Tíu ár frá hruni Þorvaldur Gylfason skrifar 20. september 2018 07:00 New York – Á laugardaginn var, 15. september, var þess minnzt um allan heim að tíu ár voru liðin frá falli Lehman Brothers bankans í New York, mesta gjaldþroti í sögu Bandaríkjanna. Þessi sögufrægi banki sem innflytjendur frá Bæjaralandi höfðu stofnað 1850 hafði grafið sér svo djúpa gröf að yfirvöldin treystu sér ekki til að toga bankann upp á bakkann. Öðrum bönkum og fyrirtækjum var bjargað með ærnum tilkostnaði. Átta til níu milljónir bandarískra fjölskyldna misstu heimili sín. Margir misstu aleiguna og einnig vinnuna þar eð atvinnuleysi jókst úr tæpum 5% af mannafla 2007 upp í tæp 10% 2010. Það var ekki fyrr en 2016 að kaupmáttur meðaltekna bandarískra heimila varð aftur eins og hann hafði verið 2007 – og einnig 1999: sem sagt, 17 ár í súginn samanlagt.Styttri ævir Þetta er samt ekki allt. Meðalævi Bandaríkjamanna hefur stytzt. Nýfæddur Kani gat vænzt þess að verða 79 ára 2014, 78,6 ára 2015 og 78,5 ára 2016. Ef ævilíkurnar verða enn lægri 2017 eins og við er að búast m.a. vegna þess að 72.000 Bandaríkjamenn létust þá vegna of stórra lyfjaskammta, þá verður það í fyrsta sinn síðan í fyrri heimsstyrjöld að meðalævi Bandaríkjamanna styttist þrjú ár í röð, 2014-2017. Aukin tíðni lifrarsjúkdóma af völdum drykkjuskapar og fjölgun sjálfsvíga leggjast á sömu sveif. Rót vandans virðist mega rekja til misskiptingar tekna, auðs og menntunar. Fjöldi dauðsfalla í örvæntingu (vegna of stórra skammta, lifrarskemmda og sjálfsvíga) stendur í öfugu hlutfalli við menntun og í beinu sambandi við kjörfylgi Trumps Bandaríkjaforseta 2016 sýslu fyrir sýslu. Þetta er vert að hugleiða frekar en að hælast um af verðbréfavísitölum vestra sem sigla nú með himinskautum.Frá Ameríku til Íslands Hinn 6. október nk. verður þess minnzt að tíu ár verða þá liðin frá hruni bankanna hér heima. Prófessorarnir Gylfi Zoëga í Háskóla Íslands og Robert Aliber í Háskólanum í Chicago gengust fyrir ráðstefnu um bankahrunið og eftirdrunur þess í Háskóla Íslands fyrir skömmu með sérfræðingum víðs vegar að og búast til að birta fyrirlestra þeirra á bók. Þar verður ýmsan fróðleik að finna. Fróðlegt er að bera upprisu Íslands úr rústum hrunsins við upprisu Bandaríkjanna. Níu þúsund íslenzkar fjölskyldur misstu heimili sín eftir hrun. Það er svipuð tala og í Bandaríkjunum miðað við mannfjölda. Húsnæðismissirinn hefði orðið mun meiri hefðu stjórnvöld ekki greitt fyrir sértækri skuldaaðlögun (110% leiðin). Kaupmáttur ráðstöfunartekna íslenzkra heimila var lægri 2016 en 2007 og 2008 (Hagstofan á eftir að birta tölur fyrir 2017). Kaupmáttur launa var ívið fljótari að jafna sig og mældist fimmtungi meiri 2017 en 2007. Það tók heimilin því að jafnaði upp undir áratug að rétta úr kútnum eftir hrun líkt og í Bandaríkjunum og í fjármálakreppum víðs vegar um heiminn langt aftur í tímann. Atvinnuleysi á Íslandi jókst úr 2% af mannafla 2007 í tæp 8% 2010 líkt og í Bandaríkjunum. Svo er eitt enn. Frá aldmótum til 2012 lengdist meðalævi Íslendinga jafnt og þétt um tæpa 3 mánuði á ári. Nokkru eftir hrun hætti meðalævi Íslendinga að lengjast skv. upplýsingum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Nýfæddur Íslendingur gat vænzt þess að verða 82,4 ára 2012 og einnig 2016. Ekki er vitað hversu miklu dauðsföll í örvæntingu valda um þessa fordæmalausu stöðnun. Vitað er þó að slíkum dauðsföllum hefur fjölgað hratt síðustu ár. Þau voru 30 í fyrra skv. upplýsingum landlæknisembættisins eða rösklega helmingi færri en í Bandaríkjunum miðað við mannfjölda. Efnahags- og