Chelsea með mikla yfirburði en aðeins eitt mark Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 20. september 2018 18:45 Willian fagnar marki sínu vísir/getty Chelsea vann nokkuð öruggan eins marks sigur á PAOK í fyrsta leik liðanna í L-riðli Evrópudeildarinnar. Yfirburðir Chelsea í leiknum voru algjörir. Þrátt fyrir að gestirnir frá Lundúnum hafi aðeins náð að skora eitt mark þá stjórnuðu þeir leiknum frá upphafi til enda og Grikkirnir voru aldrei líklegir til afreka í leiknum. Eina mark leiksins kom strax á sjöundu mínútu. Ross Barkley lék á varnarmann og sendi svo boltann á Willian sem fékk nægt pláss til þess að athafna sig og klára færið fyrir Chelsea. Chelsea-menn sóttu og sóttu nær allan leikinn, þeir áttu yfir tuttugu skot í átt að marki, en náðu ekki að koma öðru marki í leikinn. Þegar leið á dróg aðeins af sóknarkrafti Chelsea og heimamenn áttu tvö ágætis færi en náðu þó ekki að koma marki í leikinn. Niðurstaðan 0-1 sigur Chelsea í Grikklandi. Á Spáni tryggði Kyle Lafferty Rangers stig gegn Villarreal í G-riðli. Carlos Bacca hafði komið heimamönnum í Villareal yfir strax á fyrstu mínútu og staðan var 1-0 í hálfleik. Scott Arfield jafnaði metin um miðjan seinni hálfeik en Gerard Moreno kom Villarreal aftur yfir aðeins tveimur mínútum seinna. Lafferty tryggði Rangers hins vegar jafnteflið með glæsilegu markið á 76. mínútu. Steven Gerrard og lærisveinar hans náðu því í sterkt stig á útivelli í fyrsta leik riðlakeppninnar. Jón Guðni Fjóluson sat allan tímann á bekknum í sigri Krasnodar á Akhisarspor. Arnór Ingvi Traustason kom inn á af varamannabekknum í tapi Malmö gegn Genk en náði ekki að laga stöðuna fyrir sænska liðið.Öll úrslit fyrri leikja dagsins í Evrópudeildinni: Rapid Wien – Spartak Moskva 2-0 Villarreal – Rangers 2-2 Lazio – Apollon 2-1 Marseille – Frankfurt 1-2 Genk – Malmö 2-0 Besiktas – Sarpsborg 3-1 Akhisar – Krasnodar 0-1 Sevilla – Standard Liege 5-1 Dynamo Kyiv – Astana 2-2 Rennes – Jabolenc 2-1 Vidi – BATE 0-2 PAOK – Chelsea 0-1 Evrópudeild UEFA
Chelsea vann nokkuð öruggan eins marks sigur á PAOK í fyrsta leik liðanna í L-riðli Evrópudeildarinnar. Yfirburðir Chelsea í leiknum voru algjörir. Þrátt fyrir að gestirnir frá Lundúnum hafi aðeins náð að skora eitt mark þá stjórnuðu þeir leiknum frá upphafi til enda og Grikkirnir voru aldrei líklegir til afreka í leiknum. Eina mark leiksins kom strax á sjöundu mínútu. Ross Barkley lék á varnarmann og sendi svo boltann á Willian sem fékk nægt pláss til þess að athafna sig og klára færið fyrir Chelsea. Chelsea-menn sóttu og sóttu nær allan leikinn, þeir áttu yfir tuttugu skot í átt að marki, en náðu ekki að koma öðru marki í leikinn. Þegar leið á dróg aðeins af sóknarkrafti Chelsea og heimamenn áttu tvö ágætis færi en náðu þó ekki að koma marki í leikinn. Niðurstaðan 0-1 sigur Chelsea í Grikklandi. Á Spáni tryggði Kyle Lafferty Rangers stig gegn Villarreal í G-riðli. Carlos Bacca hafði komið heimamönnum í Villareal yfir strax á fyrstu mínútu og staðan var 1-0 í hálfleik. Scott Arfield jafnaði metin um miðjan seinni hálfeik en Gerard Moreno kom Villarreal aftur yfir aðeins tveimur mínútum seinna. Lafferty tryggði Rangers hins vegar jafnteflið með glæsilegu markið á 76. mínútu. Steven Gerrard og lærisveinar hans náðu því í sterkt stig á útivelli í fyrsta leik riðlakeppninnar. Jón Guðni Fjóluson sat allan tímann á bekknum í sigri Krasnodar á Akhisarspor. Arnór Ingvi Traustason kom inn á af varamannabekknum í tapi Malmö gegn Genk en náði ekki að laga stöðuna fyrir sænska liðið.Öll úrslit fyrri leikja dagsins í Evrópudeildinni: Rapid Wien – Spartak Moskva 2-0 Villarreal – Rangers 2-2 Lazio – Apollon 2-1 Marseille – Frankfurt 1-2 Genk – Malmö 2-0 Besiktas – Sarpsborg 3-1 Akhisar – Krasnodar 0-1 Sevilla – Standard Liege 5-1 Dynamo Kyiv – Astana 2-2 Rennes – Jabolenc 2-1 Vidi – BATE 0-2 PAOK – Chelsea 0-1
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti