Vaxtakostnaður 700 milljónir Sveinn Arnarsson skrifar 12. desember 2018 06:45 Göngin opna 12. janúar næstkomandi. Fréttablaðið/Auðunn Vaxtakostnaður vegna Vaðlaheiðarganga verður um 700 milljónir á næstu árum ef marka má orð formanns stjórnar Vaðlaheiðarganga hf. um framvindu verkefnisins. Opna á göngin formlega þann 12. janúar næstkomandi en forsvarsmenn ganganna vonast eftir að geta hleypt umferð um göngin fyrir jól. Stjórn Vaðlaheiðarganga kynnti veggjaldafyrirkomulag ganganna á fundi í gær. Stakt gjald fyrir fólksbifreið mun verða 1.500 krónur en ódýrast verður að kaupa hundrað ferðir á 700 krónur ferðina. Gjald fyrir stórar bifreiðar, yfir 3.500 kíló, verður 6.000 krónur.Hilmar Gunnlaugsson, formaður stjórnar Vaðlaheiðarganga.Ekki verður mönnuð gjaldstöð í göngunum heldur verður ný tækni notuð þar sem hægt er að kaupa staka ferð í gegnum snjallforrit. Einnig er hægt að skrá sig í áskrift og kaupa ferðir fyrirfram á vefsíðu fyrirtækisins, veggjald.is. Hver einstaklingur getur skráð sig fyrir þremur bifreiðum. Raftákn og Efla hafa hannað kerfi sem gerir kaup á fargjöldum auðveldari fyrir einstaklinga. Hilmar Gunnlaugsson, formaður stjórnar Vaðlaheiðarganga, segir að endanlegur kostnaður við göngin muni liggja í kringum 17 milljarða króna og samkvæmt útreikningum fyrirtækisins ætti að vera hægt að greiða upp lánið á um 28 árum. Einnig sagði hann að vextir af langtímalánum verði ekki hærri en 4,2 prósent.Frá kynningarfundinum í gær.„Þegar verður komin reynsla á rekstur ganganna munum við fara í langtímafjármögnun og þá fyrst vitum við hvaða vextir bjóðast okkur. Væntingar okkar eru hins vegar að þeir verði ekki meiri en 4,2 prósent,“ segir Hilmar. „Við byggjum okkar áætlun á spá Vegagerðarinnar um umferð og svo gerum við ráð fyrir sömu aukningu og Vegagerðin árlega.“ Ef vextir af 17 milljörðum verða um fjögur prósent er líklegt að vaxtakostnaðurinn hlaupi á hundruðum milljóna króna. Mikill vatnselgur í göngunum, með bæði heitu og köldu vatni, gerði gangamönnum erfitt um vik. Vatnselgurinn kom ekki fram í tilraunaborunum á sínum tíma þrátt fyrir að bergið í Vaðlaheiðargöngum hafi verið meira rannsakað en í Hvalfjarðargöngunum á sínum tíma. Umferð um svæðið hefur aukist um 60 prósent frá því ákveðið var að hefja framkvæmdir við göngin. Sú aukning, sem er að miklu leyti vegna aukinna umsvifa í ferðaþjónustu, kemur sér afar vel fyrir framkvæmdaraðila en án hennar væri ljóst að tekjurnar myndu aldrei standa undir kostnaðinum. Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Tengdar fréttir Vaðlaheiðargöng opnuð 12. janúar og ferðin kostar 1500 krónur Formleg opnun Vaðlaheiðarganga verður 12. janúar næstkomandi. Vegggjöld verða innheimt rafrænt en ekki í gjaldskýli. 11. desember 2018 10:46 Óskhyggja ríki ekki við framkvæmdir Formaður Viðreisnar segir ljóst að breyta þurfi verklagsreglum þegar kemur að opinberum framkvæmdum og áætlanagerð. Allir flokkar þurfi að koma sér saman um það. 22. október 2018 09:15 Göngin borgi sig upp á 28 árum Vaðlaheiðargöng verða formlega opnuð þann 12. janúar næstkomandi, rúmlega tveimur árum á eftir áætlun. Vonir standa til að hægt verði að hleypa umferð í gegn fyrir áramót. 11. desember 2018 19:45 Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Sjá meira
Vaxtakostnaður vegna Vaðlaheiðarganga verður um 700 milljónir á næstu árum ef marka má orð formanns stjórnar Vaðlaheiðarganga hf. um framvindu verkefnisins. Opna á göngin formlega þann 12. janúar næstkomandi en forsvarsmenn ganganna vonast eftir að geta hleypt umferð um göngin fyrir jól. Stjórn Vaðlaheiðarganga kynnti veggjaldafyrirkomulag ganganna á fundi í gær. Stakt gjald fyrir fólksbifreið mun verða 1.500 krónur en ódýrast verður að kaupa hundrað ferðir á 700 krónur ferðina. Gjald fyrir stórar bifreiðar, yfir 3.500 kíló, verður 6.000 krónur.Hilmar Gunnlaugsson, formaður stjórnar Vaðlaheiðarganga.Ekki verður mönnuð gjaldstöð í göngunum heldur verður ný tækni notuð þar sem hægt er að kaupa staka ferð í gegnum snjallforrit. Einnig er hægt að skrá sig í áskrift og kaupa ferðir fyrirfram á vefsíðu fyrirtækisins, veggjald.is. Hver einstaklingur getur skráð sig fyrir þremur bifreiðum. Raftákn og Efla hafa hannað kerfi sem gerir kaup á fargjöldum auðveldari fyrir einstaklinga. Hilmar Gunnlaugsson, formaður stjórnar Vaðlaheiðarganga, segir að endanlegur kostnaður við göngin muni liggja í kringum 17 milljarða króna og samkvæmt útreikningum fyrirtækisins ætti að vera hægt að greiða upp lánið á um 28 árum. Einnig sagði hann að vextir af langtímalánum verði ekki hærri en 4,2 prósent.Frá kynningarfundinum í gær.„Þegar verður komin reynsla á rekstur ganganna munum við fara í langtímafjármögnun og þá fyrst vitum við hvaða vextir bjóðast okkur. Væntingar okkar eru hins vegar að þeir verði ekki meiri en 4,2 prósent,“ segir Hilmar. „Við byggjum okkar áætlun á spá Vegagerðarinnar um umferð og svo gerum við ráð fyrir sömu aukningu og Vegagerðin árlega.“ Ef vextir af 17 milljörðum verða um fjögur prósent er líklegt að vaxtakostnaðurinn hlaupi á hundruðum milljóna króna. Mikill vatnselgur í göngunum, með bæði heitu og köldu vatni, gerði gangamönnum erfitt um vik. Vatnselgurinn kom ekki fram í tilraunaborunum á sínum tíma þrátt fyrir að bergið í Vaðlaheiðargöngum hafi verið meira rannsakað en í Hvalfjarðargöngunum á sínum tíma. Umferð um svæðið hefur aukist um 60 prósent frá því ákveðið var að hefja framkvæmdir við göngin. Sú aukning, sem er að miklu leyti vegna aukinna umsvifa í ferðaþjónustu, kemur sér afar vel fyrir framkvæmdaraðila en án hennar væri ljóst að tekjurnar myndu aldrei standa undir kostnaðinum.
Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Tengdar fréttir Vaðlaheiðargöng opnuð 12. janúar og ferðin kostar 1500 krónur Formleg opnun Vaðlaheiðarganga verður 12. janúar næstkomandi. Vegggjöld verða innheimt rafrænt en ekki í gjaldskýli. 11. desember 2018 10:46 Óskhyggja ríki ekki við framkvæmdir Formaður Viðreisnar segir ljóst að breyta þurfi verklagsreglum þegar kemur að opinberum framkvæmdum og áætlanagerð. Allir flokkar þurfi að koma sér saman um það. 22. október 2018 09:15 Göngin borgi sig upp á 28 árum Vaðlaheiðargöng verða formlega opnuð þann 12. janúar næstkomandi, rúmlega tveimur árum á eftir áætlun. Vonir standa til að hægt verði að hleypa umferð í gegn fyrir áramót. 11. desember 2018 19:45 Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Sjá meira
Vaðlaheiðargöng opnuð 12. janúar og ferðin kostar 1500 krónur Formleg opnun Vaðlaheiðarganga verður 12. janúar næstkomandi. Vegggjöld verða innheimt rafrænt en ekki í gjaldskýli. 11. desember 2018 10:46
Óskhyggja ríki ekki við framkvæmdir Formaður Viðreisnar segir ljóst að breyta þurfi verklagsreglum þegar kemur að opinberum framkvæmdum og áætlanagerð. Allir flokkar þurfi að koma sér saman um það. 22. október 2018 09:15
Göngin borgi sig upp á 28 árum Vaðlaheiðargöng verða formlega opnuð þann 12. janúar næstkomandi, rúmlega tveimur árum á eftir áætlun. Vonir standa til að hægt verði að hleypa umferð í gegn fyrir áramót. 11. desember 2018 19:45