Hvernig framtíðarborg viltu sjá? Þór Elís Pálsson skrifar 20. maí 2018 16:38 „Meirihluti fjármagnseigenda“ er réttara að nefna borgarmeirihlutann. Ljóst er að hann fylgir ekki þeirri jafnaðarstefnu sem hann gefur sig út fyrir að gera. Jafnaðarstefnan er ekki sjáanleg nokkurs staðar í borginn. Lítum á húsnæðismálin, þar sem stefna meirihlutans einkennist af því að hygla gróðafyrirtækjum sem byggja og kaupa eignir á miðsvæði borgarinnar til þess eins að ná út hámarks gróða. ,,Þétting byggðar‘‘ er það kallað. Hverjir standa svo undir þessum milljarða gróða þeirra, jú það eru Reykvíkingar sem þurfa auðvitað húsaskjól fyrir sig og sína. Það húsnæði sem nú er í leigu hækkar stöðugt, hagnaðarkrafan er einvörðungu þeirra markmið. Á viðskiptamáli gróðravon, á mannamáli græðgi. Við sjáum nú húsnæði sem öflug stórfyrirtæki eru að byggja rándýrt og ekki á færi almennra borgara að ráða við, það er deginum ljósara. Þetta er stefna núverandi meirihluta, hvernig sem hann reynir að hrista hana af sér nú korteri í kosningar. Á kosningafundum hér og þar um borgina stærir meirihlutinn sig að hafa staðið vaktina í langa tíma og er greinilega staurblindur á raunveruleikann eins og hann blasir nú við. Við sem búum í borginni viljum sjá góða, fallega og spennandi borg, en ekki þessa eyðileggingu. Þær eru sorglegar framkvæmdirnar í miðborginni, dýrasta og glæsilegasta hús borgarinnar hverfur brátt sjónum. Harpan stolt borgarinnar, er okkar skrautfjöður. Óperuhús og tónlistarhallir eru frægar um víða veröld, það er Harpan líka. Hvað hefur svo gerst hjá núverandi meirihluta? Það er verið að múra hana inni, þannig að eftir, ekki svo langan tíma, verður aðeins hægt að líta hana augum, með Ingólfi efst á Arnarhóli eða úti á sjó. Hið magnaða ljósaspil á kvöldin hverfur þeim sem rölta um miðbæinn, en aðeins mun blasa við kassalaga hrúgöld sem samt eru svo dýrt byggð að nánast enginn hefur efni á, jafnvel íslensku millarnir þurfa að hafa fyrir því að snara fram rúmum 400 miljónum kr. sem er víst verðmiðinn sé á þessum eignum. Hverjir eru það sem kaupa? Líklega erlendir auðmenn sem heimsækja borgina endrum og sinnum. Þess í milli standa þessar tildureignir tómar. Hinir útlendingarnir, sem auðvita eru velkomnir og vilja skoða okkar fallega land og njóta menningarinnar í borginni eru smátt og smátt að ná yfirhöndinni í miðborginni með Airb&b væðingu hennar. Afleiðingin er þegar komin í ljós, borgarbúar eru að hrekjast út í önnur hverfi borgarinnar og önnur sveitafélög. Þetta er allt að gerst á vakt núverandi meirihluta í Reykjavík. Unga fólkið vill gjarnan búa miðsvæðis, þar er t.d. stutt í háskóla borgarinnar og aðrar menntastofnanir, það vill ekki eiga bíl og vill vera í göngufæri við allt og alla. Ef heldur sem horfir hrekjast þau út í úthverfin og önnur sveitafélög, verða að eiga bíl og kaffihúsin verða þeim aðeins draumsýn. Er þetta framtíðar borgin okkar? Svarið er örugglega nei hjá þorra borgarbúa. Snúum dæminu við og það getum við gert á laugardaginn 26. maí n.k. Síðustu vangaveltur stjórnmálaspekinga sýna að minni framboðin í Reykjavík geti breytt landslaginu verulega. Flokkur fólksins er eina aflið í þessum hópi sem er með rödd á Alþingi og það sterka. Ljáðu honum einnig rödd í borginni og við munum aldrei sofna á vaktinni. Við viljum útrýma óréttlæti, mismunun og fátækt. Flokkur fólksins, FÓLKIÐ FYRST.Höf: Þór Elís Pálsson, skipar 4. sæti Flokks fólksins í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Sjá meira
