Fyrsta skrefið tekið í dag til endurreisnar verkamannabústaða Heimir Már Pétursson skrifar 23. febrúar 2018 19:15 Forseti Alþýðusambandsins segir að endurreisn verkamannabústaðakerfisins hafi í raun hafist í dag þegar fyrsta skóflustungan var tekin af fyrstu íbúðunum af fimmtán hundruð sem byggingarfélag verkalýðshreyfingarinnar er með áætlanir um að byggja. Markmiðið er að tryggja verkafólki aðgengi að hagkvæmu, öruggu og vönduðu íbúðarhúsnæði í langtímaleigu. Fulltrúar verkalýðsfélaga innan Alþýðusambandsins og BSRB ásamt borgarstjóra tóku í dag fyrstu skóflustungurnar að 155 íbúðum sem reisa á við Móaveg í Grafvarvogi á vegum byggingarfélagsins Bjargs sem er í eigu verkalýðshreyfingarinnar. Það hefur verið baráttumál verkalýðshreyfingarinnar í mörg ár að byggja ódýrt leiguhúsnæði fyrir verkafólk. Og hér er verið að taka fyrstu skóflustunguna í raun og veru fyrir tæplega tólfhundruð íbúðum í Reykjavík og Hafnarfirði.155 íbúðir fyrsta skrefið Raunar segir Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ að stefnt sé að byggingu fimmtán hundruð íbúða. En skipulagsmál séu enn í ferli í Hafnarfirði og á Akureyri. Hann hefur harmað að verkamannabústaðirnir voru seldir á sínum tíma og það húsnæðisúrræði lagt af.Má segja að í dag sé verið að taka fyrstu skóflustunguna að nýjum verkamannabústöðum?„Já ég held að það sé óhætt að segja það. Þetta er búið að vera löng barátta verkalýðshreyfingarinnar frá því kerfið var lagt af upp úr aldamótum. Að komast í gang aftur. Eigum við ekki að segja að þetta sé verkó punktur tveir við að fara í gang aftur. Þessi áfangi hérna, 155 íbúðir, er fyrsta skrefið hjá okkur. Þær verða vonandi fleiri og verða fleiri á þessu ári,“ sagði Gylfi eftir að stungið hafði verið út fyrir fyrstu íbúðunum í dag. Reiknað er með að fyrstu íbúðirnar við Móaveg verði afhentar í júní á næsta ári og þær síðustu sumarið 2020. „Síðan gerum við ráð fyrir því að hefja framkvæmdir á öðrum stöðum í borginni síðar í vor og síðan víðar um land á þessu ári.“Hvað er nú þegar búið að ákveða að byggja margar íbúðir á næstu tveimur til þremur árum?„Við erum búin að fá úthlutað fyrir næstum sexhundruð íbúðir og við erum með samning við borgina og sveitarfélög fyrir næstum fimmtán hundruð íbúðir á næstu þrem til fjórum árum,“ segir Gylfi. Og áfram verði haldið við að hanna því þörfin fyrir langtíma leiguhúsnæði fyrir launafólk sé mikil.Vantar tuttugu þúsund íbúðir til að ná Norðurlöndum Markmiðið er að leiguverð fari ekki yfir fjórðung tekna fólks á lægstu laununum. Ríkið greiðir 18 prósent af stofnkostnaði þessarra íbúða og sveitarfélögin leggja til lóðir. Til að ná sama hlutfalli íbúða sem þessarra og er á hinum Norðurlöndunum segir Gylfi vanta tuttugu til tuttugu og fimm þúsund íbúðir í kerfið. „Það er svolítið dapurlegt að hugsa til þess að þegar verkamannabústaðakerfið var lagt af áttum við þar tólf til þrettán þúsund íbúðir. Ef það kerfi hefði haldið áfram væri þessi vandi ekki til staðar í dag. Þess vegna ætlum við að byrja hér og það verður þá okkar hlutverk að sýna fram á að það er hægt að leysa þetta. Það höfum við gert áður og það ætlum við að gera núna, segir Gylfi Arnbjörnsson. Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Forseti Alþýðusambandsins segir að endurreisn verkamannabústaðakerfisins hafi í raun hafist í dag þegar fyrsta skóflustungan var tekin af fyrstu íbúðunum af fimmtán hundruð sem byggingarfélag verkalýðshreyfingarinnar er með áætlanir um að byggja. Markmiðið er að tryggja verkafólki aðgengi að hagkvæmu, öruggu og vönduðu íbúðarhúsnæði í langtímaleigu. Fulltrúar verkalýðsfélaga innan Alþýðusambandsins og BSRB ásamt borgarstjóra tóku í dag fyrstu skóflustungurnar að 155 íbúðum sem reisa á við Móaveg í Grafvarvogi á vegum byggingarfélagsins Bjargs sem er í eigu verkalýðshreyfingarinnar. Það hefur verið baráttumál verkalýðshreyfingarinnar í mörg ár að byggja ódýrt leiguhúsnæði fyrir verkafólk. Og hér er verið að taka fyrstu skóflustunguna í raun og veru fyrir tæplega tólfhundruð íbúðum í Reykjavík og Hafnarfirði.155 íbúðir fyrsta skrefið Raunar segir Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ að stefnt sé að byggingu fimmtán hundruð íbúða. En skipulagsmál séu enn í ferli í Hafnarfirði og á Akureyri. Hann hefur harmað að verkamannabústaðirnir voru seldir á sínum tíma og það húsnæðisúrræði lagt af.Má segja að í dag sé verið að taka fyrstu skóflustunguna að nýjum verkamannabústöðum?„Já ég held að það sé óhætt að segja það. Þetta er búið að vera löng barátta verkalýðshreyfingarinnar frá því kerfið var lagt af upp úr aldamótum. Að komast í gang aftur. Eigum við ekki að segja að þetta sé verkó punktur tveir við að fara í gang aftur. Þessi áfangi hérna, 155 íbúðir, er fyrsta skrefið hjá okkur. Þær verða vonandi fleiri og verða fleiri á þessu ári,“ sagði Gylfi eftir að stungið hafði verið út fyrir fyrstu íbúðunum í dag. Reiknað er með að fyrstu íbúðirnar við Móaveg verði afhentar í júní á næsta ári og þær síðustu sumarið 2020. „Síðan gerum við ráð fyrir því að hefja framkvæmdir á öðrum stöðum í borginni síðar í vor og síðan víðar um land á þessu ári.“Hvað er nú þegar búið að ákveða að byggja margar íbúðir á næstu tveimur til þremur árum?„Við erum búin að fá úthlutað fyrir næstum sexhundruð íbúðir og við erum með samning við borgina og sveitarfélög fyrir næstum fimmtán hundruð íbúðir á næstu þrem til fjórum árum,“ segir Gylfi. Og áfram verði haldið við að hanna því þörfin fyrir langtíma leiguhúsnæði fyrir launafólk sé mikil.Vantar tuttugu þúsund íbúðir til að ná Norðurlöndum Markmiðið er að leiguverð fari ekki yfir fjórðung tekna fólks á lægstu laununum. Ríkið greiðir 18 prósent af stofnkostnaði þessarra íbúða og sveitarfélögin leggja til lóðir. Til að ná sama hlutfalli íbúða sem þessarra og er á hinum Norðurlöndunum segir Gylfi vanta tuttugu til tuttugu og fimm þúsund íbúðir í kerfið. „Það er svolítið dapurlegt að hugsa til þess að þegar verkamannabústaðakerfið var lagt af áttum við þar tólf til þrettán þúsund íbúðir. Ef það kerfi hefði haldið áfram væri þessi vandi ekki til staðar í dag. Þess vegna ætlum við að byrja hér og það verður þá okkar hlutverk að sýna fram á að það er hægt að leysa þetta. Það höfum við gert áður og það ætlum við að gera núna, segir Gylfi Arnbjörnsson.
Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira