Trump segir skýringar Sáda á dauða Khashoggi trúverðugar Sylvía Hall skrifar 20. október 2018 10:41 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Getty/Scott Olson Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði á blaðamannafundi í gær að Bandaríkjamenn myndu áfram fylgjast með þróun mála vegna dauða Jamal Khashoggi en ríkissjónvarp Sádi-arabíu staðfesti andlát hans í gær. Átján Sádar hafa verið handteknir vegna málsins.Sjá einnig: Sádar staðfesta andlát Khashoggi Skýringar ríkissjónvarpsins þar í landi voru þær að Khashoggi hafi lent í áflogum við þá sem hann hafði haldið til fundar við inni á skrifstofunni með þeim afleiðingum að hann lést. Lögregluyfirvöld í Tyrklandi halda því þó fram hann hafi verið myrtur þar inni og lík hans bútað í sundur og segja fjölmiðlar í landinu að til sé hljóðupptaka af morðinu sem sanni málflutning þeirra.Á blaðamannafundinum í gær sagði Trump skýringar Sádi-araba vera trúverðugar og handtaka mannanna væri „gott fyrsta skref“ í málinu. „Við sjáum hvað gerist, við gætum haft einhverjar spurningar og við höfum jú einhverjar spurningar.“ Viðbrögð við dauða Khashoggi hafa vakið hörð viðbrögð á meðal þingmanna Demókrata og Repúblikana og krefjast margir hverjir að málið verði rannsakað til hlítar á alþjóðavettvangi. Þingmaður Demókrata, Richard Blumenthal, segir yfirvöld í Sádí-arabíu vera að kaupa sér tíma með yfirlýsingu ríkissjónvarpsins varðandi dauða blaðamannsins og hún setji fram fleiri spurningar en svör. Þá sagði Trump að hann myndi halda áfram viðræðum við yfirvöld í Sádi-Arabíu og krefjast svara við ósvöruðum spurningum í kringum andlát blaðamannsins. Hann myndi síðan ákveða næstu skref í samráði við þingið. Donald Trump Tengdar fréttir Meintir morðingjar tengjast sádiarabíska krónprinsinum Bandarískir fjölmiðlar hafa rakið tengsl manna sem taldir eru hafa drepið Jamal Khashoggi við sádiarabísku leyniþjónustu og bin Salman krónprins. 17. október 2018 16:23 Sádar staðfesta andlát Khashoggi Ríkissjónvarp Sádí Arabíu hefur staðfest að blaðamaðurinn Jamal Khashoggi er látinn. Khashoggi hvarf fyrr í mánuðinum en hann sást síðast ganga inn í ræðismannsskrifstofu Sáda í Istanbúl í Tyrklandi og hafa Tyrkir haldið því fram að hann hafi verið myrtur þar inni og lík hans bútað í sundur. 19. október 2018 22:33 Leita að líkamsleifum Khashoggi í skógi í grennd við ræðismannsskrifstofuna Lögreglumenn í Tyrklandi sem rannsaka hvarf Sádí arabíska blaðamannsins Jamals Khashoggi leita nú að líkamsleifum hans í skógi einum í grennd við ræðismannsskrifstofu Sáda í Istanbul. 19. október 2018 06:41 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði á blaðamannafundi í gær að Bandaríkjamenn myndu áfram fylgjast með þróun mála vegna dauða Jamal Khashoggi en ríkissjónvarp Sádi-arabíu staðfesti andlát hans í gær. Átján Sádar hafa verið handteknir vegna málsins.Sjá einnig: Sádar staðfesta andlát Khashoggi Skýringar ríkissjónvarpsins þar í landi voru þær að Khashoggi hafi lent í áflogum við þá sem hann hafði haldið til fundar við inni á skrifstofunni með þeim afleiðingum að hann lést. Lögregluyfirvöld í Tyrklandi halda því þó fram hann hafi verið myrtur þar inni og lík hans bútað í sundur og segja fjölmiðlar í landinu að til sé hljóðupptaka af morðinu sem sanni málflutning þeirra.Á blaðamannafundinum í gær sagði Trump skýringar Sádi-araba vera trúverðugar og handtaka mannanna væri „gott fyrsta skref“ í málinu. „Við sjáum hvað gerist, við gætum haft einhverjar spurningar og við höfum jú einhverjar spurningar.“ Viðbrögð við dauða Khashoggi hafa vakið hörð viðbrögð á meðal þingmanna Demókrata og Repúblikana og krefjast margir hverjir að málið verði rannsakað til hlítar á alþjóðavettvangi. Þingmaður Demókrata, Richard Blumenthal, segir yfirvöld í Sádí-arabíu vera að kaupa sér tíma með yfirlýsingu ríkissjónvarpsins varðandi dauða blaðamannsins og hún setji fram fleiri spurningar en svör. Þá sagði Trump að hann myndi halda áfram viðræðum við yfirvöld í Sádi-Arabíu og krefjast svara við ósvöruðum spurningum í kringum andlát blaðamannsins. Hann myndi síðan ákveða næstu skref í samráði við þingið.
Donald Trump Tengdar fréttir Meintir morðingjar tengjast sádiarabíska krónprinsinum Bandarískir fjölmiðlar hafa rakið tengsl manna sem taldir eru hafa drepið Jamal Khashoggi við sádiarabísku leyniþjónustu og bin Salman krónprins. 17. október 2018 16:23 Sádar staðfesta andlát Khashoggi Ríkissjónvarp Sádí Arabíu hefur staðfest að blaðamaðurinn Jamal Khashoggi er látinn. Khashoggi hvarf fyrr í mánuðinum en hann sást síðast ganga inn í ræðismannsskrifstofu Sáda í Istanbúl í Tyrklandi og hafa Tyrkir haldið því fram að hann hafi verið myrtur þar inni og lík hans bútað í sundur. 19. október 2018 22:33 Leita að líkamsleifum Khashoggi í skógi í grennd við ræðismannsskrifstofuna Lögreglumenn í Tyrklandi sem rannsaka hvarf Sádí arabíska blaðamannsins Jamals Khashoggi leita nú að líkamsleifum hans í skógi einum í grennd við ræðismannsskrifstofu Sáda í Istanbul. 19. október 2018 06:41 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Meintir morðingjar tengjast sádiarabíska krónprinsinum Bandarískir fjölmiðlar hafa rakið tengsl manna sem taldir eru hafa drepið Jamal Khashoggi við sádiarabísku leyniþjónustu og bin Salman krónprins. 17. október 2018 16:23
Sádar staðfesta andlát Khashoggi Ríkissjónvarp Sádí Arabíu hefur staðfest að blaðamaðurinn Jamal Khashoggi er látinn. Khashoggi hvarf fyrr í mánuðinum en hann sást síðast ganga inn í ræðismannsskrifstofu Sáda í Istanbúl í Tyrklandi og hafa Tyrkir haldið því fram að hann hafi verið myrtur þar inni og lík hans bútað í sundur. 19. október 2018 22:33
Leita að líkamsleifum Khashoggi í skógi í grennd við ræðismannsskrifstofuna Lögreglumenn í Tyrklandi sem rannsaka hvarf Sádí arabíska blaðamannsins Jamals Khashoggi leita nú að líkamsleifum hans í skógi einum í grennd við ræðismannsskrifstofu Sáda í Istanbul. 19. október 2018 06:41