Göngumenn villtir í Reykjadal og bílar fastir á Mosfellsheiði Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 23. febrúar 2018 08:38 Björgunarsveitir þurftu að sækja fólk í bíla á Mosfellsheiði í nótt. Vísir Um klukkan þrjú í nótt voru björgunarsveitir í Reykjavík kallaðar út til að aðstoða bílstjóra sem höfðu fest bíla á Mosfellsheiði. Fjórir bílar voru fastir á heiðinni og lauk aðgerðum nú rétt fyrir klukkan sjö í morgun. „Það höfðu dráttarbílar ætlað að fara í það verkefni en urðu frá að hverfa vegna ófærðar,“ segir Davíð Már Bjarnason upplýsingafulltrúi Slysavarnarfélagsins Landsbjargar. Nokkrir hópar frá tveimur björgunarsveitum, Ársæli og Flugbjörgunarsveit Reykjavíkur, fluttu fólkið úr þremur bílum til byggða en það tókst að losa einn bílinn. „Hann beið eftir moksturstækinu frá Vegagerðinni og ætlaði að komast niður þannig.“ Verkefnið gekk vel, björgunarsveitarhóparnir voru á leiðinni upp eftir á fimmta tímanum í morgun og höfðu lokið aðgerðinni núna rétt fyrir sjö. 100 björgunarsveitarmenn tóku þátt í leit fyrir norðan að týndum einstaklingi og svo þurfti einnig að aðstoða göngumenn sem höfðu farið út af leið. „Í gærkvöldi fóru björgunarsveitir Hveragerði og Eyrarbakka upp í Reykjadal. Þar voru tveir göngumenn villtir í hríðarveðrinu sem gekk yfir þar upp úr kvöldmataleytinu í gær. Þeir voru villtir og gekk á með éljum.“ Davíð segir að þetta hafi gengið vel. Þegar létti aðeins til náðu göngumennirnir svo að finna stiku svo þeir gátu fylgt leiðinni aftur til baka á móti björgunarsveitarfólkinu sem var á leiðinni til þeirra. Líðan þeirra var góð þegar þeir fundust.Búist er við myndarlegri lægð eftir hádegi í dag.Vísir/GVAFærð á vegumSnjóþekja og éljagangur er á Reykjanesbraut. Snjóþekja, hálka eða hálkublettir eru á Suð-vestanverðu landinu. Þæfingsfærð er á Kjósarskarði en ófært á Lyngdalsheiði. Á Vesturlandi er snjóþekja, hálka eða hálkublettir. Þæfingsfærð og skafrenningur er á Bröttubrekku. Á Vestfjörðum er víða snjóþekja eða hálka. Þungfært og skafrenningur er Steingrímsfjarðarheiði en þæfingsfærð í Ísafirði. Það er hálka, hálkublettir eða snjóþekja á vegum á Norðurlandi vestra. Á Norðaustur- og Austurlandi er víðast hvar greiðfært en hálkublettir yfir Mývatns- og Möðrudalsöræfi, Fagradal, Vatnsskarð eystra og Fjarðarheiði. Einnig er greiðfært með suðausturströndinni að Höfn en þar fyrir vestan eru hálkublettir eða hálka. Vegagerðin vekur athygli á að í því veðurfari sem hefur gengið yfir að undanförnu hefur mikið borið á slitlagsskemmdum á vegum. Á þessum árstíma er aðeins hægt að bregðast við með ófullkomnum bráðabirgðaviðgerðum og því eru vegfarendur beðnir að sýna sérstaka aðgát við þessar aðstæður. Vegna mikillar úrkomu hefur verið töluvert grjóthrun í Hvalnesskriðum. Vatn flæðir yfir veg á þremur stöðum í sunnanverðum Fáskrúðsfirði. Vegfarendur eru beðnir að sýna aðgát og fara varlega á þessum svæðum. Samgöngur Veður Tengdar fréttir Lægðin orðin „mjög myndarleg“ eftir hádegi Gular viðvaranir taka gildi um allt land síðdegis í dag þegar suðaustanstormur gengur yfir landið. Það gengur í 18 til 25 m/s seinnipartinn með slyddu og síðar rigningu en búist er við talsverðru úrkoma sunnan- og vestanlands. 23. febrúar 2018 07:12 Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Sjá meira
