Rappmógúllinn fyrrverandi Suge Knight í 28 ára fangelsi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. september 2018 08:03 Halla fór undan fæti hjá Knight eftir að rapparinn Tupac var myrtur. Rappmógúllinn fyrrverandi Marion Knight, betur þekktur sem Suge Knight, hefur játað á sig manndráp. Knight var gefið að sök að hafa keyrt yfir tvo einstaklinga árið 2015 með þeim afleiðingum að annar þeirra lést. Knight lét sig svo hverfa af vettvangi. Hann mun þurfa að dúsa í fangelsi í 28 ár. Knight er best þekktur fyrir að hafa stofnað plötuútgáfuna Death Row Records á tíunda áratug síðustu aldar. Útgáfan var ein sú helsta í rappsenuni í Bandaríkjunum á sínum tíma og gaf út þekktar plötur með Dr. Dre, Snoop Dog og Tupac, svo dæmi séu tekin. Halla fór undan fæti hjá Knight eftir að Tupac var skotinn til bana í bifreið Knight en útgáfa hans varð síðar gjaldþrota Manndrápið sem Knight játaði á sig má sjá á upptökum öryggismyndavéla sem voru meðal sönnunargagna í málinu. Þar má sjá Knight koma á pallbíl sínum að verslun í Compton í Los Angeles. Kom annar af þeim sem Knight ók yfir að bíl hans. Svo virðist sem að einhverjar deilur hafi hafist og að lokum má sjá Knight bakka af ákafa áður en hann keyrir yfir manninn. Þá keyrði hann einnig á annan mann sem lést, en hinn slasaðist alvarlega. Atvikið átti sér stað á upptökustað fyrir auglýsingu fyrir myndina Straight Outta Compton, mynd sem fjallar um rappsveitina NWA, sem Knight tengist sterkum böndum. Talið er að atvikið megi rekja til deilna um myndina. Knight gerði samning við saksóknara um að játa á sig manndráp og sleppa þannig við ákærur um morð og tilraun til morðs. Hefði hann verið fundinn sekur um slíkt hefði hann staðið frammi fyrir lífstíðarfangelsi. Hluti af samningnum felur í sér að Knight fær 22 ára dóm fyrir manndrápið og sex ár í viðbót þar sem þetta er hans þriðja alvarlega brot. Tónlist Tengdar fréttir Myndband birt af því þegar „Suge“ Knight keyrði yfir tvo menn Hefur borið því við að hafa keyrt óvart á mennina. 9. mars 2015 14:01 „Suge“ Knight ákærður fyrir morð Knight er gert að hafa ekið yfir fyrrum vin sinn og annan mann eftir rifrildi á fimmtudaginn. 3. febrúar 2015 15:27 „Suge“ Knight hefur gefið sig fram Talið er að hann hafi bakkað yfir tvo menn og keyrt yfir þá aftur, en annar þeirra lést. 30. janúar 2015 13:11 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Rappmógúllinn fyrrverandi Marion Knight, betur þekktur sem Suge Knight, hefur játað á sig manndráp. Knight var gefið að sök að hafa keyrt yfir tvo einstaklinga árið 2015 með þeim afleiðingum að annar þeirra lést. Knight lét sig svo hverfa af vettvangi. Hann mun þurfa að dúsa í fangelsi í 28 ár. Knight er best þekktur fyrir að hafa stofnað plötuútgáfuna Death Row Records á tíunda áratug síðustu aldar. Útgáfan var ein sú helsta í rappsenuni í Bandaríkjunum á sínum tíma og gaf út þekktar plötur með Dr. Dre, Snoop Dog og Tupac, svo dæmi séu tekin. Halla fór undan fæti hjá Knight eftir að Tupac var skotinn til bana í bifreið Knight en útgáfa hans varð síðar gjaldþrota Manndrápið sem Knight játaði á sig má sjá á upptökum öryggismyndavéla sem voru meðal sönnunargagna í málinu. Þar má sjá Knight koma á pallbíl sínum að verslun í Compton í Los Angeles. Kom annar af þeim sem Knight ók yfir að bíl hans. Svo virðist sem að einhverjar deilur hafi hafist og að lokum má sjá Knight bakka af ákafa áður en hann keyrir yfir manninn. Þá keyrði hann einnig á annan mann sem lést, en hinn slasaðist alvarlega. Atvikið átti sér stað á upptökustað fyrir auglýsingu fyrir myndina Straight Outta Compton, mynd sem fjallar um rappsveitina NWA, sem Knight tengist sterkum böndum. Talið er að atvikið megi rekja til deilna um myndina. Knight gerði samning við saksóknara um að játa á sig manndráp og sleppa þannig við ákærur um morð og tilraun til morðs. Hefði hann verið fundinn sekur um slíkt hefði hann staðið frammi fyrir lífstíðarfangelsi. Hluti af samningnum felur í sér að Knight fær 22 ára dóm fyrir manndrápið og sex ár í viðbót þar sem þetta er hans þriðja alvarlega brot.
Tónlist Tengdar fréttir Myndband birt af því þegar „Suge“ Knight keyrði yfir tvo menn Hefur borið því við að hafa keyrt óvart á mennina. 9. mars 2015 14:01 „Suge“ Knight ákærður fyrir morð Knight er gert að hafa ekið yfir fyrrum vin sinn og annan mann eftir rifrildi á fimmtudaginn. 3. febrúar 2015 15:27 „Suge“ Knight hefur gefið sig fram Talið er að hann hafi bakkað yfir tvo menn og keyrt yfir þá aftur, en annar þeirra lést. 30. janúar 2015 13:11 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Myndband birt af því þegar „Suge“ Knight keyrði yfir tvo menn Hefur borið því við að hafa keyrt óvart á mennina. 9. mars 2015 14:01
„Suge“ Knight ákærður fyrir morð Knight er gert að hafa ekið yfir fyrrum vin sinn og annan mann eftir rifrildi á fimmtudaginn. 3. febrúar 2015 15:27
„Suge“ Knight hefur gefið sig fram Talið er að hann hafi bakkað yfir tvo menn og keyrt yfir þá aftur, en annar þeirra lést. 30. janúar 2015 13:11