Ljúki ökuskóla þrjú áður en skírteini fæst Jóhann Óli Eiðsson skrifar 29. mars 2018 09:00 Í reglugerð um almenn ökuskírteini er kveðið á um að til að hljóta ökuréttindi þurfi að ljúka ökuskóla þrjú. Fréttablaðið/Pjetur Rannsóknarnefnd samgönguslysa (RNSA) beinir þeim tilmælum til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins að gera ráðstafanir til þess að hægt sé að fella niður ákvæði til bráðabirgða um undanþágu frá þjálfun í ökugerði. Þetta kemur fram í skýrslu nefndarinnar um banaslys sem varð á Þorláksmessu 2016 við Heiðarenda í Jökulsárdal. Suzuki Grand Vitara endaði utan vegar og valt. Ökumaður bifreiðarinnar, 61 árs gömul kona, var ein í bifreiðinni og lést af höfuðáverkum. Færð á slysdegi var ekki með besta móti, snjókoma eða slydda og skyggni ábótavant. Óveðri hafði verið spáð síðar um daginn og hafði hin látna ætlað sér að komast á leiðarenda áður en færð spilltist. „Ökumaður öðlaðist ökuréttindi rúmlega fimm mánuðum fyrir slysið. Hann hafði því ekki langa reynslu af akstri og alls ekki í svo erfiðri færð sem þarna var,“ segir í skýrslunni. Í reglugerð um almenn ökuskírteini er kveðið á um að til að hljóta ökuréttindi þurfi að ljúka ökuskóla þrjú. Slíkt nám fer fram í ökugerði og kynnast nemar þar erfiðum akstursskilyrðum, hvernig aksturseiginleikar breytast þegar grip minnkar og hvernig skal forðast að bifreið fari að skríða til. Reglurnar hafa verið í gildi frá 2011 en uppbygging ökugerða hefur tafist. Engin slík eru á Austur- og Vesturlandi sem og Vestfjörðum. Því hefur verið undanþáguákvæði í lögum að hægt sé að fá bráðabirgðaskírteini án þess að ljúka ökuskóla þrjú. RNSA leggur til að þessi bráðabirgðaheimild verði felld niður. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Banaslys við Jökulsá á Brú Slysið varð laust fyrir klukkan 4 í dag. 23. desember 2016 19:15 Nafn konunnar sem lést í bílslysi við Heiðarenda Slysið varð um fjögurleytið í gær. 24. desember 2016 14:30 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Fleiri fréttir Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunnar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Sjá meira
Rannsóknarnefnd samgönguslysa (RNSA) beinir þeim tilmælum til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins að gera ráðstafanir til þess að hægt sé að fella niður ákvæði til bráðabirgða um undanþágu frá þjálfun í ökugerði. Þetta kemur fram í skýrslu nefndarinnar um banaslys sem varð á Þorláksmessu 2016 við Heiðarenda í Jökulsárdal. Suzuki Grand Vitara endaði utan vegar og valt. Ökumaður bifreiðarinnar, 61 árs gömul kona, var ein í bifreiðinni og lést af höfuðáverkum. Færð á slysdegi var ekki með besta móti, snjókoma eða slydda og skyggni ábótavant. Óveðri hafði verið spáð síðar um daginn og hafði hin látna ætlað sér að komast á leiðarenda áður en færð spilltist. „Ökumaður öðlaðist ökuréttindi rúmlega fimm mánuðum fyrir slysið. Hann hafði því ekki langa reynslu af akstri og alls ekki í svo erfiðri færð sem þarna var,“ segir í skýrslunni. Í reglugerð um almenn ökuskírteini er kveðið á um að til að hljóta ökuréttindi þurfi að ljúka ökuskóla þrjú. Slíkt nám fer fram í ökugerði og kynnast nemar þar erfiðum akstursskilyrðum, hvernig aksturseiginleikar breytast þegar grip minnkar og hvernig skal forðast að bifreið fari að skríða til. Reglurnar hafa verið í gildi frá 2011 en uppbygging ökugerða hefur tafist. Engin slík eru á Austur- og Vesturlandi sem og Vestfjörðum. Því hefur verið undanþáguákvæði í lögum að hægt sé að fá bráðabirgðaskírteini án þess að ljúka ökuskóla þrjú. RNSA leggur til að þessi bráðabirgðaheimild verði felld niður.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Banaslys við Jökulsá á Brú Slysið varð laust fyrir klukkan 4 í dag. 23. desember 2016 19:15 Nafn konunnar sem lést í bílslysi við Heiðarenda Slysið varð um fjögurleytið í gær. 24. desember 2016 14:30 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Fleiri fréttir Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunnar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Sjá meira
Nafn konunnar sem lést í bílslysi við Heiðarenda Slysið varð um fjögurleytið í gær. 24. desember 2016 14:30