Spyr sig hvort heilbrigðisráðherra vilji eitt ríkisrekið stéttarfélag Hersir Aron Ólafsson skrifar 10. apríl 2018 20:30 Stjórnarþingmaður segir hið opinbera refsa ljósmæðrum fyrir að bæta við sig námi. Ekkert gengur í yfirstandandi kjaradeilu við ríkið, en ljósmæðrafélagið segir heilbrigðisráðherra senda ljósmæðrum kaldar kveðjur með orðræðu sinni á Alþingi. Næsti fundur í kjaradeilu ljósmæðra við ríkið fer fram þann 16. apríl, en síðasta fundi lauk án árangurs. Ekkert hefur gengið í deilunni síðan, en í óundirbúnum fyrirspurnatíma í gær lét Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra eftirfarandi orð meðal annars falla: „Það er auðvitað ákvörðun sem ljósmæður taka í sínu kjaraumhverfi að vera í sérstöku stéttarfélagi sem er aðili að BHM á meðan Félag hjúkrunarfræðinga er sérstakt stéttarfélag,“ sagði Svandís.Velta fyrir sér hvort leggja eigi niður aldargamalt félag Þessi ummæli og fleiri hafa valdið úlfúð í röðum ljósmæðra, sem ásamt BHM sendu frá sér harðorða yfirlýsingu í dag. Þar segir m.a. að ráðherra hafi gefið í skyn að hagsmunum ljósmæðra yrði betur borgið ef hið 99 ára gamla ljósmæðrafélag Íslands yrði lagt niður. Málið kom aftur til umræðu á þinginu í dag, þar sem Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, skaut föstum skotum að Svandísi. „Nú veit ég ekki og stendur reyndar slétt sama um það hvort þessi orð séu vegna þess að hæstvirtur ráðherra hefur einhverja drauma um eitt ríkisrekið stéttarfélag eða hvort hún er hreinlega komin upp að vegg í málinu. Ég hvet hana til að fara aftur í sókn í þessu máli, vegna þess að ljósmæður, þær eiga það inni hjá okkur,“ sagði Hanna Katrín.Segir um kerfislegt kynjamisrétti að ræða Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, hvatti fjármálaráðherra til að ganga til samninga við ljósmæður og heilbrigðisráðherra til að stuðla að lausn mála. Hún sagði stöðu mála aðför að kvennastétt í heilbrigðiskerfinu og skýrt dæmi um kerfislegt kynjamisrétti. „Það virðist vera í alvöru þannig herra forseti að konum í kvennastétt er refsað af hinu opinbera fyrir að bæta við sig námi. Hversu langt er seilst í því að spara ríkinu krónur með því að láta kvennastétt taka á sig í enn eitt skipti skellinn og þær uppskeri ekki laun erfiðis síns,“ sagði Rósa Björk. Í frétt á vef stjórnarráðsins sem birt var í dag er vitnað í Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra sem segir m.a. að yfirlýsing ljósmæðra og BHM sé bæði „óskiljanleg og tilhæfulaus“. Þá kveðst Svandís bera hag heilbrigðisstétta fyrir brjósti, ljósmæðra sem annarra, enda viti hún að gott heilbrigðiskerfi verði ekki rekið nema þessar stéttir njóti sannmælis, virðingar og launa í samræmi við ábyrgð og mikilvægi starfa þeirra. Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Stjórnarþingmaður segir hið opinbera refsa ljósmæðrum fyrir að bæta við sig námi. Ekkert gengur í yfirstandandi kjaradeilu við ríkið, en ljósmæðrafélagið segir heilbrigðisráðherra senda ljósmæðrum kaldar kveðjur með orðræðu sinni á Alþingi. Næsti fundur í kjaradeilu ljósmæðra við ríkið fer fram þann 16. apríl, en síðasta fundi lauk án árangurs. Ekkert hefur gengið í deilunni síðan, en í óundirbúnum fyrirspurnatíma í gær lét Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra eftirfarandi orð meðal annars falla: „Það er auðvitað ákvörðun sem ljósmæður taka í sínu kjaraumhverfi að vera í sérstöku stéttarfélagi sem er aðili að BHM á meðan Félag hjúkrunarfræðinga er sérstakt stéttarfélag,“ sagði Svandís.Velta fyrir sér hvort leggja eigi niður aldargamalt félag Þessi ummæli og fleiri hafa valdið úlfúð í röðum ljósmæðra, sem ásamt BHM sendu frá sér harðorða yfirlýsingu í dag. Þar segir m.a. að ráðherra hafi gefið í skyn að hagsmunum ljósmæðra yrði betur borgið ef hið 99 ára gamla ljósmæðrafélag Íslands yrði lagt niður. Málið kom aftur til umræðu á þinginu í dag, þar sem Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, skaut föstum skotum að Svandísi. „Nú veit ég ekki og stendur reyndar slétt sama um það hvort þessi orð séu vegna þess að hæstvirtur ráðherra hefur einhverja drauma um eitt ríkisrekið stéttarfélag eða hvort hún er hreinlega komin upp að vegg í málinu. Ég hvet hana til að fara aftur í sókn í þessu máli, vegna þess að ljósmæður, þær eiga það inni hjá okkur,“ sagði Hanna Katrín.Segir um kerfislegt kynjamisrétti að ræða Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, hvatti fjármálaráðherra til að ganga til samninga við ljósmæður og heilbrigðisráðherra til að stuðla að lausn mála. Hún sagði stöðu mála aðför að kvennastétt í heilbrigðiskerfinu og skýrt dæmi um kerfislegt kynjamisrétti. „Það virðist vera í alvöru þannig herra forseti að konum í kvennastétt er refsað af hinu opinbera fyrir að bæta við sig námi. Hversu langt er seilst í því að spara ríkinu krónur með því að láta kvennastétt taka á sig í enn eitt skipti skellinn og þær uppskeri ekki laun erfiðis síns,“ sagði Rósa Björk. Í frétt á vef stjórnarráðsins sem birt var í dag er vitnað í Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra sem segir m.a. að yfirlýsing ljósmæðra og BHM sé bæði „óskiljanleg og tilhæfulaus“. Þá kveðst Svandís bera hag heilbrigðisstétta fyrir brjósti, ljósmæðra sem annarra, enda viti hún að gott heilbrigðiskerfi verði ekki rekið nema þessar stéttir njóti sannmælis, virðingar og launa í samræmi við ábyrgð og mikilvægi starfa þeirra.
Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira