Stjórnendur Facebook-hópsins umdeilda leggja til að Jón Steinar prófi sitt eigið meðal Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. október 2018 09:56 Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður og stjórnendur Facebook-hópsins,Sæunn Ingibjörg Marinósdóttir, Sóley Tómasdóttir og Hildur Lilliendahl Viggósdóttir. Mynd/Samsett Stjórnendur Facebook-hópsins „Karlar gera merkilega hluti“ segja að hópurinn sé mikilvægur og valdeflandi vettvangur en tilvist hans verði hvorki útskýrð né rökrædd við mann sem skrifi feðraveldi innan gæsalappa og skilji ekki hvað „öruggt svæði er.“ Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Sóley Tómasdóttir, Hildur Lilliendahl Viggósdóttir og Sæunn Ingibjörg Marinósdóttir sendu á fjölmiðla í dag. Maðurinn sem vísað er til í yfirlýsingunni er lögmaðurinn Jón Steinar Gunnlaugsson. Hann skrifaði grein í Morgunblaðið þar sem hann sagði að honum blöskraði umfjöllunin um sig, þar sem hann væri meðal annars kallaður „viðbjóður“, „ógeð og „illfygliskarlagerpi sem þurfi að fokka sér“. Fjölmiðlakonan Marta María Jónasdóttir, umsjónarmaður Smartlandsins á Mbl.is, tók í sama streng og þá sagðist Berglind Svavarsdóttir, formaður Lögmannafélags Íslands, hafa orðið afar stuðuð er hún las þau ummæli sem höfð voru um Jón Steinar. Í hópnum eru um tíu þúsund meðlimir og í yfirlýsingu stjórnenda hópsins segr að tilgangur hans sé að vera „lifandi vettvangur fyrir konur til að fá útrás í heimi þar sem karllæg gildi eru metin ofar kvenlægum.“ Þar sé gert góðlátlegt grín að fréttamati fjölmiðla sem hafi framlag kvenna til samfélagsins sjaldnast til umfjöllunar á meðan „hver karlahópurinn á fætur öðrum er mærður fyrir skóflustungur og boltaspark.“Hópurinn Karlar gera merkilega hluti telur rúmlega 9400 meðlimi á Facebook.Vilja ekki rökræða við Jón Steinar Í yfirlýsingunni eru eðli þeirra ummæla sem Jón Steinar tíndi til og farið hafa fyrir brjóstið á sumum útskýrð og sett í samhengi. „Í umfjöllun um hópinn undanfarna daga hafa verið tínd til ummæli sem sum hver hafa verið óviðeigandi. Þó skal tekið fram að flest þeirra eru látin falla vegna viðtals þar sem þekktur verjandi kynferðisafbrotamanna ætlaðist til þess að þolendur fyrirgæfu gerendum sínum. Í viðtalinu kom Jón Steinar Róbert Downey til varnar, en hann var dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn fjórum stúlkum fyrir tíu árum,“ segir í yfirlýsingunni. „Kannski ætti lögmaðurinn að prófa sitt eigið meðal og fyrirgefa konunum sem tala um hann á internetinu frekar en að hringja í þær og skrifa um þær greinar í blöðin,“ segir ennfremur. Þá segjast þær ekki hafa áhuga á því að setjast niður með Jóni Steinari en í grein hans sagðist hann hafa reynt að hringja í sumar þær konur sem létu þau ummæli falla sem hann fjallaði um í grein sinni. Segja þær jafnframt að hópurinn sé mikilvægur og valdeflandi vettvangur. „Karlar gera merkilega hluti er mikilvægur og valdeflandi vettvangur en tilvist hans verður hvorki útskýrð eða rökrædd við mann sem skrifar feðraveldi innan gæsalappa og skilur ekki hvað „öruggt svæði“ er.“ Ætla stjórnendur hópsins einnig að leggja sig fram við að stýra hópnum og gæta þess að umræða þar haldi sig innan siðferðismarka, þó vissulega geti einstök umræða og ummæli farið fram hjá stjórnendum hópsins. Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Marta María „varð fyrir strætó“ í Karlmenn gera merkilega hluti Marta María Jónasdóttir, umsjónarmaður Smartlandsins á Mbl.is, segist þekkja það af eigin raun að verða fyrir níði í Facebook-hópnum Karlmenn gera merkilega hluti. 19. október 2018 13:45 Kallaður viðbjóður, ógeð og illfygliskarlagerpi sem þurfi að fokka sér Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari segir hrollvekjandi að líta inn í hugarheim þeirra sem tjá sig um hann í hópnum "Karlar gera merkilega hluti“ á Facebook. 19. október 2018 07:15 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Stjórnendur Facebook-hópsins „Karlar gera merkilega hluti“ segja að hópurinn sé mikilvægur og valdeflandi vettvangur en tilvist hans verði hvorki útskýrð né rökrædd við mann sem skrifi feðraveldi innan gæsalappa og skilji ekki hvað „öruggt svæði er.“ Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Sóley Tómasdóttir, Hildur Lilliendahl Viggósdóttir og Sæunn Ingibjörg Marinósdóttir sendu á fjölmiðla í dag. Maðurinn sem vísað er til í yfirlýsingunni er lögmaðurinn Jón Steinar Gunnlaugsson. Hann skrifaði grein í Morgunblaðið þar sem hann sagði að honum blöskraði umfjöllunin um sig, þar sem hann væri meðal annars kallaður „viðbjóður“, „ógeð og „illfygliskarlagerpi sem þurfi að fokka sér“. Fjölmiðlakonan Marta María Jónasdóttir, umsjónarmaður Smartlandsins á Mbl.is, tók í sama streng og þá sagðist Berglind Svavarsdóttir, formaður Lögmannafélags Íslands, hafa orðið afar stuðuð er hún las þau ummæli sem höfð voru um Jón Steinar. Í hópnum eru um tíu þúsund meðlimir og í yfirlýsingu stjórnenda hópsins segr að tilgangur hans sé að vera „lifandi vettvangur fyrir konur til að fá útrás í heimi þar sem karllæg gildi eru metin ofar kvenlægum.“ Þar sé gert góðlátlegt grín að fréttamati fjölmiðla sem hafi framlag kvenna til samfélagsins sjaldnast til umfjöllunar á meðan „hver karlahópurinn á fætur öðrum er mærður fyrir skóflustungur og boltaspark.“Hópurinn Karlar gera merkilega hluti telur rúmlega 9400 meðlimi á Facebook.Vilja ekki rökræða við Jón Steinar Í yfirlýsingunni eru eðli þeirra ummæla sem Jón Steinar tíndi til og farið hafa fyrir brjóstið á sumum útskýrð og sett í samhengi. „Í umfjöllun um hópinn undanfarna daga hafa verið tínd til ummæli sem sum hver hafa verið óviðeigandi. Þó skal tekið fram að flest þeirra eru látin falla vegna viðtals þar sem þekktur verjandi kynferðisafbrotamanna ætlaðist til þess að þolendur fyrirgæfu gerendum sínum. Í viðtalinu kom Jón Steinar Róbert Downey til varnar, en hann var dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn fjórum stúlkum fyrir tíu árum,“ segir í yfirlýsingunni. „Kannski ætti lögmaðurinn að prófa sitt eigið meðal og fyrirgefa konunum sem tala um hann á internetinu frekar en að hringja í þær og skrifa um þær greinar í blöðin,“ segir ennfremur. Þá segjast þær ekki hafa áhuga á því að setjast niður með Jóni Steinari en í grein hans sagðist hann hafa reynt að hringja í sumar þær konur sem létu þau ummæli falla sem hann fjallaði um í grein sinni. Segja þær jafnframt að hópurinn sé mikilvægur og valdeflandi vettvangur. „Karlar gera merkilega hluti er mikilvægur og valdeflandi vettvangur en tilvist hans verður hvorki útskýrð eða rökrædd við mann sem skrifar feðraveldi innan gæsalappa og skilur ekki hvað „öruggt svæði“ er.“ Ætla stjórnendur hópsins einnig að leggja sig fram við að stýra hópnum og gæta þess að umræða þar haldi sig innan siðferðismarka, þó vissulega geti einstök umræða og ummæli farið fram hjá stjórnendum hópsins.
Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Marta María „varð fyrir strætó“ í Karlmenn gera merkilega hluti Marta María Jónasdóttir, umsjónarmaður Smartlandsins á Mbl.is, segist þekkja það af eigin raun að verða fyrir níði í Facebook-hópnum Karlmenn gera merkilega hluti. 19. október 2018 13:45 Kallaður viðbjóður, ógeð og illfygliskarlagerpi sem þurfi að fokka sér Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari segir hrollvekjandi að líta inn í hugarheim þeirra sem tjá sig um hann í hópnum "Karlar gera merkilega hluti“ á Facebook. 19. október 2018 07:15 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Marta María „varð fyrir strætó“ í Karlmenn gera merkilega hluti Marta María Jónasdóttir, umsjónarmaður Smartlandsins á Mbl.is, segist þekkja það af eigin raun að verða fyrir níði í Facebook-hópnum Karlmenn gera merkilega hluti. 19. október 2018 13:45
Kallaður viðbjóður, ógeð og illfygliskarlagerpi sem þurfi að fokka sér Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari segir hrollvekjandi að líta inn í hugarheim þeirra sem tjá sig um hann í hópnum "Karlar gera merkilega hluti“ á Facebook. 19. október 2018 07:15
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent