Áfall CIA í Kína rakið til galla í samskiptakerfi Samúel Karl Ólason skrifar 17. ágúst 2018 12:00 Með kerfisbundnum hætti þurrkuðu Kínverjar út njósnahring sem hafði tekið mörg ár að byggja upp og drógu verulega úr njósnum Bandaríkjanna í Kína. Vísir/Getty Eitt versta áfall Leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA, hefur verið rakið, að hluta til, til klúðurs með samskiptabúnað stofnunarinnar. Á árunum 2010 til 2012 drápu yfirvöld Kína fjölda heimildarmanna CIA í landinu. Með kerfisbundnum hætti þurrkuðu Kínverjar út njósnahring sem hafði tekið mörg ár að byggja upp og drógu verulega úr njósnum Bandaríkjanna í Kína.Samkvæmt heimildum Foreign Policy hafa rannsakendur CIA og FBI komist að þeirri niðurstöðu að Kínverjar hafi getað fylgst með samskiptum útsendara CIA við heimildarmenn í Kína. Það hafi spilað stóra rullu í lömun njósnastarfsemi Bandaríkjanna í Kína. Einnig er talið að starfsmaður CIA hafi veitt yfirvöldum Kína upplýsingar.Sjá einnig: Kínverjar drápu fjölda njósnara CIAHeimildarmenn FP segja að á áðurnefndu tveggja ára tímabili hafi um 30 heimildarmenn CIA verið teknir af lífi í Kína og mögulega hafi þeir verið fleiri. Þrátt fyrir hraða öryggisstofnanna í Kína tókst CIA þó að koma einhverjum heimildarmönnum sínum úr landi.Þrír möguleikar komu til greina Sérstök rannsóknarnefnd var stofnuð til að komast að því hvað hefði komið fyrir og innihélt hún starfsmenn CIA og Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI. Nefndin sagði þrjár möguleika kæmu til greina. Njósnari útvegaði yfirvöldum Kína nöfn heimildarmannanna. Mistök hefðu verið gerð af útsendurum CIA í Kína og að Kínverjar hefðu brotið sér leið inn í samskiptakerfi CIA. Niðurstaða nefndarinnar var að samspil allra þriggja þátta hefði verið um að ræða. Jerry Chun Shing Lee, fyrrverandi starfsmaður CIA, var handtekinn árið 2017 eftir áralanga rannsókn FBI. Hann hefur verið ákærður fyrir að veita njósnurum Kína upplýsingar um starfsemi CIA þar í landi. Svik Lee ein og sér útskýra þó ekki hvað kom fyrir í Kína. Hann bjó ekki yfir upplýsingum um nöfn heimildarmanna CIA.Sjá einnig: Handtaka varpar ljósi á lamaða starfsemi CIA í KínaNjósnarar CIA notast við sérstakt samskiptakerfi til að hafa samband við nýja heimildarmenn sína. Það kerfi átti að vera ótengt aðalsamskiptakerfinu ef umræddir nýir heimildarmenn reynast svikulir. Þannig að ef einn nýr heimildarmaður færi með kerfið til yfirvalda Kína væri hvorki hægt að rekja það til CIA né til njósnaranna og annarra heimildarmanna þeirra.Galli í kerfinu Hins vegar var galli í kerfinu, samkvæmt heimildum FP, sem gerði Kínverjum kleift að gera bæði. Það er að rekja kerfið til CIA og komast að því hverjir væru að nota það. Þó liggur ekki fyrir hvernig Kínverjar komu höndum yfir kerfið og koma nokkrar leiðir til greina. Nokkrir heimildarmanna CIA sem voru teknir af lífi notuðust þó ekki við umrætt samskiptakerfi. Það bendir til þess að Kínverjar hafi borið kennsl á heimildarmenn og í gegnum þá njósnara Bandaríkjanna. Með því að elta þá og rannsaka nánar gátu þeir borið kennsl á fleiri njósnara og heimildarmenn. CIA grunar að Kínverjar hafi deilt upplýsingum sínum um samskiptakerfið með Rússum. Á svipuðum tíma og Kínverjar sópuðu upp útsendurum Bandaríkjanna þögnuðu margir heimildarmenn Bandaríkjanna í Rússlandi einnig.Skoða fortíðina í nýju ljósi Foreign Policy segir áfallið hafa vakið upp spurningar innan CIA um gildi eldri samskiptaaðferða við heimildarmenn og útsendara. Þrátt fyrir mikla dulkóðun sé ávalt hægt að brjóta sér leið inn í kerfi sem byggi á internetinu, með sífellt breyttri tækni. Njósnarar Bandaríkjanna í Kína munu hafa lagt tæknina til hliðar við störf sín, sem er þó ekki án áhættu og tekur mun meiri tíma.This didn't make it into the piece, but here's how the Chinese treated people working with the CIA: According to one source, one asset working at a state tech institutes, and his pregnant wife, were executed live on closed circuit TV in front of the staff. https://t.co/pIhpvOmSFr— Zach Dorfman (@zachsdorfman) August 15, 2018 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Eitt versta áfall Leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA, hefur verið rakið, að hluta til, til klúðurs með samskiptabúnað stofnunarinnar. Á árunum 2010 til 2012 drápu yfirvöld Kína fjölda heimildarmanna CIA í landinu. Með kerfisbundnum hætti þurrkuðu Kínverjar út njósnahring sem hafði tekið mörg ár að byggja upp og drógu verulega úr njósnum Bandaríkjanna í Kína.Samkvæmt heimildum Foreign Policy hafa rannsakendur CIA og FBI komist að þeirri niðurstöðu að Kínverjar hafi getað fylgst með samskiptum útsendara CIA við heimildarmenn í Kína. Það hafi spilað stóra rullu í lömun njósnastarfsemi Bandaríkjanna í Kína. Einnig er talið að starfsmaður CIA hafi veitt yfirvöldum Kína upplýsingar.Sjá einnig: Kínverjar drápu fjölda njósnara CIAHeimildarmenn FP segja að á áðurnefndu tveggja ára tímabili hafi um 30 heimildarmenn CIA verið teknir af lífi í Kína og mögulega hafi þeir verið fleiri. Þrátt fyrir hraða öryggisstofnanna í Kína tókst CIA þó að koma einhverjum heimildarmönnum sínum úr landi.Þrír möguleikar komu til greina Sérstök rannsóknarnefnd var stofnuð til að komast að því hvað hefði komið fyrir og innihélt hún starfsmenn CIA og Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI. Nefndin sagði þrjár möguleika kæmu til greina. Njósnari útvegaði yfirvöldum Kína nöfn heimildarmannanna. Mistök hefðu verið gerð af útsendurum CIA í Kína og að Kínverjar hefðu brotið sér leið inn í samskiptakerfi CIA. Niðurstaða nefndarinnar var að samspil allra þriggja þátta hefði verið um að ræða. Jerry Chun Shing Lee, fyrrverandi starfsmaður CIA, var handtekinn árið 2017 eftir áralanga rannsókn FBI. Hann hefur verið ákærður fyrir að veita njósnurum Kína upplýsingar um starfsemi CIA þar í landi. Svik Lee ein og sér útskýra þó ekki hvað kom fyrir í Kína. Hann bjó ekki yfir upplýsingum um nöfn heimildarmanna CIA.Sjá einnig: Handtaka varpar ljósi á lamaða starfsemi CIA í KínaNjósnarar CIA notast við sérstakt samskiptakerfi til að hafa samband við nýja heimildarmenn sína. Það kerfi átti að vera ótengt aðalsamskiptakerfinu ef umræddir nýir heimildarmenn reynast svikulir. Þannig að ef einn nýr heimildarmaður færi með kerfið til yfirvalda Kína væri hvorki hægt að rekja það til CIA né til njósnaranna og annarra heimildarmanna þeirra.Galli í kerfinu Hins vegar var galli í kerfinu, samkvæmt heimildum FP, sem gerði Kínverjum kleift að gera bæði. Það er að rekja kerfið til CIA og komast að því hverjir væru að nota það. Þó liggur ekki fyrir hvernig Kínverjar komu höndum yfir kerfið og koma nokkrar leiðir til greina. Nokkrir heimildarmanna CIA sem voru teknir af lífi notuðust þó ekki við umrætt samskiptakerfi. Það bendir til þess að Kínverjar hafi borið kennsl á heimildarmenn og í gegnum þá njósnara Bandaríkjanna. Með því að elta þá og rannsaka nánar gátu þeir borið kennsl á fleiri njósnara og heimildarmenn. CIA grunar að Kínverjar hafi deilt upplýsingum sínum um samskiptakerfið með Rússum. Á svipuðum tíma og Kínverjar sópuðu upp útsendurum Bandaríkjanna þögnuðu margir heimildarmenn Bandaríkjanna í Rússlandi einnig.Skoða fortíðina í nýju ljósi Foreign Policy segir áfallið hafa vakið upp spurningar innan CIA um gildi eldri samskiptaaðferða við heimildarmenn og útsendara. Þrátt fyrir mikla dulkóðun sé ávalt hægt að brjóta sér leið inn í kerfi sem byggi á internetinu, með sífellt breyttri tækni. Njósnarar Bandaríkjanna í Kína munu hafa lagt tæknina til hliðar við störf sín, sem er þó ekki án áhættu og tekur mun meiri tíma.This didn't make it into the piece, but here's how the Chinese treated people working with the CIA: According to one source, one asset working at a state tech institutes, and his pregnant wife, were executed live on closed circuit TV in front of the staff. https://t.co/pIhpvOmSFr— Zach Dorfman (@zachsdorfman) August 15, 2018
Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira