Oddi á Rangárvöllum er eitt þekktasta höfuðból landsins með Oddakirkju fremst í flokki. Nú er hafin á staðnum fornleifarannsókn sem kallast Oddarannsókn og þá hefur fornleifaskóli barna tekið til starfa í Odda þar sem nemendur í 7. bekk í grunnskólanum á Hellu eru meðal annars í skólanum.

Þá fannst strax manngerður hellir sem talinn er vera frá 10. öld. Hellirinn tengist sennilega öðrum mun stærri helli sem féll fyrir löngu síðan og sést núna bara sem djúp lægð í túninu í Odda.
„Þetta er náttúrulega bara eins og tímahylki. Maður kemur þarna inn og það hefur enginn stigið þangað inn og ekkert súrefni komist að þessu í kannski 800 ár. Það er bara magnað, það er einstakt að geta rannsakað svona mannvirki sem er undir þaki og er þetta gamalt. Það er einstakt á Íslandi,“ segir Kristborg.
Krakkarnir í Fornleifaskólanum segja það frábært að kynnast fornleifauppgrefti í Odda.
„Við erum að grafa svona muni, það er mjög gaman,“ segir Kolbrún Sjöfn Ómarsdóttir, nemandi í 7. bekk.