Fordómar gegn hinsegin fólki enn þá til staðar á Íslandi Guðný Hrönn skrifar 23. febrúar 2018 08:00 Sólrún Sesselja segir fræðslu vera lykilinn að því að uppræta fordóma. VÍSIR/EYÞÓR „Ég hef lent í því, t.d. niðri í bæ að degi til, í göngutúr með þáverandi kærustu, að fólk glápir, bendir og hlær. Svo heyrir maður útlendinga segja hluti sem innihalda augljóslega orðið „lesbíur“ á einhverju tungumáli öðru en ensku. Svo lentum við einu sinni í því að það var maður í bíl sem rúllaði niður rúðunni og „cat-callaði“ okkur,“ segir Sólrún Sesselja Haraldsdóttir þegar hún er beðin um að lýsa þeim fordómum sem hún hefur orðið fyrir vegna kynhneigðar sinnar. Sólrún tekur annað dæmi: „Oft þegar ég hef sagt að ég sé samkynhneigð fæ ég til baka að ég líti ekki út fyrir að vera það. Að ég líti frekar út fyrir að vera tvíkynhneigð eða gagnkynhneigð, af því að ég passa ekki inn í steríótýpuna yfir samkynhneigðar konur.“ „Fólk hefur líka alveg sagt við mig að það sé ónáttúrulegt að vera samkynhneigður, af því að karlar og konur eiga að búa til börn og þannig viðhalda mannkyninu og þannig séu aðrar kynhneigðir ónáttúrulegar.“ Sólrún segir alls konar fólk vera með fordóma gegn hinsegin fólki og oftar en ekki opinberar fólk fordóma sína í hugsunarleysi. „Þetta er kannski frekar eldra fólk heldur en yngra. Og frekar túristar heldur en Íslendingar. En í raun getur þetta verið hver sem er,“ útskýrir Sólrún. Hún bætir við að vegna fordóma hafi hún vanið sig á að meta umhverfið sem hún er í áður en hún opinberar það að hún sé samkynhneigð. „Mér finnst ég þurfa að meta umhverfið áður en ég ákveð hvort ég ætli að segja frá mínum hinseginleika. Alveg hiklaust.“ Sólrún kveðst reyna að taka ekki inn á sig þegar fólk opinberar fordóma sína gagnvart hinsegin fólki en það geti þó verið erfitt. „Ef þetta er fólk sem er ekki nákomið mér þá reyni ég að hunsa það, reyni að hlæja bara. Ég veit að þetta er fáfræði.“„En ef þetta er í fólk sem er náið manni, þá er það erfiðara. Þá þarf maður líka að hugsa hvaða fólki maður er að umkringja sig með. Maður vill ekki umgangast fólk sem er hreinlega á móti því hvernig maður er. Ég get ekkert breytt mínum hinseginleika. Ég valdi þetta ekki, ég er bara svona.“ Snýst um vellíðan fólks Sólrún leggur áherslu á að hinsegin fræðsla sé mikilvæg og sjálf tekur hún þátt í slíkri fræðslu með Samtökunum ’78, í grunn- og framhaldsskólum. „Sumum finnst sú fræðsla óþarfi vegna þess að það er minnihluti sem er hinsegin og þá taki það því ekki að fræða um þessa hluti. En það er mikilvægt að fræða alla,“ segi Sólrún og minnir á að það sé mikið í húfi. „Þetta snýst um hamingju og vellíðan hinsegin fólks.“ Það þarf líka að minna fólk á að vanda orðaval að sögn Sólrúnar. Hún segir orðræðuna í samfélaginu vera þannig að gert er ráð fyrir að allir séu gagnkynhneigðir. „Fólk þarf að passa hvernig það talar. Til dæmis ekki segja: „Ertu komin með kærasta?“ við stelpur. Spyrja frekar út í maka. Og ekki nota hinsegin orð sem níðyrði. Það þarf að búa til umhverfi þar sem hinsegin fólk er velkomið og það er hægt að gera með því að vanda orðaval. Hinsegin fólk lendir líka, frekar en gagnkynhneigt fólk, í því að ókunnugt fólk spyr út í kynlíf þess, jafnvel kynfæri. Það er mjög óviðeigandi og kemur engum við,“ bætir Sólrún við Hún tekur svo fram að hún horfi bjartsýn til framtíðar. „Ég held að þetta sé að skána og það er að mínu mati mest til komið vegna aukinnar fræðslu.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Fleiri fréttir Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Sjá meira
„Ég hef lent í því, t.d. niðri í bæ að degi til, í göngutúr með þáverandi kærustu, að fólk glápir, bendir og hlær. Svo heyrir maður útlendinga segja hluti sem innihalda augljóslega orðið „lesbíur“ á einhverju tungumáli öðru en ensku. Svo lentum við einu sinni í því að það var maður í bíl sem rúllaði niður rúðunni og „cat-callaði“ okkur,“ segir Sólrún Sesselja Haraldsdóttir þegar hún er beðin um að lýsa þeim fordómum sem hún hefur orðið fyrir vegna kynhneigðar sinnar. Sólrún tekur annað dæmi: „Oft þegar ég hef sagt að ég sé samkynhneigð fæ ég til baka að ég líti ekki út fyrir að vera það. Að ég líti frekar út fyrir að vera tvíkynhneigð eða gagnkynhneigð, af því að ég passa ekki inn í steríótýpuna yfir samkynhneigðar konur.“ „Fólk hefur líka alveg sagt við mig að það sé ónáttúrulegt að vera samkynhneigður, af því að karlar og konur eiga að búa til börn og þannig viðhalda mannkyninu og þannig séu aðrar kynhneigðir ónáttúrulegar.“ Sólrún segir alls konar fólk vera með fordóma gegn hinsegin fólki og oftar en ekki opinberar fólk fordóma sína í hugsunarleysi. „Þetta er kannski frekar eldra fólk heldur en yngra. Og frekar túristar heldur en Íslendingar. En í raun getur þetta verið hver sem er,“ útskýrir Sólrún. Hún bætir við að vegna fordóma hafi hún vanið sig á að meta umhverfið sem hún er í áður en hún opinberar það að hún sé samkynhneigð. „Mér finnst ég þurfa að meta umhverfið áður en ég ákveð hvort ég ætli að segja frá mínum hinseginleika. Alveg hiklaust.“ Sólrún kveðst reyna að taka ekki inn á sig þegar fólk opinberar fordóma sína gagnvart hinsegin fólki en það geti þó verið erfitt. „Ef þetta er fólk sem er ekki nákomið mér þá reyni ég að hunsa það, reyni að hlæja bara. Ég veit að þetta er fáfræði.“„En ef þetta er í fólk sem er náið manni, þá er það erfiðara. Þá þarf maður líka að hugsa hvaða fólki maður er að umkringja sig með. Maður vill ekki umgangast fólk sem er hreinlega á móti því hvernig maður er. Ég get ekkert breytt mínum hinseginleika. Ég valdi þetta ekki, ég er bara svona.“ Snýst um vellíðan fólks Sólrún leggur áherslu á að hinsegin fræðsla sé mikilvæg og sjálf tekur hún þátt í slíkri fræðslu með Samtökunum ’78, í grunn- og framhaldsskólum. „Sumum finnst sú fræðsla óþarfi vegna þess að það er minnihluti sem er hinsegin og þá taki það því ekki að fræða um þessa hluti. En það er mikilvægt að fræða alla,“ segi Sólrún og minnir á að það sé mikið í húfi. „Þetta snýst um hamingju og vellíðan hinsegin fólks.“ Það þarf líka að minna fólk á að vanda orðaval að sögn Sólrúnar. Hún segir orðræðuna í samfélaginu vera þannig að gert er ráð fyrir að allir séu gagnkynhneigðir. „Fólk þarf að passa hvernig það talar. Til dæmis ekki segja: „Ertu komin með kærasta?“ við stelpur. Spyrja frekar út í maka. Og ekki nota hinsegin orð sem níðyrði. Það þarf að búa til umhverfi þar sem hinsegin fólk er velkomið og það er hægt að gera með því að vanda orðaval. Hinsegin fólk lendir líka, frekar en gagnkynhneigt fólk, í því að ókunnugt fólk spyr út í kynlíf þess, jafnvel kynfæri. Það er mjög óviðeigandi og kemur engum við,“ bætir Sólrún við Hún tekur svo fram að hún horfi bjartsýn til framtíðar. „Ég held að þetta sé að skána og það er að mínu mati mest til komið vegna aukinnar fræðslu.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Fleiri fréttir Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Sjá meira