Bíó og sjónvarp

Nýr leikstjóri tekur við næstu Bond myndinni

Samúel Karl Ólason skrifar
Cary Joji Fukunaga.
Cary Joji Fukunaga. Vísir/EPA
Leikstjórinn Cary Joji Fukunaga hefur tekið við næstu Bond myndinni eftir að Danny Boyle hætti í síðasta mánuði. Fukunaga er hvað þekktastur fyrir að leikstýra fyrstu þáttaröðinni af þáttunum True Detective, Maniac og Beasts of No Nation.

Þegar Boyle hætti sagði hann það vera vegna listræns ágreinings við framleiðendur myndarinnar. Fukunaga verður fyrsti bandaríski leikstjórinn til að gera mynd um ofurnjósnarann breska, James Bond, frá því fyrsta myndin var frumsýnd árið 1963.

Daniel Craig mun mæta aftur til leiks sem James Bond en hann hefur gefið út að þetta verði í síðasta sinn. Þessi mynd verður sú 25 um Bond og stóð til að frumsýna hana í október á næsta ári. Þessar nýjustu vendingar munu þó án efa leiða til einhverja tafa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.