Að moka skítnum jafnóðum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 20. september 2018 06:30 Sigurjón hefur jafnan yfrið nóg að gera við kvikmynda- og þáttagerð og nú á Ófærð hug hans allan. Fréttablaðið/Stefán Karlsson Er ég að eyðileggja fyrir þér matartímann?“ spyr ég Sigurjón Kjartansson kvikmyndagerðarmann hikandi. „Þú ert að eyðileggja fyrir mér daginn.“ Nú er ég að falast eftir afmælisviðtali. „Mig grunaði það.“ Hvernig líst þér á það? „Ágætlega sosum. Ég er hins vegar … ef þú ætlar að fara að vesenast í að mynda mig … á leiðinni úr bænum.“ Það var verst. En það hljóta að vera til myndir af þér hér í myndasafninu. „Já, já, gullfallegar myndir, ábyggilega.“ Ég hef fulla trú á því. Á að stinga af? „Það á að stinga af – vera utan þjónustusvæðis á afmælinu. Setningin „hann er að heiman í dag“ verður í fullu gildi.“Sigurjóni líst ágætlega á að eiga afmæli.Fréttablaðið/Anton BrinkHvernig leggst í þig að verða hálfrar aldar gamall? „Bara ágætlega. Ég kvíði þessu ekkert sérstaklega.“ Hefurðu búið þig eitthvað undir það andlega? „Það mætti kannski segja það. Ég hef trú á því að árin milli fimmtugs og sextugs, jafnvel fimmtugs og sjötugs, geti verið bara alveg ágætur tími.“ Ég get staðfest það – góður tími ef maður heldur lífi og heilsu. „Þetta hefur mér sko verið sagt. En svo er þetta líka spurning um að hafa náð að moka skítnum sínum jafnóðum, svona hinum andlega skít, þá held ég að þessi ár geti orðið ansi ljúf og ég er bara ágætlega í stakk búinn.“ Hvernig hefur þú ofan af fyrir þér dags daglega? „Ég hef ofan af fyrir mér með því að starfa hjá RVK stúdíó, hann Baltasar á það nú, við höfum verið að reka það og gera meðal annars Ófærðarseríurnar. Núna er það sería tvö sem heldur mér föngnum. Við erum að klippa hana og ætlum að setja hana í loftið fyrir áramót. Svo er ég svokallaður þróunarstjóri hjá RVK stúdíó og þar eru að kokkast ansi mörg skemmtileg verkefni sem ég get ekki mikið sagt frá – en lifi og hrærist í.“ Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Sjá meira
Er ég að eyðileggja fyrir þér matartímann?“ spyr ég Sigurjón Kjartansson kvikmyndagerðarmann hikandi. „Þú ert að eyðileggja fyrir mér daginn.“ Nú er ég að falast eftir afmælisviðtali. „Mig grunaði það.“ Hvernig líst þér á það? „Ágætlega sosum. Ég er hins vegar … ef þú ætlar að fara að vesenast í að mynda mig … á leiðinni úr bænum.“ Það var verst. En það hljóta að vera til myndir af þér hér í myndasafninu. „Já, já, gullfallegar myndir, ábyggilega.“ Ég hef fulla trú á því. Á að stinga af? „Það á að stinga af – vera utan þjónustusvæðis á afmælinu. Setningin „hann er að heiman í dag“ verður í fullu gildi.“Sigurjóni líst ágætlega á að eiga afmæli.Fréttablaðið/Anton BrinkHvernig leggst í þig að verða hálfrar aldar gamall? „Bara ágætlega. Ég kvíði þessu ekkert sérstaklega.“ Hefurðu búið þig eitthvað undir það andlega? „Það mætti kannski segja það. Ég hef trú á því að árin milli fimmtugs og sextugs, jafnvel fimmtugs og sjötugs, geti verið bara alveg ágætur tími.“ Ég get staðfest það – góður tími ef maður heldur lífi og heilsu. „Þetta hefur mér sko verið sagt. En svo er þetta líka spurning um að hafa náð að moka skítnum sínum jafnóðum, svona hinum andlega skít, þá held ég að þessi ár geti orðið ansi ljúf og ég er bara ágætlega í stakk búinn.“ Hvernig hefur þú ofan af fyrir þér dags daglega? „Ég hef ofan af fyrir mér með því að starfa hjá RVK stúdíó, hann Baltasar á það nú, við höfum verið að reka það og gera meðal annars Ófærðarseríurnar. Núna er það sería tvö sem heldur mér föngnum. Við erum að klippa hana og ætlum að setja hana í loftið fyrir áramót. Svo er ég svokallaður þróunarstjóri hjá RVK stúdíó og þar eru að kokkast ansi mörg skemmtileg verkefni sem ég get ekki mikið sagt frá – en lifi og hrærist í.“
Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Sjá meira