heilbrigðisafleiðingum hrunsins svipar því saman að ýmsu leyti í löndunum tveim.Tvíþætt uppgjör hrunsins Bandaríkjamenn finna margir sárlega til þess að uppgjöri þeirra við fjármálahremmingarnar sem hófust þar 2007 hefur verið áfátt. New York Times birti um síðustu helgi aukablað með tíu tölusettum breiðsíðum um málið. Lokasíðan, jafnstór og heil opna í Fréttablaðinu, bar yfirskriftina „Forstjórarnir á Wall Street sem fengu fangelsisdóma“. Síðan er auð. Enginn bankastjóri var ákærður fyrir meint lögbrot. Bankastjórarnir virtust hafnir yfir lög þótt einn og einn lágt settur bankamaður fengi dóm. Forsetar Bandaríkjanna eru þó ekki hafnir yfir lög eins og dæmi Nixons forseta 1969-1974 sýnir og dæmi Trumps forseta á e.t.v. eftir að staðfesta ef yfirstandandi rannsókn á meintum lögbrotum hans leiðir til ákæru og sakfellingar. Bandaríkin hafa því rétt úr kútnum í efnahagslegu tilliti þótt mikið vanti upp á fullan bata eins og staðnaðar tekjur og styttri ævir sýna. Svipaða sögu er að segja um Ísland. Efnahagslífið hefur rétt úr kútnum með því að kaupmáttur heimilanna hefur náð sér á strik, en ævir Íslendinga eru hættar að lengjast. Mörg sár hrunsins eru ógróin enn. Stjórnmálalegt uppgjör hrunsins hefur ekki enn farið fram. Hæstiréttur hefur að vísu dæmt 39 manns til næstum 100 ára fangelsisvistar samanlagt vegna lögbrota í tengslum við hrunið, en mestmegnis voru það millistjórnendur sem fengu dóma meðan stórlaxar sluppu. Meint lögbrot í Seðlabankanum 6. október 2008 – Kaupþingslánið skv. birtu símtali bankastjórans og forsætisráðherrans – fyrnist eftir röskan hálfan mánuð nema rannsókn málsins verði hafin fyrir þann tíma til að girða fyrir fyrningu og gera dómstólum kleift að fjalla um málið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorvaldur Gylfason Mest lesið Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
New York – Á laugardaginn var, 15. september, var þess minnzt um allan heim að tíu ár voru liðin frá falli Lehman Brothers bankans í New York, mesta gjaldþroti í sögu Bandaríkjanna. Þessi sögufrægi banki sem innflytjendur frá Bæjaralandi höfðu stofnað 1850 hafði grafið sér svo djúpa gröf að yfirvöldin treystu sér ekki til að toga bankann upp á bakkann. Öðrum bönkum og fyrirtækjum var bjargað með ærnum tilkostnaði. Átta til níu milljónir bandarískra fjölskyldna misstu heimili sín. Margir misstu aleiguna og einnig vinnuna þar eð atvinnuleysi jókst úr tæpum 5% af mannafla 2007 upp í tæp 10% 2010. Það var ekki fyrr en 2016 að kaupmáttur meðaltekna bandarískra heimila varð aftur eins og hann hafði verið 2007 – og einnig 1999: sem sagt, 17 ár í súginn samanlagt.Styttri ævir Þetta er samt ekki allt. Meðalævi Bandaríkjamanna hefur stytzt. Nýfæddur Kani gat vænzt þess að verða 79 ára 2014, 78,6 ára 2015 og 78,5 ára 2016. Ef ævilíkurnar verða enn lægri 2017 eins og við er að búast m.a. vegna þess að 72.000 Bandaríkjamenn létust þá vegna of stórra lyfjaskammta, þá verður það í fyrsta sinn síðan í fyrri heimsstyrjöld að meðalævi Bandaríkjamanna styttist þrjú ár í röð, 2014-2017. Aukin tíðni lifrarsjúkdóma af völdum drykkjuskapar og fjölgun sjálfsvíga leggjast á sömu sveif. Rót vandans virðist mega rekja til misskiptingar tekna, auðs og menntunar. Fjöldi dauðsfalla í örvæntingu (vegna of stórra skammta, lifrarskemmda og sjálfsvíga) stendur í öfugu hlutfalli við menntun og í beinu sambandi við kjörfylgi Trumps Bandaríkjaforseta 2016 sýslu fyrir sýslu. Þetta er vert að hugleiða frekar en að hælast um af verðbréfavísitölum vestra sem sigla nú með himinskautum.Frá Ameríku til Íslands