Tekjur.is gæti þurft að nafngreina þá sem sækja upplýsingar af vefsíðunni Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 25. október 2018 06:00 Tekjur.is var hleypt af stokkunum föstudaginn 12. október. Tekjur.is Skattgreiðendur gætu átt rétt á að fá upplýsingar um hver óskaði eftir og fékk persónuupplýsingar þeirra í hendur á vefsíðunni Tekjur.is. Þetta segir Jóhann Tómas Sigurðsson, lögmaður og annar eigandi Lagahvols. Á síðustu vikum hefur verið fjallað um vefsíðuna Tekjur.is sem birtir upplýsingar um tekjur allra skattgreiðenda. Eru upplýsingarnar byggðar á skattskrá 2017 sem gefin er út af Ríkisskattstjóra. Notendur kaupa aðgang að vefsíðunni og geta í kjölfarið flett upp tekjum skattgreiðenda. Lögbannskröfu á Tekjur.is var hafnað af sýslumanni í síðustu viku en Persónuvernd hóf í kjölfarið athugun á því hvort heimild væri fyrir vinnslu þessara upplýsinga. Hafði Viskubrunnur ehf., ábyrgðaraðili vefsins, frest til 23. október til að svara stofnuninni. „Það hefur verið fjallað um ágreining um heimild til að vinna upplýsingarnar en réttindi skattgreiðenda, það er hins skráða, hafa fengið minni athygli. Þú sem skattgreiðandi getur sent fyrirspurn til þess sem er að vinna upplýsingarnar og honum ber þá skylda til þess að veita tilteknar upplýsingar,“ segir Jóhann Tómas. Jóhann vísar í lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, sem tóku gildi í sumar en þannig voru ákvæði svokallaðrar GDPR-reglugerðar lögfest á Íslandi. Segir Jóhann að lögin veiti einstaklingum heimild til að óska eftir upplýsingum um hvaða notendur hafa flett upp tekjum viðkomandi frá því að vefsíðan fór í loftið. „Þá vaknar sú spurning hvaða upplýsingar ábyrgðaraðilanum ber að veita. Það veltur á því hvort réttur skattgreiðanda, það er hins skráða, sé sterkari en réttur áskrifanda til þess að vera ekki nafngreindur. Ég tel að sterk rök hnígi að því en komi upp ágreiningur er það hlutverk Persónuverndar að skera úr um það.“ Jóhann segir að til þess að hægt verði að skera úr um málið þurfi skattgreiðandi að senda beiðni á Tekjur.is þess efnis að gefið verði upp hvaða áskrifendur hafi sótt upplýsingar um viðkomandi. Verði svar vefsins á þá leið að ekki sé unnt að nafngreina áskrifendurna er hægt að óska eftir áliti Persónuverndar. „Það kann að vera niðurstaðan að nágranninn á efri hæðinni eða frændi þinn fái upplýsingar um það að þú hafir flett honum upp á vefnum. Hin sakleysislega uppfletting í skjóli nafnleyndar er því aldrei án ábyrgðar.“ Samkvæmt lögunum getur viðkomandi sent fyrirspurn reglulega, jafnvel í hverjum mánuði, og á rétt á að fá svör án endurgjalds, eða gegn hóflegu gjaldi. Þá ber vefsíðunni að bregðast við fyrirspurninni innan hæfilegs tíma, og í síðasta lagi mánuði eftir að fyrirspurnin barst. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fengu skattskrár allra Íslendinga frá ríkisskattstjóra Tekjur.is fengu eintak af skattskrá allra Íslendinga frá ríkisskattstjóra í sumar. Fengu þeir sem standa að baki síðunni skrárnar afhentar á pappír sem þeir færðu síðan yfir á rafrænt form. 17. október 2018 08:55 Persónuvernd krefur Tekjur.is um svör Persónuvernd athugar nú birtingu félagsins Viskubrunns ehf. á skattskrárupplýsingum ársins 2016 á vefsíðunni Tekjur.is. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Persónuvernd. 19. október 2018 19:15 Hafnaði kröfu um lögbann á vefinn Tekjur.is Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hafnaði í dag kröfu Ingvars Smára Birgissonar lögmanns um lögbann á vefinn Tekjur.is. 17. október 2018 18:06 Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Sjá meira
Skattgreiðendur gætu átt rétt á að fá upplýsingar um hver óskaði eftir og fékk persónuupplýsingar þeirra í hendur á vefsíðunni Tekjur.is. Þetta segir Jóhann Tómas Sigurðsson, lögmaður og annar eigandi Lagahvols. Á síðustu vikum hefur verið fjallað um vefsíðuna Tekjur.is sem birtir upplýsingar um tekjur allra skattgreiðenda. Eru upplýsingarnar byggðar á skattskrá 2017 sem gefin er út af Ríkisskattstjóra. Notendur kaupa aðgang að vefsíðunni og geta í kjölfarið flett upp tekjum skattgreiðenda. Lögbannskröfu á Tekjur.is var hafnað af sýslumanni í síðustu viku en Persónuvernd hóf í kjölfarið athugun á því hvort heimild væri fyrir vinnslu þessara upplýsinga. Hafði Viskubrunnur ehf., ábyrgðaraðili vefsins, frest til 23. október til að svara stofnuninni. „Það hefur verið fjallað um ágreining um heimild til að vinna upplýsingarnar en réttindi skattgreiðenda, það er hins skráða, hafa fengið minni athygli. Þú sem skattgreiðandi getur sent fyrirspurn til þess sem er að vinna upplýsingarnar og honum ber þá skylda til þess að veita tilteknar upplýsingar,“ segir Jóhann Tómas. Jóhann vísar í lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, sem tóku gildi í sumar en þannig voru ákvæði svokallaðrar GDPR-reglugerðar lögfest á Íslandi. Segir Jóhann að lögin veiti einstaklingum heimild til að óska eftir upplýsingum um hvaða notendur hafa flett upp tekjum viðkomandi frá því að vefsíðan fór í loftið. „Þá vaknar sú spurning hvaða upplýsingar ábyrgðaraðilanum ber að veita. Það veltur á því hvort réttur skattgreiðanda, það er hins skráða, sé sterkari en réttur áskrifanda til þess að vera ekki nafngreindur. Ég tel að sterk rök hnígi að því en komi upp ágreiningur er það hlutverk Persónuverndar að skera úr um það.“ Jóhann segir að til þess að hægt verði að skera úr um málið þurfi skattgreiðandi að senda beiðni á Tekjur.is þess efnis að gefið verði upp hvaða áskrifendur hafi sótt upplýsingar um viðkomandi. Verði svar vefsins á þá leið að ekki sé unnt að nafngreina áskrifendurna er hægt að óska eftir áliti Persónuverndar. „Það kann að vera niðurstaðan að nágranninn á efri hæðinni eða frændi þinn fái upplýsingar um það að þú hafir flett honum upp á vefnum. Hin sakleysislega uppfletting í skjóli nafnleyndar er því aldrei án ábyrgðar.“ Samkvæmt lögunum getur viðkomandi sent fyrirspurn reglulega, jafnvel í hverjum mánuði, og á rétt á að fá svör án endurgjalds, eða gegn hóflegu gjaldi. Þá ber vefsíðunni að bregðast við fyrirspurninni innan hæfilegs tíma, og í síðasta lagi mánuði eftir að fyrirspurnin barst.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fengu skattskrár allra Íslendinga frá ríkisskattstjóra Tekjur.is fengu eintak af skattskrá allra Íslendinga frá ríkisskattstjóra í sumar. Fengu þeir sem standa að baki síðunni skrárnar afhentar á pappír sem þeir færðu síðan yfir á rafrænt form. 17. október 2018 08:55 Persónuvernd krefur Tekjur.is um svör Persónuvernd athugar nú birtingu félagsins Viskubrunns ehf. á skattskrárupplýsingum ársins 2016 á vefsíðunni Tekjur.is. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Persónuvernd. 19. október 2018 19:15 Hafnaði kröfu um lögbann á vefinn Tekjur.is Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hafnaði í dag kröfu Ingvars Smára Birgissonar lögmanns um lögbann á vefinn Tekjur.is. 17. október 2018 18:06 Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Sjá meira
Fengu skattskrár allra Íslendinga frá ríkisskattstjóra Tekjur.is fengu eintak af skattskrá allra Íslendinga frá ríkisskattstjóra í sumar. Fengu þeir sem standa að baki síðunni skrárnar afhentar á pappír sem þeir færðu síðan yfir á rafrænt form. 17. október 2018 08:55
Persónuvernd krefur Tekjur.is um svör Persónuvernd athugar nú birtingu félagsins Viskubrunns ehf. á skattskrárupplýsingum ársins 2016 á vefsíðunni Tekjur.is. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Persónuvernd. 19. október 2018 19:15
Hafnaði kröfu um lögbann á vefinn Tekjur.is Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hafnaði í dag kröfu Ingvars Smára Birgissonar lögmanns um lögbann á vefinn Tekjur.is. 17. október 2018 18:06