„Við vorum mætt fyrir klukkan hálf átta“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. október 2018 22:30 Dóra Björt Guðjónsdóttir Vísir/Vilhelm Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í borgarstjórn og formaður stýrihóps um framtíð og eflingu íbúasamráðs Reykjavíkurborgar, segir það ekki rétt að fulltrúar hópsins hafi mætt of seint á boðaðan fund hópsins í Dalskóla í Úlfarsárdal í kvöld.„Við vorum mætt fyrir klukkan hálf átta,“ segir Dóra Björt í samtali við Vísi en fundurinn átti að hefjast þá. Boðað hafði verið til fundarins fyrir íbúa Grafarvogs, Grafarholts og Úlfarsárdals en þegar fundargesti bar að garði var skólinn harðlæstur.Varaformaður íbúasamtaka Grafarvogs sagði í samtali við Vísi í kvöldað Dóra Björt og aðrir nefndarmenn hafi mætt um klukkan átta, hálftíma eftir að fundurinn átti að hefjast.Þetta segir Dóra hins vegar að geti ekki staðist þar sem fundurinn hafi verið hafinn klukkan tíu mínútur í átta. Ástæðuna fyrir því að fundurinn hófst ekki á réttum tíma megi rekja til veikinda hjá starfsmanni skólans. „Það sem gerðist þarna í þessum skóla að við vorum búin að bóka þarna rými. Manneskjan sem átti að hleypa okkur inn var veik og skólastjórinn gleymdi að láta okkur vita,“ segir Dóra.Því hafi hún, ásamt öðrum fulltrúum hópsins sem mættir voru, gengið marga hringi í kringum skólann til þess að reyna að finna hvar þau gætu haldið fundinn. Það hafi tekist að lokum.„Fundurinn fór fram og við áttum þarna gott spjall við íbúa hverfisins,“ segir Dóra sem segir að ekki sé rétt að stór hópur þeirra sem hafi ætlað sér að mæta á fundinn hafi látið sig hverfa vegna þess hversu seint hann hófst. Fulltrúarnir hafi hins vegar ákveðið að halda annan fund fyrir íbúa hverfisins sem létu sig hverfa, svo þeir gætu tekið þátt í starfi hópsins. Í stýrihópnum sitja auk Dóru Bjartar, Þorkell Heiðarsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, Gunnlaugur Bragi Björnsson, varaborgarfulltrúi Viðreisnar, Örn Þórðarsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og Daníel Örn Arnarsson, varaborgarfulltrúi Sósíalistaflokksins. Borgarstjórn Tengdar fréttir Komu að læstum dyrum á íbúafundi: „Fólk var heitt í hamsi standandi úti í núll gráðum“ Íbúar í Grafarvogi, Grafarholti og Úlfarsársdal þurftu sumir hverjir frá að hverfa eftir að þeir komu að læstum dyrum í Dalskóla í Úlfarsárdal þar sem samráðsfundar um framtíð og eflingu íbúasamráðs Reykjavíkurborgar var haldinn. Fundurinn átti að hefjast klukkan 19.30 en fundargestir komu að lokuðum dyrum. 25. október 2018 21:45 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í borgarstjórn og formaður stýrihóps um framtíð og eflingu íbúasamráðs Reykjavíkurborgar, segir það ekki rétt að fulltrúar hópsins hafi mætt of seint á boðaðan fund hópsins í Dalskóla í Úlfarsárdal í kvöld.„Við vorum mætt fyrir klukkan hálf átta,“ segir Dóra Björt í samtali við Vísi en fundurinn átti að hefjast þá. Boðað hafði verið til fundarins fyrir íbúa Grafarvogs, Grafarholts og Úlfarsárdals en þegar fundargesti bar að garði var skólinn harðlæstur.Varaformaður íbúasamtaka Grafarvogs sagði í samtali við Vísi í kvöldað Dóra Björt og aðrir nefndarmenn hafi mætt um klukkan átta, hálftíma eftir að fundurinn átti að hefjast.Þetta segir Dóra hins vegar að geti ekki staðist þar sem fundurinn hafi verið hafinn klukkan tíu mínútur í átta. Ástæðuna fyrir því að fundurinn hófst ekki á réttum tíma megi rekja til veikinda hjá starfsmanni skólans. „Það sem gerðist þarna í þessum skóla að við vorum búin að bóka þarna rými. Manneskjan sem átti að hleypa okkur inn var veik og skólastjórinn gleymdi að láta okkur vita,“ segir Dóra.Því hafi hún, ásamt öðrum fulltrúum hópsins sem mættir voru, gengið marga hringi í kringum skólann til þess að reyna að finna hvar þau gætu haldið fundinn. Það hafi tekist að lokum.„Fundurinn fór fram og við áttum þarna gott spjall við íbúa hverfisins,“ segir Dóra sem segir að ekki sé rétt að stór hópur þeirra sem hafi ætlað sér að mæta á fundinn hafi látið sig hverfa vegna þess hversu seint hann hófst. Fulltrúarnir hafi hins vegar ákveðið að halda annan fund fyrir íbúa hverfisins sem létu sig hverfa, svo þeir gætu tekið þátt í starfi hópsins. Í stýrihópnum sitja auk Dóru Bjartar, Þorkell Heiðarsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, Gunnlaugur Bragi Björnsson, varaborgarfulltrúi Viðreisnar, Örn Þórðarsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og Daníel Örn Arnarsson, varaborgarfulltrúi Sósíalistaflokksins.
Borgarstjórn Tengdar fréttir Komu að læstum dyrum á íbúafundi: „Fólk var heitt í hamsi standandi úti í núll gráðum“ Íbúar í Grafarvogi, Grafarholti og Úlfarsársdal þurftu sumir hverjir frá að hverfa eftir að þeir komu að læstum dyrum í Dalskóla í Úlfarsárdal þar sem samráðsfundar um framtíð og eflingu íbúasamráðs Reykjavíkurborgar var haldinn. Fundurinn átti að hefjast klukkan 19.30 en fundargestir komu að lokuðum dyrum. 25. október 2018 21:45 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Komu að læstum dyrum á íbúafundi: „Fólk var heitt í hamsi standandi úti í núll gráðum“ Íbúar í Grafarvogi, Grafarholti og Úlfarsársdal þurftu sumir hverjir frá að hverfa eftir að þeir komu að læstum dyrum í Dalskóla í Úlfarsárdal þar sem samráðsfundar um framtíð og eflingu íbúasamráðs Reykjavíkurborgar var haldinn. Fundurinn átti að hefjast klukkan 19.30 en fundargestir komu að lokuðum dyrum. 25. október 2018 21:45