka“ myndina mína! Rifjaðist þá upp fyrir mér saga af konu sem mánuðum saman hafði Facebook-síðu sína, óvart, stillta þannig að enginn sá hana nema hún. Hún fékk aldrei nein viðbrögð, við neinu, en lét það ekki á sig fá. Þau stóísku viðbrögð sé ég nú í nýju ljósi. Ég var farin að ókyrrast mjög. Á innan við sólarhring. Ég athugaði stillingarnar og viti menn: færslan var læst. Mér er merkilega létt yfir því að hafa ekki þurft að lúta í lægra haldi fyrir algóritmanum.
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun