Uppfræða börn um fornminjar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 20. október 2018 21:36 Fornleifaskóli barnanna hefur tekið til starfa í Odda á Rangárvöllum þar sem grunnskólabörn fá að kynnast öllu sem varðar fornleifar og rannsóknir á þeim. Oddi á Rangárvöllum er eitt þekktasta höfuðból landsins með Oddakirkju fremst í flokki. Nú er hafin á staðnum fornleifarannsókn sem kallast Oddarannsókn og þá hefur fornleifaskóli barna tekið til starfa í Odda þar sem nemendur í 7. bekk í grunnskólanum á Hellu eru meðal annars í skólanum.Kristborg Þórsdóttir vonast til að Fornleifaskóli barnanna sé kominn til að vera.Vísir/Stöð 2„Þetta er sem sagt í fyrsta skiptið sem þessi skóli er haldinn en vonandi ekki í síðasta skiptið, það er okkar von hjá Oddafélaginu að það verði Fornleifaskóli barnanna hérna um ókomna tíð og að aftur verði komin einhvers konar fræðslustarfsemi í tíð Oddaverja. Það er svo mikilvægt að uppfræða unga fólkið í landinu um fornminjar og sögu okkar. Hér er frábær vettvangur til þess. Hér er síðan farin í gang metnaðarfull rannsókn, Oddarannsóknina, sem Oddafélag stendur fyrir og byrjaði í sumar,“ segir Kristborg Þórsdóttir, fornleifafræðingur. Þá fannst strax manngerður hellir sem talinn er vera frá 10. öld. Hellirinn tengist sennilega öðrum mun stærri helli sem féll fyrir löngu síðan og sést núna bara sem djúp lægð í túninu í Odda. „Þetta er náttúrulega bara eins og tímahylki. Maður kemur þarna inn og það hefur enginn stigið þangað inn og ekkert súrefni komist að þessu í kannski 800 ár. Það er bara magnað, það er einstakt að geta rannsakað svona mannvirki sem er undir þaki og er þetta gamalt. Það er einstakt á Íslandi,“ segir Kristborg. Krakkarnir í Fornleifaskólanum segja það frábært að kynnast fornleifauppgrefti í Odda. „Við erum að grafa svona muni, það er mjög gaman,“ segir Kolbrún Sjöfn Ómarsdóttir, nemandi í 7. bekk. Fornminjar Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Fornleifaskóli barnanna hefur tekið til starfa í Odda á Rangárvöllum þar sem grunnskólabörn fá að kynnast öllu sem varðar fornleifar og rannsóknir á þeim. Oddi á Rangárvöllum er eitt þekktasta höfuðból landsins með Oddakirkju fremst í flokki. Nú er hafin á staðnum fornleifarannsókn sem kallast Oddarannsókn og þá hefur fornleifaskóli barna tekið til starfa í Odda þar sem nemendur í 7. bekk í grunnskólanum á Hellu eru meðal annars í skólanum.Kristborg Þórsdóttir vonast til að Fornleifaskóli barnanna sé kominn til að vera.Vísir/Stöð 2„Þetta er sem sagt í fyrsta skiptið sem þessi skóli er haldinn en vonandi ekki í síðasta skiptið, það er okkar von hjá Oddafélaginu að það verði Fornleifaskóli barnanna hérna um ókomna tíð og að aftur verði komin einhvers konar fræðslustarfsemi í tíð Oddaverja. Það er svo mikilvægt að uppfræða unga fólkið í landinu um fornminjar og sögu okkar. Hér er frábær vettvangur til þess. Hér er síðan farin í gang metnaðarfull rannsókn, Oddarannsóknina, sem Oddafélag stendur fyrir og byrjaði í sumar,“ segir Kristborg Þórsdóttir, fornleifafræðingur. Þá fannst strax manngerður hellir sem talinn er vera frá 10. öld. Hellirinn tengist sennilega öðrum mun stærri helli sem féll fyrir löngu síðan og sést núna bara sem djúp lægð í túninu í Odda. „Þetta er náttúrulega bara eins og tímahylki. Maður kemur þarna inn og það hefur enginn stigið þangað inn og ekkert súrefni komist að þessu í kannski 800 ár. Það er bara magnað, það er einstakt að geta rannsakað svona mannvirki sem er undir þaki og er þetta gamalt. Það er einstakt á Íslandi,“ segir Kristborg. Krakkarnir í Fornleifaskólanum segja það frábært að kynnast fornleifauppgrefti í Odda. „Við erum að grafa svona muni, það er mjög gaman,“ segir Kolbrún Sjöfn Ómarsdóttir, nemandi í 7. bekk.
Fornminjar Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira