Þöggum ekki byltinguna – fögnum henni! Nichole Leigh Mosty skrifar 20. maí 2018 17:08 Mig langar að velta upp nokkrum spurningum sem ég tel að við þurfum öll að taka til umhugsunar. Hvernig stendur á því að þegar þolendur ofbeldis, áreitni og mismununar standa loksins saman og rísa upp, þá vilja sumir fara í slag við þá? Af hverju í ósköpunum þykir fólki eðlilegt að krefjast afsökunarbeiðni frá fólki sem stendur vörð um mannréttindi og krefst umbóta til að tryggja öruggt samfélag? Hvað þarf eiginlega til að við förum ekki ofaní skotgrafir heldur vinnum saman að því að uppræta og útrýma mismunun og ofbeldismenningu samfélagsins? Íslenskt samfélag verður að horfast í augu við byltinguna sem við stöndum í akkúrat núna. Byltingu sem er sennilega ekki nema rétt hálfnuð. Þessi bylting snýst ekki bara um hvítan femínisma, heldur snýst hún um mismunun sem gegnsýrir allt samfélagið okkar. Mismunun, áreitni og ofbeldi á sér stað vegna kynferðis, kynþáttar, kynhneigðar, kynvitundar, trúar, uppruna, aldurs, líkamlegrar og/eða andlegrar fötlunar, litarháttar og jafnvel tungumálakunnáttu. Þolendur eru allskonar og hafa þagað allt of lengi. Ég þakka fyrir að byltingin sé hafin og ætla að gerast svo djörf að fullyrða að það voru hugrakkar konur sem hófu þessa byltingu. Við ákváðum að standa saman, segja frá reynslu okkar og krefjast aðgerða. Það eru til konur sem hafa sýnt ómetanlega þrautsegju í að leiða og styðja byltinguna þar sem sumar hafa verið meira áberandi en aðrar. Við eigum að þakka þeim í stað þess að þagga niður í þeim. Við verðum að læra af þeim sögum sem komið hafa fram og horfast í augu við þá verknaði sem hafa átt sér stað í skjóli þagnar í samfélaginu okkar í allt of langan tíma. Það er ótrúlega erfitt að viðurkenna allt óréttlætið, að fólk hafi liðið fyrir ofbeldi, áreitni og mismunun í okkar góða samfélagi, og ekki síður að horfast í augu við að kerfið hefur brugðist. Við megum samt ekki hrökkva í vörn eða detta í skotgrafirnar. Við verðum að halda áfram að vinna með þessar frásagnir, læra af þeim, breyta kerfinu og samfélaginu öllu. Stjórnvöld hafa vissulega brugðist við á ákveðnum sviðum. Við höfum séð aðgerðir, stefnubreytingar, áætlanir, lagabreytingar, starfshópa, málþing og ráðstefnur spretta upp. Ég hef fulla trú á að við eigum eftir að sjá meira og að okkur takist um að búa til betra samfélag. Ti þess verðum við að koma í veg fyrir pólaríseringu umræðunnar. Hún má ekki snúast um karlmennsku vs. femínisma, yfirvald vs. almenning, Íslendinga vs. fólk af erlendum uppruna, gagnkynhneigð vs. samkynhneigð, fatlað fólk vs. ófatlað fólk o.s.frv. Umræðan þarf að vera um alvöru jafnrétti þar sem einstaklingar á Íslandi mætast og tala saman af virðingu hvert fyrir öðru og skapar saman réttlátt kerfi og samfélag. Stöndum saman í að læra af byltingunni og tökum höndum saman um að finna lausn. Verum þakklát, ræðum saman og búum til betra samfélag. Höfundur er fyrrverandi Alþingiskona og skipar 24. sæti hjá Kvennaheyfingu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Nichole Leigh Mosty Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Mig langar að velta upp nokkrum spurningum sem ég tel að við þurfum öll að taka til umhugsunar. Hvernig stendur á því að þegar þolendur ofbeldis, áreitni og mismununar standa loksins saman og rísa upp, þá vilja sumir fara í slag við þá? Af hverju í ósköpunum þykir fólki eðlilegt að krefjast afsökunarbeiðni frá fólki sem stendur vörð um mannréttindi og krefst umbóta til að tryggja öruggt samfélag? Hvað þarf eiginlega til að við förum ekki ofaní skotgrafir heldur vinnum saman að því að uppræta og útrýma mismunun og ofbeldismenningu samfélagsins? Íslenskt samfélag verður að horfast í augu við byltinguna sem við stöndum í akkúrat núna. Byltingu sem er sennilega ekki nema rétt hálfnuð. Þessi bylting snýst ekki bara um hvítan femínisma, heldur snýst hún um mismunun sem gegnsýrir allt samfélagið okkar. Mismunun, áreitni og ofbeldi á sér stað vegna kynferðis, kynþáttar, kynhneigðar, kynvitundar, trúar, uppruna, aldurs, líkamlegrar og/eða andlegrar fötlunar, litarháttar og jafnvel tungumálakunnáttu. Þolendur eru allskonar og hafa þagað allt of lengi. Ég þakka fyrir að byltingin sé hafin og ætla að gerast svo djörf að fullyrða að það voru hugrakkar konur sem hófu þessa byltingu. Við ákváðum að standa saman, segja frá reynslu okkar og krefjast aðgerða. Það eru til konur sem hafa sýnt ómetanlega þrautsegju í að leiða og styðja byltinguna þar sem sumar hafa verið meira áberandi en aðrar. Við eigum að þakka þeim í stað þess að þagga niður í þeim. Við verðum að læra af þeim sögum sem komið hafa fram og horfast í augu við þá verknaði sem hafa átt sér stað í skjóli þagnar í samfélaginu okkar í allt of langan tíma. Það er ótrúlega erfitt að viðurkenna allt óréttlætið, að fólk hafi liðið fyrir ofbeldi, áreitni og mismunun í okkar góða samfélagi, og ekki síður að horfast í augu við að kerfið hefur brugðist. Við megum samt ekki hrökkva í vörn eða detta í skotgrafirnar. Við verðum að halda áfram að vinna með þessar frásagnir, læra af þeim, breyta kerfinu og samfélaginu öllu. Stjórnvöld hafa vissulega brugðist við á ákveðnum sviðum. Við höfum séð aðgerðir, stefnubreytingar, áætlanir, lagabreytingar, starfshópa, málþing og ráðstefnur spretta upp. Ég hef fulla trú á að við eigum eftir að sjá meira og að okkur takist um að búa til betra samfélag. Ti þess verðum við að koma í veg fyrir pólaríseringu umræðunnar. Hún má ekki snúast um karlmennsku vs. femínisma, yfirvald vs. almenning, Íslendinga vs. fólk af erlendum uppruna, gagnkynhneigð vs. samkynhneigð, fatlað fólk vs. ófatlað fólk o.s.frv. Umræðan þarf að vera um alvöru jafnrétti þar sem einstaklingar á Íslandi mætast og tala saman af virðingu hvert fyrir öðru og skapar saman réttlátt kerfi og samfélag. Stöndum saman í að læra af byltingunni og tökum höndum saman um að finna lausn. Verum þakklát, ræðum saman og búum til betra samfélag. Höfundur er fyrrverandi Alþingiskona og skipar 24. sæti hjá Kvennaheyfingu
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun