Fordæmi fyrir aðgerðum gegn Sýrlandi vegna efnavopna Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 10. apríl 2018 18:30 Bandaríkin skutu fyrir um ári síðan 59 eldflaugum á herstöð í Sýrlandi eftir efnavopnaárás stjórnarhersins. Ef að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, myndi heimila hernaðaraðgerðir gegn Sýrlandi yrði það ekki í fyrsta sinn sem Bandaríkin beita sér hernaðarlega gegn Sýrlandi. Þann 7. apríl 2017 skaut bandaríski flotinn 59 Tomahawk loftskeytum á Shayrat herstöðina í Sýrlandi með þeim afleiðingum að tæplega 20 manns féllu. Árásin var svar við efnavopnaárás sýrlenska stjórnarhersins á bæinn Khan Shaykhun í Idlib héraði. Héraðið er vígi uppreisnarmanna og féllu tæplega 80 manns í árásinni. Nú rúmlega ári síðar stendur Bandaríkjaforseti frammi fyrir sambærilegri ákvörðun eftir meinta efnavopnaárás á Douma, bæ í úthverfi Damaskus, um helgina. Fjöldi fólks lést í árásinni, þar af mörg börn, og telja leiðtogar Vesturveldanna að stjórnarherinn standi að baki árásinni. Í gærkvöldi fundaði forsetinn með herráði sínu og hét því að innan 48 klukkustunda myndi hann svara efnavopnaárásinni. Hann lofaði því að slagkraftur myndi fylgja þeim aðgerðum. Rússar hafa varað við beinni íhlutun Bandaríkjamanna og bandamanna þeirra í Sýrlandi en Sergei Lavrov, utanríkisráðherra tilkynnti í dag að fulltrúar Alþjóðaefnavopnastofnunarinnar væru velkomnir til Douma til að rannsaka vettvang. Hann segir engin sönnunargögn til staðar sem benda til þess að efnavopnaárás hafi átt sér stað. Ennfremur munu Rússar bera upp ályktun á fundi Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna þar sem mælt verður með því að óháð rannsókn fari fram á svæðinu.Fulltrúar efnavopnastofnunarinnar hafa þegar þegið boðið og er fulltrúa að vænta til Sýrlands á næstunni að þeirra sögn. António Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, hefur lýst yfir stuðningi við að stofnunin rannsaki ummerki í Douma. Með tilboði Lavrovs vonast hann til að setja Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra í of snúna aðstöðu til að íhlutast hernaðarlega í Sýrlandi. Fjölmiðlar vestanhafs telja að Trump hafi þá þrjár leiðir færar til að bregðast við efnavopnaárásinni.Diplómatíska leiðin Mögulegt er að beita frekari refsiaðgerðum gegn Sýrlandi en ekki síður gegn hernaðarlegum bakhjörlum þeirra í Rússlandi og Íran. Fulltrúar Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands hafa þegar skoðað leiðir til að fá rannsóknaraðila til að kanna vettvang í Douma. Nú hafa Rússar einnig lagt til óháða rannsókn og verða því bornar upp tvær ályktanir þess efnis í öryggisráðinu í kvöld. Svo gæti farið báðar fylkingar í ráðinu muni beita neitunarvaldi gegn ályktun hvors annars.„Varúðarskotið“ Bandaríkjaher gæti gert árás á eitt táknrænt skotmark til að vara sýrlensk stjórnvöld við frekari árásum. Árás Bandaríkjamanna á Sýrland fyrir ári síðan er af þeim toga. Árásin í fyrra var gerð á flögvöll og líklegt þykir að skotmarkið yrði aftur flugvöllur ef að Trump ákveður að láta til skarar skríða enda er það sýrlenski flugherinn sem hefur framkvæmt efnavopnaárásir gegn uppreisnarmönnum.Víðtæk árás ásamt bandamönnumTrump hefur þegar ráðfært sig við Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, og Emmanuel Macron, Frakklandsforseta, um hvort ríkin geti ráðist í sameiginlegar hernaðaraðgerðir. Macron hefur ítrekað sagt að ef Sýrlendingar myndu framkvæmda efnavopnaárás aftur væru þeir komnir yfir rauðu línuna. Hann hefur lofað því að ef slíkt myndi gerast aftur muni Frakkland beita herafla sínum gegn Sýrlandi. Nú hefur það einmitt gerst og Macron stendur frammi fyrir þeirri ákvörðun hvort að aðgerðir fylgi loforðum. Ef leiðtogarnir þrír sammælast um árásir á Sýrland gætu þær beinst gegn nokkrum skotmörkum eða allt að því að gera tilraun til að gera allan sýrlenska flugherinn óstarfhæfan en hann telur rúmlega 360 orrustuþotur, þyrlur og flutningvélar. Ef þetta er niðurstaða leiðtoganna þriggja þurfa Rússar að gera upp við sig hvort þeir skerist í leikinn til að vernda bandamann sinn. Slíkt uppgjör gæti reynst afdrifaríkt. Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fleiri fréttir Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Sjá meira
Ef að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, myndi heimila hernaðaraðgerðir gegn Sýrlandi yrði það ekki í fyrsta sinn sem Bandaríkin beita sér hernaðarlega gegn Sýrlandi. Þann 7. apríl 2017 skaut bandaríski flotinn 59 Tomahawk loftskeytum á Shayrat herstöðina í Sýrlandi með þeim afleiðingum að tæplega 20 manns féllu. Árásin var svar við efnavopnaárás sýrlenska stjórnarhersins á bæinn Khan Shaykhun í Idlib héraði. Héraðið er vígi uppreisnarmanna og féllu tæplega 80 manns í árásinni. Nú rúmlega ári síðar stendur Bandaríkjaforseti frammi fyrir sambærilegri ákvörðun eftir meinta efnavopnaárás á Douma, bæ í úthverfi Damaskus, um helgina. Fjöldi fólks lést í árásinni, þar af mörg börn, og telja leiðtogar Vesturveldanna að stjórnarherinn standi að baki árásinni. Í gærkvöldi fundaði forsetinn með herráði sínu og hét því að innan 48 klukkustunda myndi hann svara efnavopnaárásinni. Hann lofaði því að slagkraftur myndi fylgja þeim aðgerðum. Rússar hafa varað við beinni íhlutun Bandaríkjamanna og bandamanna þeirra í Sýrlandi en Sergei Lavrov, utanríkisráðherra tilkynnti í dag að fulltrúar Alþjóðaefnavopnastofnunarinnar væru velkomnir til Douma til að rannsaka vettvang. Hann segir engin sönnunargögn til staðar sem benda til þess að efnavopnaárás hafi átt sér stað. Ennfremur munu Rússar bera upp ályktun á fundi Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna þar sem mælt verður með því að óháð rannsókn fari fram á svæðinu.Fulltrúar efnavopnastofnunarinnar hafa þegar þegið boðið og er fulltrúa að vænta til Sýrlands á næstunni að þeirra sögn. António Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, hefur lýst yfir stuðningi við að stofnunin rannsaki ummerki í Douma. Með tilboði Lavrovs vonast hann til að setja Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra í of snúna aðstöðu til að íhlutast hernaðarlega í Sýrlandi. Fjölmiðlar vestanhafs telja að Trump hafi þá þrjár leiðir færar til að bregðast við efnavopnaárásinni.Diplómatíska leiðin Mögulegt er að beita frekari refsiaðgerðum gegn Sýrlandi en ekki síður gegn hernaðarlegum bakhjörlum þeirra í Rússlandi og Íran. Fulltrúar Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands hafa þegar skoðað leiðir til að fá rannsóknaraðila til að kanna vettvang í Douma. Nú hafa Rússar einnig lagt til óháða rannsókn og verða því bornar upp tvær ályktanir þess efnis í öryggisráðinu í kvöld. Svo gæti farið báðar fylkingar í ráðinu muni beita neitunarvaldi gegn ályktun hvors annars.„Varúðarskotið“ Bandaríkjaher gæti gert árás á eitt táknrænt skotmark til að vara sýrlensk stjórnvöld við frekari árásum. Árás Bandaríkjamanna á Sýrland fyrir ári síðan er af þeim toga. Árásin í fyrra var gerð á flögvöll og líklegt þykir að skotmarkið yrði aftur flugvöllur ef að Trump ákveður að láta til skarar skríða enda er það sýrlenski flugherinn sem hefur framkvæmt efnavopnaárásir gegn uppreisnarmönnum.Víðtæk árás ásamt bandamönnumTrump hefur þegar ráðfært sig við Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, og Emmanuel Macron, Frakklandsforseta, um hvort ríkin geti ráðist í sameiginlegar hernaðaraðgerðir. Macron hefur ítrekað sagt að ef Sýrlendingar myndu framkvæmda efnavopnaárás aftur væru þeir komnir yfir rauðu línuna. Hann hefur lofað því að ef slíkt myndi gerast aftur muni Frakkland beita herafla sínum gegn Sýrlandi. Nú hefur það einmitt gerst og Macron stendur frammi fyrir þeirri ákvörðun hvort að aðgerðir fylgi loforðum. Ef leiðtogarnir þrír sammælast um árásir á Sýrland gætu þær beinst gegn nokkrum skotmörkum eða allt að því að gera tilraun til að gera allan sýrlenska flugherinn óstarfhæfan en hann telur rúmlega 360 orrustuþotur, þyrlur og flutningvélar. Ef þetta er niðurstaða leiðtoganna þriggja þurfa Rússar að gera upp við sig hvort þeir skerist í leikinn til að vernda bandamann sinn. Slíkt uppgjör gæti reynst afdrifaríkt.
Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fleiri fréttir Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Sjá meira