Innlent

Ósátt við tafir í veggjatítluhúsi

Daníel Freyr Birkisson skrifar
Eigendur Austurgötu 36 vilja lausn sinna mál.
Eigendur Austurgötu 36 vilja lausn sinna mál. Vísir/Vilhelm
„Við viljum bara lausn á okkar máli. Ég vil ekki vera að standa í pólitískum leik,“ segir Anna Gyða Pétursdóttir, eigandi húss í Hafnarfirði sem undirlagt er veggjatítlum.

Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær vill skipulagssvið Hafnarfjarðar að óháðir aðilar meti hvort hús Önnu og manns hennar á Austurgötu 36 er í raun svo skemmt að eina lausnin sé að rífa það og byggja nýtt eins og sérfræðingar þeirra segja.

Sjá einnig: Trúa ekki dauðadómi yfir veggjatítluhúsi í Firðinum

Anna sagðist í samtali við frettabladid.is í gær hafa fundað með embættismönnum bæjarins fyrir viku. „Við áttum tveggja tíma fund þar sem alltaf var talað um „uppbygginguna“. Það að bærinn vilji fá annað mat núna kemur því mjög á óvart.“




Tengdar fréttir

Trúa ekki dauðadómi yfir veggjatítluhúsi í Firðinum

Teikningar að húsi sem byggja átti í stað húss sem undirlagt er veggjatítlum í Hafnar­firði fást ekki samþykktar hjá bæjaryfirvöldum sem draga í efa mat sem eigendur létu gera á ástandi hússins.

Berjast fyrir draumnum í veggjatítlumartröð

Það var fimm manna fjölskyldu í Hafnarfirði áfall þegar ljóst varð að heimili hennar væri ónýtt eftir veggjatítlur og myglu. Þau vildu rífa húsið og byggja nýtt en þar hófst barátta þeirra fyrir alvöru.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×