Hinn 6. október nk. verður þess minnzt að tíu ár verða þá liðin frá hruni bankanna hér heima. Prófessorarnir Gylfi Zoëga í Háskóla Íslands og Robert Aliber í Háskólanum í Chicago gengust fyrir ráðstefnu um bankahrunið og eftirdrunur þess í Háskóla Íslands fyrir skömmu með sérfræðingum víðs vegar að og búast til að birta fyrirlestra þeirra á bók. Þar verður ýmsan fróðleik að finna. Fróðlegt er að bera upprisu Íslands úr rústum hrunsins við upprisu Bandaríkjanna. Níu þúsund íslenzkar fjölskyldur misstu heimili sín eftir hrun. Það er svipuð tala og í Bandaríkjunum miðað við mannfjölda. Húsnæðismissirinn hefði orðið mun meiri hefðu stjórnvöld ekki greitt fyrir sértækri skuldaaðlögun (110% leiðin). Kaupmáttur ráðstöfunartekna íslenzkra heimila var lægri 2016 en 2007 og 2008 (Hagstofan á eftir að birta tölur fyrir 2017). Kaupmáttur launa var ívið fljótari að jafna sig og mældist fimmtungi meiri 2017 en 2007. Það tók heimilin því að jafnaði upp undir áratug að rétta úr kútnum eftir hrun líkt og í Bandaríkjunum og í fjármálakreppum víðs vegar um heiminn langt aftur í tímann. Atvinnuleysi á Íslandi jókst úr 2% af mannafla 2007 í tæp 8% 2010 líkt og í Bandaríkjunum. Svo er eitt enn. Frá aldmótum til 2012 lengdist meðalævi Íslendinga jafnt og þétt um tæpa 3 mánuði á ári. Nokkru eftir hrun hætti meðalævi Íslendinga að lengjast skv. upplýsingum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Nýfæddur Íslendingur gat vænzt þess að verða 82,4 ára 2012 og einnig 2016. Ekki er vitað hversu miklu dauðsföll í örvæntingu valda um þessa fordæmalausu stöðnun. Vitað er þó að slíkum dauðsföllum hefur fjölgað hratt síðustu ár. Þau voru 30 í fyrra skv. upplýsingum landlæknisembættisins eða rösklega helmingi færri en í Bandaríkjunum miðað við mannfjölda. Efnahags- og heilbrigðisafleiðingum hrunsins svipar því saman að ýmsu leyti í löndunum tveim.Tvíþætt uppgjör hrunsins Bandaríkjamenn finna margir sárlega til þess að uppgjöri þeirra við fjármálahremmingarnar sem hófust þar 2007 hefur verið áfátt. New York Times birti um síðustu helgi aukablað með tíu tölusettum breiðsíðum um málið. Lokasíðan, jafnstór og heil opna í Fréttablaðinu, bar yfirskriftina „Forstjórarnir á Wall Street sem fengu fangelsisdóma“. Síðan er auð. Enginn bankastjóri var ákærður fyrir meint lögbrot. Bankastjórarnir virtust hafnir yfir lög þótt einn og einn lágt settur bankamaður fengi dóm. Forsetar Bandaríkjanna eru þó ekki hafnir yfir lög eins og dæmi Nixons forseta 1969-1974 sýnir og dæmi Trumps forseta á e.t.v. eftir að staðfesta ef yfirstandandi rannsókn á meintum lögbrotum hans leiðir til ákæru og sakfellingar. Bandaríkin hafa því rétt úr kútnum í efnahagslegu tilliti þótt mikið vanti upp á fullan bata eins og staðnaðar tekjur og styttri ævir sýna. Svipaða sögu er að segja um Ísland. Efnahagslífið hefur rétt úr kútnum með því að kaupmáttur heimilanna hefur náð sér á strik, en ævir Íslendinga eru hættar að lengjast. Mörg sár hrunsins eru ógróin enn. Stjórnmálalegt uppgjör hrunsins hefur ekki enn farið fram. Hæstiréttur hefur að vísu dæmt 39 manns til næstum 100 ára fangelsisvistar samanlagt vegna lögbrota í tengslum við hrunið, en mestmegnis voru það millistjórnendur sem fengu dóma meðan stórlaxar sluppu. Meint lögbrot í Seðlabankanum 6. október 2008 – Kaupþingslánið skv. birtu símtali bankastjórans og forsætisráðherrans – fyrnist eftir röskan hálfan mánuð nema rannsókn málsins verði hafin fyrir þann tíma til að girða fyrir fyrningu og gera dómstólum kleift að fjalla um málið.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar