Tveir fluttir á sjúkrahús eftir slys á Þingvallavatni Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. maí 2018 12:31 Frá vettvangi við Þingvallavatn í dag. Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Tveir voru fluttir á sjúkrahús eftir slys syðst á Þingvallavatni í dag. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu sendi þrjá kafara ásamt kafarabíl og bát á vettvang að Þingvallavatni, nánar tiltekið að Villingavatni til suðurs, skömmu eftir hádegi í dag. Varðstjóri hjá slökkviliðinu staðfesti í samtali við Vísi á öðrum tímanum að mennirnir hefðu náðst upp úr vatninu og að þeir hefðu verið fluttir á sjúkrahús. Hann gat hvorki gefið frekari upplýsingar um líðan mannanna né björgunaraðgerðir á vettvangi. Vitni á vettvangi segir að sést hafi til tveggja manna á bát á vatinu í dag.Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Þá voru björgunarsveitir sendar að Þingvallavatni eftir að tilkynning barst um slysið. Fjölmennur hópur björgunarsveitarmanna var staddur við Ölfusá við leit að manni sem fór í ána í nótt og voru hópar sendir þaðan að Þingvöllum. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, sagði í samtali við Vísi á þriðja tímanum að björgunarsveitir hafi lokið störfum á vettvangi við Þingvallavatn. Þær hafi aðallega verið í því að loka fyrir umferð til að greiða fyrir leið sjúkrabíla til og frá svæðinu. Þá segir hann að ekki hafi þurft að leita út um vatnið á bátum björgunarsveitanna þegar á vettvang kom en mennirnir fundust tiltölulega fljótt. Davíð bjó ekki yfir upplýsingum um tildrög atviksins á vatninu en sagði lögreglu og sjúkraflutningamenn á staðnum. Ekki hefur náðst í Svein Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjóni á Suðurlandi, vegna slyssins en hann sagði í samtali við fréttastofu RÚV eftir hádegi að hópur hafi verið synda syðst í vatninu þegar tveir urðu viðskila við hópinn. Vitni á vettvangi sögðu í samtali við fréttastofu nú á þriðja tímanum að sést hefði til tveggja manna í bát á vatninu í dag. Fréttin hefur verið uppfærð. Þá fengust upphaflega þær upplýsingar að leit stæði yfir að einum einstaklingi. Síðar fengust þær upplýsingar að um tvo einstaklinga var að ræða. Fréttin hefur verið leiðrétt í samræmi við það. Kafarabíll slökkviliðsins á leið á vettvang skömmu eftir hádegi.Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Björgunarsveitir voru kallaðar að Þingvallavatni þegar tilkynning um slysið barst. Myndin er frá vettvangi í dag.Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fleiri fréttir Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Sjá meira
Tveir voru fluttir á sjúkrahús eftir slys syðst á Þingvallavatni í dag. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu sendi þrjá kafara ásamt kafarabíl og bát á vettvang að Þingvallavatni, nánar tiltekið að Villingavatni til suðurs, skömmu eftir hádegi í dag. Varðstjóri hjá slökkviliðinu staðfesti í samtali við Vísi á öðrum tímanum að mennirnir hefðu náðst upp úr vatninu og að þeir hefðu verið fluttir á sjúkrahús. Hann gat hvorki gefið frekari upplýsingar um líðan mannanna né björgunaraðgerðir á vettvangi. Vitni á vettvangi segir að sést hafi til tveggja manna á bát á vatinu í dag.Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Þá voru björgunarsveitir sendar að Þingvallavatni eftir að tilkynning barst um slysið. Fjölmennur hópur björgunarsveitarmanna var staddur við Ölfusá við leit að manni sem fór í ána í nótt og voru hópar sendir þaðan að Þingvöllum. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, sagði í samtali við Vísi á þriðja tímanum að björgunarsveitir hafi lokið störfum á vettvangi við Þingvallavatn. Þær hafi aðallega verið í því að loka fyrir umferð til að greiða fyrir leið sjúkrabíla til og frá svæðinu. Þá segir hann að ekki hafi þurft að leita út um vatnið á bátum björgunarsveitanna þegar á vettvang kom en mennirnir fundust tiltölulega fljótt. Davíð bjó ekki yfir upplýsingum um tildrög atviksins á vatninu en sagði lögreglu og sjúkraflutningamenn á staðnum. Ekki hefur náðst í Svein Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjóni á Suðurlandi, vegna slyssins en hann sagði í samtali við fréttastofu RÚV eftir hádegi að hópur hafi verið synda syðst í vatninu þegar tveir urðu viðskila við hópinn. Vitni á vettvangi sögðu í samtali við fréttastofu nú á þriðja tímanum að sést hefði til tveggja manna í bát á vatninu í dag. Fréttin hefur verið uppfærð. Þá fengust upphaflega þær upplýsingar að leit stæði yfir að einum einstaklingi. Síðar fengust þær upplýsingar að um tvo einstaklinga var að ræða. Fréttin hefur verið leiðrétt í samræmi við það. Kafarabíll slökkviliðsins á leið á vettvang skömmu eftir hádegi.Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Björgunarsveitir voru kallaðar að Þingvallavatni þegar tilkynning um slysið barst. Myndin er frá vettvangi í dag.Vísir/Jóhann K. Jóhannsson
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fleiri fréttir Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Sjá meira