„Landið er orðið það dýrt að það er ekki hægt að hækka laun yfir línuna núna“ Sylvía Hall skrifar 9. september 2018 13:08 Gylfi Zoëga prófessor í hagfræði. Vísir/Þorbjörn Þórðarson Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, segir mikilvægt að orðspor ferðaþjónustunnar á Íslandi haldist gott. Fari svo að verð hækki um of gæti ferðamönnum farið fækkandi sem kæmi verulega niður á lífskjörum landsmanna. Þetta kom fram í viðtali við Gylfa í Sprengisandi í morgun.Góðærið byggist á ferðaþjónustunni Nú á dögunum skilaði Gylfi skýrslu til forsætisráðherra þar sem hann mat svigrúm til launahækkana hér á landi. Hann segir Íslendinga aldrei hafa staðið betur en nú og nefndi meðal annars kaupmátt launa í því samhengi en hann er 20% meiri nú en hann var árið 2007. „Maður heyrir samt ekki mikið af ánægjuröddum,“ sagði Gylfi góðlátlega. „Fólk eins og útlendingar sem komu hingað fyrir nokkrum árum og koma aftur núna sjá að það er búið að byggja mikið af húsum og það eru miklar framkvæmdir í gangi, bílaflotinn er betri og fleira fólk fer til útlanda á sumrin,“ sagði hann og sagði þetta benda til mikils góðæris í samfélaginu. Hann segir velsæld Íslendinga byggjast að mestu leyti á ferðaþjónustunni. Það þurfi því að passa upp á orðspor Íslands í alþjóðlegu samhengi til að þróunin snúist ekki við og ferðamenn hætti að koma hingað til lands. Það sé því áhyggjuefni hve hátt verðlagið sé hérlendis. „Þetta er eins og fiskistofnarnir, maður getur veitt of mikið og þá minnka þeir. Þetta er auðlind sem byggist upp á orðspori landsins, að fólk tali vel um reynslu sína hér og um leið og er farið að segja að þetta sé okurbúlla sem enginn eigi að koma í þá verður bakslag.“Þeir launalægstu njóta ekki góðærisins Gylfi segir lægstu tekjuhópana vera þá sem njóta góðærisins hvað minnst. Það sé vegna þess að skattleysismörk miðast við verðlagsvísitölu en hátekjuskattsmörkin miðast við launavísitölu. Það geri það að verkum að í uppsveiflu eykst skattbyrði þeirra launalægstu. Hann segir þó ekki vera svigrúm til launahækkana sem stendur, landið er orðið of dýrt og það myndi ógna mörgum sviðum atvinnulífsins. „Iðnaðarfyrirtækin verða fyrir höggi, ferðaþjónustufyrirtækin verða fyrir höggi, svo þessi grundvöllur lífskjaranna sem við erum með núna verður fyrir höggi,“ segir Gylfi. „Landið er orðið það dýrt að það er ekki hægt að hækka laun yfir línuna núna.“Þarf að byggja nýtt Breiðholt Þá segir Gylfi það vera nauðsynlegt að byggja meira húsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Það hafi verið lítið byggt eftir hrun en nú fari eftirspurnin vaxandi og það valdi verðhækkunum. Hann bendir á að síðustu ár hafi fleira fólk flutt hingað til lands til þess að starfa sem þarfnast húsnæðis og þá er mikill fjöldi íbúða notaður undir ferðamenn. „Það þarf að byggja meira, það þarf húsnæði, það þarf eitthvert nýtt Breiðholt að rísa.“Viðtalið við Gylfa má heyra í heild sinni hér að neðan. Kjaramál Tengdar fréttir „Það er of dýrt að búa á Íslandi“ Flokksforysta Viðreisnar sýndi á spilin í upphafi þingvetrar og greindi frá því sem flokkurinn hyggst setja á oddinn fyrir komandi þing. 8. september 2018 15:24 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, segir mikilvægt að orðspor ferðaþjónustunnar á Íslandi haldist gott. Fari svo að verð hækki um of gæti ferðamönnum farið fækkandi sem kæmi verulega niður á lífskjörum landsmanna. Þetta kom fram í viðtali við Gylfa í Sprengisandi í morgun.Góðærið byggist á ferðaþjónustunni Nú á dögunum skilaði Gylfi skýrslu til forsætisráðherra þar sem hann mat svigrúm til launahækkana hér á landi. Hann segir Íslendinga aldrei hafa staðið betur en nú og nefndi meðal annars kaupmátt launa í því samhengi en hann er 20% meiri nú en hann var árið 2007. „Maður heyrir samt ekki mikið af ánægjuröddum,“ sagði Gylfi góðlátlega. „Fólk eins og útlendingar sem komu hingað fyrir nokkrum árum og koma aftur núna sjá að það er búið að byggja mikið af húsum og það eru miklar framkvæmdir í gangi, bílaflotinn er betri og fleira fólk fer til útlanda á sumrin,“ sagði hann og sagði þetta benda til mikils góðæris í samfélaginu. Hann segir velsæld Íslendinga byggjast að mestu leyti á ferðaþjónustunni. Það þurfi því að passa upp á orðspor Íslands í alþjóðlegu samhengi til að þróunin snúist ekki við og ferðamenn hætti að koma hingað til lands. Það sé því áhyggjuefni hve hátt verðlagið sé hérlendis. „Þetta er eins og fiskistofnarnir, maður getur veitt of mikið og þá minnka þeir. Þetta er auðlind sem byggist upp á orðspori landsins, að fólk tali vel um reynslu sína hér og um leið og er farið að segja að þetta sé okurbúlla sem enginn eigi að koma í þá verður bakslag.“Þeir launalægstu njóta ekki góðærisins Gylfi segir lægstu tekjuhópana vera þá sem njóta góðærisins hvað minnst. Það sé vegna þess að skattleysismörk miðast við verðlagsvísitölu en hátekjuskattsmörkin miðast við launavísitölu. Það geri það að verkum að í uppsveiflu eykst skattbyrði þeirra launalægstu. Hann segir þó ekki vera svigrúm til launahækkana sem stendur, landið er orðið of dýrt og það myndi ógna mörgum sviðum atvinnulífsins. „Iðnaðarfyrirtækin verða fyrir höggi, ferðaþjónustufyrirtækin verða fyrir höggi, svo þessi grundvöllur lífskjaranna sem við erum með núna verður fyrir höggi,“ segir Gylfi. „Landið er orðið það dýrt að það er ekki hægt að hækka laun yfir línuna núna.“Þarf að byggja nýtt Breiðholt Þá segir Gylfi það vera nauðsynlegt að byggja meira húsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Það hafi verið lítið byggt eftir hrun en nú fari eftirspurnin vaxandi og það valdi verðhækkunum. Hann bendir á að síðustu ár hafi fleira fólk flutt hingað til lands til þess að starfa sem þarfnast húsnæðis og þá er mikill fjöldi íbúða notaður undir ferðamenn. „Það þarf að byggja meira, það þarf húsnæði, það þarf eitthvert nýtt Breiðholt að rísa.“Viðtalið við Gylfa má heyra í heild sinni hér að neðan.
Kjaramál Tengdar fréttir „Það er of dýrt að búa á Íslandi“ Flokksforysta Viðreisnar sýndi á spilin í upphafi þingvetrar og greindi frá því sem flokkurinn hyggst setja á oddinn fyrir komandi þing. 8. september 2018 15:24 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
„Það er of dýrt að búa á Íslandi“ Flokksforysta Viðreisnar sýndi á spilin í upphafi þingvetrar og greindi frá því sem flokkurinn hyggst setja á oddinn fyrir komandi þing. 8. september 2018 15:24