„Meirihluti fjármagnseigenda“ er réttara að nefna borgarmeirihlutann. Ljóst er að hann fylgir ekki þeirri jafnaðarstefnu sem hann gefur sig út fyrir að gera. Jafnaðarstefnan er ekki sjáanleg nokkurs staðar í borginn. Lítum á húsnæðismálin, þar sem stefna meirihlutans einkennist af því að hygla gróðafyrirtækjum sem byggja og kaupa eignir á miðsvæði borgarinnar til þess eins að ná út hámarks gróða. ,,Þétting byggðar‘‘ er það kallað. Hverjir standa svo undir þessum milljarða gróða þeirra, jú það eru Reykvíkingar sem þurfa auðvitað húsaskjól fyrir sig og sína. Það húsnæði sem nú er í leigu hækkar stöðugt, hagnaðarkrafan er einvörðungu þeirra markmið. Á viðskiptamáli gróðravon, á mannamáli græðgi. Við sjáum nú húsnæði sem öflug stórfyrirtæki eru að byggja rándýrt og ekki á færi almennra borgara að ráða við, það er deginum ljósara. Þetta er stefna núverandi meirihluta, hvernig sem hann reynir að hrista hana af sér nú korteri í kosningar. Á kosningafundum hér og þar um borgina stærir meirihlutinn sig að hafa staðið vaktina í langa tíma og er greinilega staurblindur á raunveruleikann eins og hann blasir nú við. Við sem búum í borginni viljum sjá góða, fallega og spennandi borg, en ekki þessa eyðileggingu. Þær eru sorglegar framkvæmdirnar í miðborginni, dýrasta og glæsilegasta hús borgarinnar hverfur brátt sjónum. Harpan stolt borgarinnar, er okkar skrautfjöður. Óperuhús og tónlistarhallir eru frægar um víða veröld, það er Harpan líka. Hvað hefur svo gerst hjá núverandi meirihluta? Það er verið að múra hana inni, þannig að eftir, ekki svo langan tíma, verður aðeins hægt að líta hana augum, með Ingólfi efst á Arnarhóli eða úti á sjó. Hið magnaða ljósaspil á kvöldin hverfur þeim sem rölta um miðbæinn, en aðeins mun blasa við kassalaga hrúgöld sem samt eru svo dýrt byggð að nánast enginn hefur efni á, jafnvel íslensku millarnir þurfa að hafa fyrir því að snara fram rúmum 400 miljónum kr. sem er víst verðmiðinn sé á þessum eignum. Hverjir eru það sem kaupa? Líklega erlendir auðmenn sem heimsækja borgina endrum og sinnum. Þess í milli standa þessar tildureignir tómar. Hinir útlendingarnir, sem auðvita eru velkomnir og vilja skoða okkar fallega land og njóta menningarinnar í borginni eru smátt og smátt að ná yfirhöndinni í miðborginni með Airb&b væðingu hennar. Afleiðingin er þegar komin í ljós, borgarbúar eru að hrekjast út í önnur hverfi borgarinnar og önnur sveitafélög. Þetta er allt að gerst á vakt núverandi meirihluta í Reykjavík. Unga fólkið vill gjarnan búa miðsvæðis, þar er t.d. stutt í háskóla borgarinnar og aðrar menntastofnanir, það vill ekki eiga bíl og vill vera í göngufæri við allt og alla. Ef heldur sem horfir hrekjast þau út í úthverfin og önnur sveitafélög, verða að eiga bíl og kaffihúsin verða þeim aðeins draumsýn. Er þetta framtíðar borgin okkar? Svarið er örugglega nei hjá þorra borgarbúa. Snúum dæminu við og það getum við gert á laugardaginn 26. maí n.k. Síðustu vangaveltur stjórnmálaspekinga sýna að minni framboðin í Reykjavík geti breytt landslaginu verulega. Flokkur fólksins er eina aflið í þessum hópi sem er með rödd á Alþingi og það sterka. Ljáðu honum einnig rödd í borginni og við munum aldrei sofna á vaktinni. Við viljum útrýma óréttlæti, mismunun og fátækt. Flokkur fólksins, FÓLKIÐ FYRST.Höf: Þór Elís Pálsson, skipar 4. sæti Flokks fólksins í Reykjavík
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar