Getur ÞÚ verið símalaus í einn dag? Erna Reynisdóttir skrifar 1. nóvember 2018 07:00 Það er ekkert launungarmál að mörg erum við orðin háð símunum okkar, bæði til vinnu og til afþreyingar. Ég er engin undantekning á því. Mér hættir til að heyra ekki þegar við mig er talað og sjá ekki það sem í kringum mig er. Og á hverjum bitnar það? Jú, nánustu fjölskyldumeðlimum og hundinum sem berst um athygli við þetta litla tæki sem ég stari á tímunum saman. En þegar nánasta fjölskylda samanstendur af börnum? Jafnvel kornabörnum? Gæti verið að símarnir séu farnir að hafa áhrif á tengslamyndum foreldra og barna? Um það hafa verið gerðar rannsóknir og svarið er já. Því miður. Og það er grafalvarlegt mál því eins og við öll vitum þá þurfa börn meira en mat, föt og nýja bleyju. Þau þurfa umhyggju, athygli, augnsamband og snertingu til að ná að þroskast tilfinningalega og félagslega. Eru þá snjallsímar verkfæri skrattans, skaðvaldar alls og ógn við samfélagið? Nei, það vil ég ekki meina. Enda þótt símar og öppin í þeim geti verið tímaþjófar þá geta þeir líka verið tímasparandi og létt okkur lífið á margan hátt. Við þurfum bara að vera meðvituð um að við stjórnum þessum tækjum en þau ekki okkur. Barnaheill standa í annað sinn fyrir símalausum sunnudegi núna á sunnudaginn 4. nóvember. Tilgangur með deginum er að vekja fólk til umhugsunar um símanotkun og áhrif hennar á tengslamyndun í fjölskyldum. Dagurinn getur líka verið ágætis byrjun á að breyta hegðun og taka frá tíma, hvort sem það er sunnudagur eða ekki, til að vera í raun til staðar fyrir sig og sína. Við hjá Barnaheillum fengum töluverð viðbrögð við þessu framtaki okkar í fyrra og markverðust þótti okkur viðbrögð barnanna. Þau tjáðu sig um að þau væru virkilega ánægð með daginn og sögðust vilja hafa hann oftar. Það segir okkur fullorðna fólkinu ýmislegt. Taktu þátt í símalausum sunnudegi og njóttu samveru með fjölskyldu og vinum. Skráningu má finna hér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Sjá meira
Það er ekkert launungarmál að mörg erum við orðin háð símunum okkar, bæði til vinnu og til afþreyingar. Ég er engin undantekning á því. Mér hættir til að heyra ekki þegar við mig er talað og sjá ekki það sem í kringum mig er. Og á hverjum bitnar það? Jú, nánustu fjölskyldumeðlimum og hundinum sem berst um athygli við þetta litla tæki sem ég stari á tímunum saman. En þegar nánasta fjölskylda samanstendur af börnum? Jafnvel kornabörnum? Gæti verið að símarnir séu farnir að hafa áhrif á tengslamyndum foreldra og barna? Um það hafa verið gerðar rannsóknir og svarið er já. Því miður. Og það er grafalvarlegt mál því eins og við öll vitum þá þurfa börn meira en mat, föt og nýja bleyju. Þau þurfa umhyggju, athygli, augnsamband og snertingu til að ná að þroskast tilfinningalega og félagslega. Eru þá snjallsímar verkfæri skrattans, skaðvaldar alls og ógn við samfélagið? Nei, það vil ég ekki meina. Enda þótt símar og öppin í þeim geti verið tímaþjófar þá geta þeir líka verið tímasparandi og létt okkur lífið á margan hátt. Við þurfum bara að vera meðvituð um að við stjórnum þessum tækjum en þau ekki okkur. Barnaheill standa í annað sinn fyrir símalausum sunnudegi núna á sunnudaginn 4. nóvember. Tilgangur með deginum er að vekja fólk til umhugsunar um símanotkun og áhrif hennar á tengslamyndun í fjölskyldum. Dagurinn getur líka verið ágætis byrjun á að breyta hegðun og taka frá tíma, hvort sem það er sunnudagur eða ekki, til að vera í raun til staðar fyrir sig og sína. Við hjá Barnaheillum fengum töluverð viðbrögð við þessu framtaki okkar í fyrra og markverðust þótti okkur viðbrögð barnanna. Þau tjáðu sig um að þau væru virkilega ánægð með daginn og sögðust vilja hafa hann oftar. Það segir okkur fullorðna fólkinu ýmislegt. Taktu þátt í símalausum sunnudegi og njóttu samveru með fjölskyldu og vinum. Skráningu má finna hér.
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun