Sjá ótrúlegt myndband: Tvær stúlkur bökkuðu bíl sínum ítrekað á hjálpartækjaverslun og höfðu á brott með sér kynlífsdúkku Jakob Bjarnar skrifar 21. september 2018 09:51 Hér getur að líta inngang búðarinnar, sem er illa leikinn eftir hroðalegar aðfarirnar í morgun. visir/vilhelm Hroðalegar aðfarir voru viðhafðar í morgun þá er tvær stúlkur brutust inn í Adam og Evu, kynlífshjálpartækjaverslun sem er við Kleppsveg í Reykjavík. Þær bökkuðu bíl sínum ítrekað á inngang verslunarinnar, á hurð og gengu glerbrotin yfir bílinn og gangstéttina. Þegar þær höfðu keyrt hurðina niður hlupu þær úr bílnum, inn í verslunina og drösluðu kynlífsdúkku úr búðinni í bílinn, auk annars varnings og óku þá á brott. Samkvæmt upplýsingum frá eiganda verslunarinnar er það sem ræningjarnir höfðu á brott með sér silicon-kynlífsdúkka sem kostar 350 þúsund krónur, nokkrir titrarar og sleipiefni. Aðfarir má sjá á myndbandinu sem er hér neðar. Ekki er vitað hverjir hinir ofsafengnu ræningjar eru né heldur hvað það var sem rak þær til svo harkalegra aðgerða, sem náðist á öryggismyndavélar. Þetta var í morgun á sjöunda tímanum. Að sögn eiganda verslunarinnar, Þorvaldar Steinþórssonar, var bíllinn á stolnum númerum. Og þá hafði hann upplýsingar um að fyrr um nóttina hefði þessi sami bíll komið við sögu þar sem bensíni var stolið. Vísir fór á vettvang nú í morgun og þar var heldur betur hroðalegt um að litast. Allt brotið og bramlað við innganginn og miklar skemmdir höfðu verið unnar á húsnæðinu. Ef einhverjir lesendur Vísis hafa orðið varir við mikið skemmdan Hyundai i10 eru þeir vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögreglu.Uppfært 11:00.Í fyrri útgáfu þessarar fréttar kom fram að sílikondúkkan sem hinir býræfnu þjófar höfðu á brott með sér kosti 550 þúsund krónur. Upplýsingarnar reyndust ónákvæmar, téð dúkka er metin á 350 þúsund krónur. Eru lesendur beðnir velvirðingar á þessu. Sambærilega dúkku höfðu stúlkurnar með sér nú í morgun. Hún kostar 350 þúsund krónur.visir/vilhelm Hroðalegt var um að litast í Adam og Evu og var eigandanum illa brugðið.visir/vilhelm Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Hroðalegar aðfarir voru viðhafðar í morgun þá er tvær stúlkur brutust inn í Adam og Evu, kynlífshjálpartækjaverslun sem er við Kleppsveg í Reykjavík. Þær bökkuðu bíl sínum ítrekað á inngang verslunarinnar, á hurð og gengu glerbrotin yfir bílinn og gangstéttina. Þegar þær höfðu keyrt hurðina niður hlupu þær úr bílnum, inn í verslunina og drösluðu kynlífsdúkku úr búðinni í bílinn, auk annars varnings og óku þá á brott. Samkvæmt upplýsingum frá eiganda verslunarinnar er það sem ræningjarnir höfðu á brott með sér silicon-kynlífsdúkka sem kostar 350 þúsund krónur, nokkrir titrarar og sleipiefni. Aðfarir má sjá á myndbandinu sem er hér neðar. Ekki er vitað hverjir hinir ofsafengnu ræningjar eru né heldur hvað það var sem rak þær til svo harkalegra aðgerða, sem náðist á öryggismyndavélar. Þetta var í morgun á sjöunda tímanum. Að sögn eiganda verslunarinnar, Þorvaldar Steinþórssonar, var bíllinn á stolnum númerum. Og þá hafði hann upplýsingar um að fyrr um nóttina hefði þessi sami bíll komið við sögu þar sem bensíni var stolið. Vísir fór á vettvang nú í morgun og þar var heldur betur hroðalegt um að litast. Allt brotið og bramlað við innganginn og miklar skemmdir höfðu verið unnar á húsnæðinu. Ef einhverjir lesendur Vísis hafa orðið varir við mikið skemmdan Hyundai i10 eru þeir vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögreglu.Uppfært 11:00.Í fyrri útgáfu þessarar fréttar kom fram að sílikondúkkan sem hinir býræfnu þjófar höfðu á brott með sér kosti 550 þúsund krónur. Upplýsingarnar reyndust ónákvæmar, téð dúkka er metin á 350 þúsund krónur. Eru lesendur beðnir velvirðingar á þessu. Sambærilega dúkku höfðu stúlkurnar með sér nú í morgun. Hún kostar 350 þúsund krónur.visir/vilhelm Hroðalegt var um að litast í Adam og Evu og var eigandanum illa brugðið.visir/vilhelm
Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira