Þorsteinn segir Sigríði á hálum ís með fullyrðingum um launamun Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. október 2018 08:43 Þorsteinn Víglundsson á þingi. Vísir/Vilhelm Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar og fyrrverandi félags- og jafnréttismálaráðherra, segir Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra á hálum ís með fullyrðingum um að tölur Hagstofunnar um launamun kynjanna hafi verið rangtúlkaðar. Þó að það sé rétt hjá henni að horfa þurfi til ýmissa þátta sem skýri launamun kynjanna þurfi að hafa í huga að þeir þættir séu margir hverjir fjarri því að vera málefnalegir eða merki um jafnrétti á vinnumarkaði. Pistill Sigríðar um launamun kynjanna vakti töluverða athygli í gær. Hún gagnrýndi þar ályktun á vefsíðu Kvennafrídagsins, sem dregin var af tölum Hagstofum Íslands um launamun kynjanna. Á vefsíðunni segir að samkvæmt þessum nýjustu tölum Hagstofunnar séu meðalatvinnutekjur kvenna 74% af meðalatvinnutekjum karla. Sigríður benti á að tölfræði Hagstofunnar um atvinnutekjur manna taki ekki tillit til vinnu manna, vinnutíma, menntunar, reynslu, mannaforráða eða annarra þátta sem jafnan sé litið til í launakönnunum sem gerðar eru til að kanna kynbundin launamun. Leiðréttur launamunur kynjanna sé í raun 5%. Þá benti hún einnig á að í skýrslu velferðarráðuneytisins komi fram að ungar konur sem starfi fyrir hið opinbera séu með hærri tekjur en karlar á sama aldri. „Þær mæta væntanlega aðeins fyrr til vinnu í fyrramálið,“ skrifaði Sigríður.Sigríður Á. Andersen er dómsmálaráðherraFréttablaði/ErnirÞorsteinn segir Sigríði þar hætta sér út á hálan ís og tekur dæmi úr umræddri launakönnun Hagstofunnar, þar sem m.a. er tekið tillit til mannaforráða og ábyrgðar. „Það er nokkuð stór skýribreyta. Konur eru um 20% stjórnenda á vinnumarkaði. Ekki vegna þess að þær hafi lakari menntun eða skort á metnaði heldur vegna þess að þær búa við mun lakari framgang í starfi en karlar. Það heitir glerþak og ætti að vera fólki sem lætur jafnréttismálin sig varða ágætlega kunnugt. Sá launamunur sem af þessu stafar er því einmitt merki um skort á jafnrétti á vinnumarkaði en ekki öfugt.“ Þorsteinn bendir einnig á að það að vera í sambúð/gift og eiga börn hefur jákvæð áhrif á laun karla en lítil sem engin áhrif á laun kvenna. Þorsteinn segir að í launakönnin ætti ekki að leiðrétta fyrir slíkum þáttum, og geri Reykjavíkurborg það til að mynda ekki í sínum launarannsóknum. Að síðustu sé svo ekki tekið tillit til mats á verðmæti ýmissa starfa en „dæmigerðar kvennastéttir“ séu t.d. að jafnaði mun verr launaðar en fjölmennar karlastéttir með sambærilega lengd menntunar og ábyrgð. „Ég held að við ættum bara að halda okkur við að horfa á óleiðréttan launamun og loka því gati. Og það er alveg óþarfi fyrir konur að "mæta aðeins fyrr í fyrramálið". Þær eru löngu búnar að vinna fyrir þessum klukkustundum. Á hverjum degi raunar,“ skrifar Þorsteinn. Kjaramál Tengdar fréttir Krefur skipuleggjendur Kvennafrídagsins um afsökunarbeiðni vegna ræðu Áslaugar Thelmu Hildur segir umfjöllun fjölmiðla um mál Áslaugar Thelmu einhliða og lýsir yfir áhyggjum af trúverðugleika #MeToo-byltingarinnar, komi í ljós að Áslaug Thelma sé ekki að segja satt. 25. október 2018 06:50 Loka öllum útibúum vegna kvennafrís Allar konur eru hvattar til að leggja niður störf klukkan 14:55 á morgun. 23. október 2018 11:56 „Þær mæta væntanlega aðeins fyrr til vinnu í fyrramálið“ Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segir að sú ályktun sem dregin er af tölfræði Hagstofunnar um meðalatvinnutekjur kvenna og karla á vefsíðu Kvennafrídagsins sé röng. 24. október 2018 21:00 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar og fyrrverandi félags- og jafnréttismálaráðherra, segir Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra á hálum ís með fullyrðingum um að tölur Hagstofunnar um launamun kynjanna hafi verið rangtúlkaðar. Þó að það sé rétt hjá henni að horfa þurfi til ýmissa þátta sem skýri launamun kynjanna þurfi að hafa í huga að þeir þættir séu margir hverjir fjarri því að vera málefnalegir eða merki um jafnrétti á vinnumarkaði. Pistill Sigríðar um launamun kynjanna vakti töluverða athygli í gær. Hún gagnrýndi þar ályktun á vefsíðu Kvennafrídagsins, sem dregin var af tölum Hagstofum Íslands um launamun kynjanna. Á vefsíðunni segir að samkvæmt þessum nýjustu tölum Hagstofunnar séu meðalatvinnutekjur kvenna 74% af meðalatvinnutekjum karla. Sigríður benti á að tölfræði Hagstofunnar um atvinnutekjur manna taki ekki tillit til vinnu manna, vinnutíma, menntunar, reynslu, mannaforráða eða annarra þátta sem jafnan sé litið til í launakönnunum sem gerðar eru til að kanna kynbundin launamun. Leiðréttur launamunur kynjanna sé í raun 5%. Þá benti hún einnig á að í skýrslu velferðarráðuneytisins komi fram að ungar konur sem starfi fyrir hið opinbera séu með hærri tekjur en karlar á sama aldri. „Þær mæta væntanlega aðeins fyrr til vinnu í fyrramálið,“ skrifaði Sigríður.Sigríður Á. Andersen er dómsmálaráðherraFréttablaði/ErnirÞorsteinn segir Sigríði þar hætta sér út á hálan ís og tekur dæmi úr umræddri launakönnun Hagstofunnar, þar sem m.a. er tekið tillit til mannaforráða og ábyrgðar. „Það er nokkuð stór skýribreyta. Konur eru um 20% stjórnenda á vinnumarkaði. Ekki vegna þess að þær hafi lakari menntun eða skort á metnaði heldur vegna þess að þær búa við mun lakari framgang í starfi en karlar. Það heitir glerþak og ætti að vera fólki sem lætur jafnréttismálin sig varða ágætlega kunnugt. Sá launamunur sem af þessu stafar er því einmitt merki um skort á jafnrétti á vinnumarkaði en ekki öfugt.“ Þorsteinn bendir einnig á að það að vera í sambúð/gift og eiga börn hefur jákvæð áhrif á laun karla en lítil sem engin áhrif á laun kvenna. Þorsteinn segir að í launakönnin ætti ekki að leiðrétta fyrir slíkum þáttum, og geri Reykjavíkurborg það til að mynda ekki í sínum launarannsóknum. Að síðustu sé svo ekki tekið tillit til mats á verðmæti ýmissa starfa en „dæmigerðar kvennastéttir“ séu t.d. að jafnaði mun verr launaðar en fjölmennar karlastéttir með sambærilega lengd menntunar og ábyrgð. „Ég held að við ættum bara að halda okkur við að horfa á óleiðréttan launamun og loka því gati. Og það er alveg óþarfi fyrir konur að "mæta aðeins fyrr í fyrramálið". Þær eru löngu búnar að vinna fyrir þessum klukkustundum. Á hverjum degi raunar,“ skrifar Þorsteinn.
Kjaramál Tengdar fréttir Krefur skipuleggjendur Kvennafrídagsins um afsökunarbeiðni vegna ræðu Áslaugar Thelmu Hildur segir umfjöllun fjölmiðla um mál Áslaugar Thelmu einhliða og lýsir yfir áhyggjum af trúverðugleika #MeToo-byltingarinnar, komi í ljós að Áslaug Thelma sé ekki að segja satt. 25. október 2018 06:50 Loka öllum útibúum vegna kvennafrís Allar konur eru hvattar til að leggja niður störf klukkan 14:55 á morgun. 23. október 2018 11:56 „Þær mæta væntanlega aðeins fyrr til vinnu í fyrramálið“ Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segir að sú ályktun sem dregin er af tölfræði Hagstofunnar um meðalatvinnutekjur kvenna og karla á vefsíðu Kvennafrídagsins sé röng. 24. október 2018 21:00 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Krefur skipuleggjendur Kvennafrídagsins um afsökunarbeiðni vegna ræðu Áslaugar Thelmu Hildur segir umfjöllun fjölmiðla um mál Áslaugar Thelmu einhliða og lýsir yfir áhyggjum af trúverðugleika #MeToo-byltingarinnar, komi í ljós að Áslaug Thelma sé ekki að segja satt. 25. október 2018 06:50
Loka öllum útibúum vegna kvennafrís Allar konur eru hvattar til að leggja niður störf klukkan 14:55 á morgun. 23. október 2018 11:56
„Þær mæta væntanlega aðeins fyrr til vinnu í fyrramálið“ Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segir að sú ályktun sem dregin er af tölfræði Hagstofunnar um meðalatvinnutekjur kvenna og karla á vefsíðu Kvennafrídagsins sé röng. 24. október 2018 21:00