Telur sig hafa verið gerðan hornreka í Hollywood eftir að hafa verið áreittur kynferðislega Birgir Olgeirsson skrifar 23. febrúar 2018 10:18 Brendan Fraser. Leikarinn Brendan Fraser segist hafa verið misnotaður kynferðislega af valdamiklum manni í Hollywood og að það hafi gert hann hornreka í bransanum.Fraser átti ágætis velgengni að fagna í Hollywood á tíunda áratug síðustu aldar og á fyrstu árum nýs árþúsunds.Hann segir frá því í viðtali við tímaritið GQ að árið 2003 hafi sigið á ógæfuhliðina eftir að hann sótti hádegisverðarboð samtaka erlendra blaðamanna í Hollywood. Þetta félag afhendir Golden Globe-verðlaunin á hverju ári en Fraser segir Philip Berk, fyrrverandi formann samtakanna, hafa áreitt hann kynferðislega í þessu hádegisverðarboði með því að grípa um afturenda Fraser eftir að hafa heilsað upp á hann. Fraser segist hafa orðið fyrir miklu áfalli, fundið til vanlíðunar og rokið heim og sagt eiginkonu sinni frá þessu atviki. Fraser segir eftirköst þessa atviks hafa verið afdrifarík fyrir sig, hann varð þunglyndur og kenndi sjálfum sér um það sem gerðist. Hann dró sig til hlés og vill meina að kvikmyndabransinn í Hollywood hafi snúið baki við honum. Hann hélt um tíma að hann hefði verið settur á svartan lista af félagi erlendra blaðamanna í Hollywood því honum var sjaldan boðið á Golden Globe-hátíðina eftir þetta atvik. Philip Berk hefur látið hafa eftir sér að hann hefði í raun verið að grínast þegar hann greip í afturenda Frasers. Hann hafnar þeim ásökunum að um áreitni hafi verið að ræða og neitar því alfarið að hann hafi komið því í kring að Fraser yrði settur út í kuldann í Hollywood. Fraser er hvað þekktastur fyrir leik í Mummy-myndunum Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Fleiri fréttir Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Sjá meira
Leikarinn Brendan Fraser segist hafa verið misnotaður kynferðislega af valdamiklum manni í Hollywood og að það hafi gert hann hornreka í bransanum.Fraser átti ágætis velgengni að fagna í Hollywood á tíunda áratug síðustu aldar og á fyrstu árum nýs árþúsunds.Hann segir frá því í viðtali við tímaritið GQ að árið 2003 hafi sigið á ógæfuhliðina eftir að hann sótti hádegisverðarboð samtaka erlendra blaðamanna í Hollywood. Þetta félag afhendir Golden Globe-verðlaunin á hverju ári en Fraser segir Philip Berk, fyrrverandi formann samtakanna, hafa áreitt hann kynferðislega í þessu hádegisverðarboði með því að grípa um afturenda Fraser eftir að hafa heilsað upp á hann. Fraser segist hafa orðið fyrir miklu áfalli, fundið til vanlíðunar og rokið heim og sagt eiginkonu sinni frá þessu atviki. Fraser segir eftirköst þessa atviks hafa verið afdrifarík fyrir sig, hann varð þunglyndur og kenndi sjálfum sér um það sem gerðist. Hann dró sig til hlés og vill meina að kvikmyndabransinn í Hollywood hafi snúið baki við honum. Hann hélt um tíma að hann hefði verið settur á svartan lista af félagi erlendra blaðamanna í Hollywood því honum var sjaldan boðið á Golden Globe-hátíðina eftir þetta atvik. Philip Berk hefur látið hafa eftir sér að hann hefði í raun verið að grínast þegar hann greip í afturenda Frasers. Hann hafnar þeim ásökunum að um áreitni hafi verið að ræða og neitar því alfarið að hann hafi komið því í kring að Fraser yrði settur út í kuldann í Hollywood. Fraser er hvað þekktastur fyrir leik í Mummy-myndunum
Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Fleiri fréttir Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Sjá meira