Um klukkan þrjú í nótt voru björgunarsveitir í Reykjavík kallaðar út til að aðstoða bílstjóra sem höfðu fest bíla á Mosfellsheiði. Fjórir bílar voru fastir á heiðinni og lauk aðgerðum nú rétt fyrir klukkan sjö í morgun. „Það höfðu dráttarbílar ætlað að fara í það verkefni en urðu frá að hverfa vegna ófærðar,“ segir Davíð Már Bjarnason upplýsingafulltrúi Slysavarnarfélagsins Landsbjargar. Nokkrir hópar frá tveimur björgunarsveitum, Ársæli og Flugbjörgunarsveit Reykjavíkur, fluttu fólkið úr þremur bílum til byggða en það tókst að losa einn bílinn. „Hann beið eftir moksturstækinu frá Vegagerðinni og ætlaði að komast niður þannig.“ Verkefnið gekk vel, björgunarsveitarhóparnir voru á leiðinni upp eftir á fimmta tímanum í morgun og höfðu lokið aðgerðinni núna rétt fyrir sjö. 100 björgunarsveitarmenn tóku þátt í leit fyrir norðan að týndum einstaklingi og svo þurfti einnig að aðstoða göngumenn sem höfðu farið út af leið. „Í gærkvöldi fóru björgunarsveitir Hveragerði og Eyrarbakka upp í Reykjadal. Þar voru tveir göngumenn villtir í hríðarveðrinu sem gekk yfir þar upp úr kvöldmataleytinu í gær. Þeir voru villtir og gekk á með éljum.“ Davíð segir að þetta hafi gengið vel. Þegar létti aðeins til náðu göngumennirnir svo að finna stiku svo þeir gátu fylgt leiðinni aftur til baka á móti björgunarsveitarfólkinu sem var á leiðinni til þeirra. Líðan þeirra var góð þegar þeir fundust.Búist er við myndarlegri lægð eftir hádegi í dag.Vísir/GVAFærð á vegumSnjóþekja og éljagangur er á Reykjanesbraut. Snjóþekja, hálka eða hálkublettir eru á Suð-vestanverðu landinu. Þæfingsfærð er á Kjósarskarði en ófært á Lyngdalsheiði. Á Vesturlandi er snjóþekja, hálka eða hálkublettir. Þæfingsfærð og skafrenningur er á Bröttubrekku. Á Vestfjörðum er víða snjóþekja eða hálka. Þungfært og skafrenningur er Steingrímsfjarðarheiði en þæfingsfærð í Ísafirði. Það er hálka, hálkublettir eða snjóþekja á vegum á Norðurlandi vestra. Á Norðaustur- og Austurlandi er víðast hvar greiðfært en hálkublettir yfir Mývatns- og Möðrudalsöræfi, Fagradal, Vatnsskarð eystra og Fjarðarheiði. Einnig er greiðfært með suðausturströndinni að Höfn en þar fyrir vestan eru hálkublettir eða hálka. Vegagerðin vekur athygli á að í því veðurfari sem hefur gengið yfir að undanförnu hefur mikið borið á slitlagsskemmdum á vegum. Á þessum árstíma er aðeins hægt að bregðast við með ófullkomnum bráðabirgðaviðgerðum og því eru vegfarendur beðnir að sýna sérstaka aðgát við þessar aðstæður. Vegna mikillar úrkomu hefur verið töluvert grjóthrun í Hvalnesskriðum. Vatn flæðir yfir veg á þremur stöðum í sunnanverðum Fáskrúðsfirði. Vegfarendur eru beðnir að sýna aðgát og fara varlega á þessum svæðum.
Samgöngur Veður Tengdar fréttir Lægðin orðin „mjög myndarleg“ eftir hádegi Gular viðvaranir taka gildi um allt land síðdegis í dag þegar suðaustanstormur gengur yfir landið. Það gengur í 18 til 25 m/s seinnipartinn með slyddu og síðar rigningu en búist er við talsverðru úrkoma sunnan- og vestanlands. 23. febrúar 2018 07:12 Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Sjá meira
Lægðin orðin „mjög myndarleg“ eftir hádegi Gular viðvaranir taka gildi um allt land síðdegis í dag þegar suðaustanstormur gengur yfir landið. Það gengur í 18 til 25 m/s seinnipartinn með slyddu og síðar rigningu en búist er við talsverðru úrkoma sunnan- og vestanlands. 23. febrúar 2018 07:12