"Ég hef aldrei verið tilbúnari en núna“ 20. október 2018 15:30 Mynd/Snorri Björns Í kvöld berst Valgerður Guðsteinsdóttirgegn hinni norsku Ingrid Egner um Eystrasaltstitilinn (Baltic Boxing Union title). Bardagi þeirra er á stóru hnefaleikakvöldi sem ber heitið “This Is My House 2” og fer fram í Skiens Fritidspark í Osló. Gert er ráð fyrir rúmlega 3000 áhorfendum og verður viðburðurinn í beinni útsendingu á norska vefmiðlinum vg.no. Íslendingar geta horft á viðburðinn þar gegn vægri greiðslu (og smávægilegum dns kúnstum). Valgerður hefur æft vel fyrir bardagan og er ánægð með undirbúninginn: “Ég gerði hlutina aðeins öðruvísi fyrir þennan bardaga en vanalega. Annarsvegar þá fór ég til Svíþjóðar í 10 daga og æfði þar með frábærum boxurum, þeirra á meðal Mikaelu Lauren sem er margfaldur heimsmeistari. Hitt er hann Davíð Rúnar Bjarnason sem hefur annast alla þjálfun og skipulagningu æfingabúðanna minna í þetta skipti. Hann hefur komið mjög sterkur inn í teymið mitt og ég finn skýrt að hann er að hjálpa mér að stíga upp á næsta level. Ég hef aldrei verið tilbúnari en akkúrat núna.”, segir hún. Vigtun og “face off” fóru fram fyrr í dag þannig að Valgerður var að hitta andstæðing sinn í fyrsta sinn áðan. “Ég hitti hana áðan. Hún lítur út fyrir að vera almennileg stelpa. Engir stælar eða slíkt. Hún er bara metnaðarfull íþróttakona eins og ég. Hún er í hörkuformi og er með glæsilegan áhugamannaferil að baki, en hvað atvinnubox varðar þá hef ég meiri reynslu. Ég hef meira að segja barist fleiri atvinnubardaga í Osló heldur en hún þannig að ég gef lítið fyrir að þetta sé hennar heimavöllur. Á meðan atvinnuhnefaleikar eru ekki löglegir á Íslandi þá er þetta minn heimavöllur.”, segir Valgerður og hlær. Hvað bardagann í kvöld varðar er hún full tilhlökkunar og segir að lokum. “Box er mín ástríða og með því að fá að keppa á svona stórum viðburðum þá eru draumar mínir að rætast. Ég er búin að leggja hart að mér til að komast hingað og ég hlakka til að sýna enn og aftur að ég á fullt erindi á meðal þeirra bestu.” Box Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Fleiri fréttir Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Sjá meira
Í kvöld berst Valgerður Guðsteinsdóttirgegn hinni norsku Ingrid Egner um Eystrasaltstitilinn (Baltic Boxing Union title). Bardagi þeirra er á stóru hnefaleikakvöldi sem ber heitið “This Is My House 2” og fer fram í Skiens Fritidspark í Osló. Gert er ráð fyrir rúmlega 3000 áhorfendum og verður viðburðurinn í beinni útsendingu á norska vefmiðlinum vg.no. Íslendingar geta horft á viðburðinn þar gegn vægri greiðslu (og smávægilegum dns kúnstum). Valgerður hefur æft vel fyrir bardagan og er ánægð með undirbúninginn: “Ég gerði hlutina aðeins öðruvísi fyrir þennan bardaga en vanalega. Annarsvegar þá fór ég til Svíþjóðar í 10 daga og æfði þar með frábærum boxurum, þeirra á meðal Mikaelu Lauren sem er margfaldur heimsmeistari. Hitt er hann Davíð Rúnar Bjarnason sem hefur annast alla þjálfun og skipulagningu æfingabúðanna minna í þetta skipti. Hann hefur komið mjög sterkur inn í teymið mitt og ég finn skýrt að hann er að hjálpa mér að stíga upp á næsta level. Ég hef aldrei verið tilbúnari en akkúrat núna.”, segir hún. Vigtun og “face off” fóru fram fyrr í dag þannig að Valgerður var að hitta andstæðing sinn í fyrsta sinn áðan. “Ég hitti hana áðan. Hún lítur út fyrir að vera almennileg stelpa. Engir stælar eða slíkt. Hún er bara metnaðarfull íþróttakona eins og ég. Hún er í hörkuformi og er með glæsilegan áhugamannaferil að baki, en hvað atvinnubox varðar þá hef ég meiri reynslu. Ég hef meira að segja barist fleiri atvinnubardaga í Osló heldur en hún þannig að ég gef lítið fyrir að þetta sé hennar heimavöllur. Á meðan atvinnuhnefaleikar eru ekki löglegir á Íslandi þá er þetta minn heimavöllur.”, segir Valgerður og hlær. Hvað bardagann í kvöld varðar er hún full tilhlökkunar og segir að lokum. “Box er mín ástríða og með því að fá að keppa á svona stórum viðburðum þá eru draumar mínir að rætast. Ég er búin að leggja hart að mér til að komast hingað og ég hlakka til að sýna enn og aftur að ég á fullt erindi á meðal þeirra bestu.”
Box Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Fleiri fréttir Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Sjá meira