„Ríkið verður að leggja sitt lóð á vogarskálarnar“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 12. desember 2018 20:30 Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands. Vísir/Vilhelm Húsnæðisvandinn verður ekki leystur með byggingu dýrra íbúða að sögn Drífu Snædal, forseta ASÍ. Hún segir langsótt að halda því fram að offramboð verði af nýjum íbúðum sem byggð séu af óhagnaðardrifnum félögum. Hún fagnar stofnun opinbers leigufélags á landsbyggðinni en segir vaxtaákvörðun Seðlabankans vonbrigði. Fram kom í hagsjá Landsbankans í gær að stefnt gæti í offramboð á nýju íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu vegna þess hve dýrar íbúðirnar eru og því velt upp hvort bygging nýrra íbúða muni yfir höfuð koma til með að vinna á þeim vanda sem uppi er á húsnæðismarkaði. Drífa tekur undir að vissulega gæti stefnt í offramboð af nýjum íbúðum sem margar séu dýrari en fólk ræður við, enda séu þær margar byggðar í hagnaðarskini. „Við þurfum minni hagkvæmar íbúðir, við þurfum að ná stærðarhagkvæmni, við þurfum að ná því að það sé ekki verið að taka mikinn arð út úr íbúðabyggingum, það er að segja að þetta séu óhagnaðardrifin félög. Þannig náum við sem bestri skilvirkni, flestum íbúðum á sem hagkvæmustu kjörum,“ segir Drífa Snædal.Segir augljóst að ríkið þurfi að bæta í Bygging slíkra íbúða kostar engu að síður sitt en Drífa segir að ríkið verði að bæta í. „Það er augljóst og ég held að allir geri sér grein fyrir því að það verður að bæta í. Ríkið verður að leggja sitt lóð á vogarskálarnar til þess að leysa úr þessum brýna húsnæðisvanda sem hefur verið varað við í mörg ár og aðgerðarleysi stjórnvalda er núna að koma bara mjög illa niður á vinnandi fólki.“ Félagsmálaráðherra greindi í dag ákvörðun um að Íbúðarlánasjóður stofni opinbert leigufélag með áherslu á landsbyggðina. „Allar góðar lausnir í þessum málum eru skref í rétta átt,“ segir Drífa, innt eftir viðbrögðum við stofnun hins opinbera leigufélags sem fengið hefur nafnið Bríet. Þá kynnti Seðlabankinn vaxtaákvörðun í dag og haldast vextir bankans óbreyttir í 4,5 prósentum. „Við hefðum viljað sjá stýrivexti lækka að sjálfsögðu. Þeir eru alla vega ekki að hækka sem er gott. Ég veit ekki alveg hvaða skilaboð þetta eru frá Seðlabankanum en það er eitt af stærstu kjaramálum vinnandi fólks á Íslandi og íslenskrar alþýðu, það er að lækka vexti og maður hefði viljað sjá Seðlabankann leggjast á þær árar,“ segir Drífa. Kjaramál Tengdar fréttir Bein útsending: Seðlabankinn rökstyður óbreytta stýrivexti Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands mun rökstyðja ákvörðun sína um óbreytta stýrivexti í beinni útsendingu hér á Vísi klukkan tíu. 12. desember 2018 09:30 Stýrivextir óbreyttir Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 4,5 prósent. 12. desember 2018 09:01 Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira
Húsnæðisvandinn verður ekki leystur með byggingu dýrra íbúða að sögn Drífu Snædal, forseta ASÍ. Hún segir langsótt að halda því fram að offramboð verði af nýjum íbúðum sem byggð séu af óhagnaðardrifnum félögum. Hún fagnar stofnun opinbers leigufélags á landsbyggðinni en segir vaxtaákvörðun Seðlabankans vonbrigði. Fram kom í hagsjá Landsbankans í gær að stefnt gæti í offramboð á nýju íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu vegna þess hve dýrar íbúðirnar eru og því velt upp hvort bygging nýrra íbúða muni yfir höfuð koma til með að vinna á þeim vanda sem uppi er á húsnæðismarkaði. Drífa tekur undir að vissulega gæti stefnt í offramboð af nýjum íbúðum sem margar séu dýrari en fólk ræður við, enda séu þær margar byggðar í hagnaðarskini. „Við þurfum minni hagkvæmar íbúðir, við þurfum að ná stærðarhagkvæmni, við þurfum að ná því að það sé ekki verið að taka mikinn arð út úr íbúðabyggingum, það er að segja að þetta séu óhagnaðardrifin félög. Þannig náum við sem bestri skilvirkni, flestum íbúðum á sem hagkvæmustu kjörum,“ segir Drífa Snædal.Segir augljóst að ríkið þurfi að bæta í Bygging slíkra íbúða kostar engu að síður sitt en Drífa segir að ríkið verði að bæta í. „Það er augljóst og ég held að allir geri sér grein fyrir því að það verður að bæta í. Ríkið verður að leggja sitt lóð á vogarskálarnar til þess að leysa úr þessum brýna húsnæðisvanda sem hefur verið varað við í mörg ár og aðgerðarleysi stjórnvalda er núna að koma bara mjög illa niður á vinnandi fólki.“ Félagsmálaráðherra greindi í dag ákvörðun um að Íbúðarlánasjóður stofni opinbert leigufélag með áherslu á landsbyggðina. „Allar góðar lausnir í þessum málum eru skref í rétta átt,“ segir Drífa, innt eftir viðbrögðum við stofnun hins opinbera leigufélags sem fengið hefur nafnið Bríet. Þá kynnti Seðlabankinn vaxtaákvörðun í dag og haldast vextir bankans óbreyttir í 4,5 prósentum. „Við hefðum viljað sjá stýrivexti lækka að sjálfsögðu. Þeir eru alla vega ekki að hækka sem er gott. Ég veit ekki alveg hvaða skilaboð þetta eru frá Seðlabankanum en það er eitt af stærstu kjaramálum vinnandi fólks á Íslandi og íslenskrar alþýðu, það er að lækka vexti og maður hefði viljað sjá Seðlabankann leggjast á þær árar,“ segir Drífa.
Kjaramál Tengdar fréttir Bein útsending: Seðlabankinn rökstyður óbreytta stýrivexti Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands mun rökstyðja ákvörðun sína um óbreytta stýrivexti í beinni útsendingu hér á Vísi klukkan tíu. 12. desember 2018 09:30 Stýrivextir óbreyttir Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 4,5 prósent. 12. desember 2018 09:01 Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira
Bein útsending: Seðlabankinn rökstyður óbreytta stýrivexti Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands mun rökstyðja ákvörðun sína um óbreytta stýrivexti í beinni útsendingu hér á Vísi klukkan tíu. 12. desember 2018 09:30
Stýrivextir óbreyttir Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 4,5 prósent. 12. desember 2018 09:01