Landsvirkjun fékk milljarð á mánuði frá Kárahnjúkum Kristján Már Unnarsson skrifar 19. apríl 2018 22:15 Hálslón við Kárahnjúka. Sérfræðingur á sviði orkumála áætlar að Landsvirkjun hafi á síðasta ári fengið nærri tólf milljarða króna frá Alcoa-Fjarðaáli í sölutekjur af orku Kárahnjúkavirkjunar, eða um einn milljarð króna á mánuði. Forstjóri Landsvirkjunar segir að enn sé nokkuð í það að virkjunin verði uppgreidd. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Tíu ár eru liðin frá því Kárahnjúkavirkjun komst í fullan rekstur en hún er langstærsta virkjun landsins. Opinbert heiti hennar er Fljótsdalsstöð en uppsett afl hennar er 690 megavött. Raforkuframleiðslan á síðasta ári nam 5.065 gígavattstundum, eða 37 prósentum af heildarorkuvinnslu Landsvirkjunar, samkvæmt upplýsingum fyrirtækisins.Frá stöðvarhúsi Fljótsdalsstöðvar.Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir fyrirtækið nýlega hafa fengið alþjóðlega aðila til að gera úttekt á virkjuninni. „Og það var mjög ánægjulegt að hún hefur verið að koma mjög vel út, á flesta mælikvarða rekstrarlega séð bara mjög vel. Við erum bara mjög ánægð með hvernig hún hefur gengið.“Er hún að skila meiri orku en þið gerðuð ráð fyrir? „Já, hún er að skila meiri orku,“ svarar Hörður. Hún skilar raunar ellefu prósentum meiri raforku en upphaflega var áætlað en viðbótin stafar af auknu rennsli. Raforkan er seld til Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði en hvorki Landsvirkjun né álfyrirtækið gefa upp orkuverðið né heildarverðmæti raforkukaupanna.Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.Ketill Sigurjónsson, sérfræðingur um orkugeirann, hefur þó reynt að áætla þær fjárhæðir sem um ræðir. Ketill áætlar að tekjur Landsvirkjunar frá Alcoa-Fjarðaáli á árinu 2017 hafi verið um 11,5 milljarðar króna, með fimm prósenta vikmörkum, eða milli ellefu og tólf milljarðar króna. Ketill tekur fram að tekjurnar sveiflist mjög því raforkuverðið sé tengt álverði auk þess sem raforkumagnið sé breytilegt. Samkvæmt upplýsingum frá Landsvirkjun er kostnaður við Fljótsdalsstöð ásamt flutningsmannvirkjum metinn á um 2,3 milljarða dollara, á gengi þess tíma. En hvenær má búast að tekjurnar frá álverinu verði búnar að greiða upp virkjunina? „Við höfum nú ekki gert virkjanirnar upp á þennan hátt. Virkjanirnar styðja hver aðra þannig að við höfum ekki gert það upp á þann hátt. En mikilvægt er að virkjunin hefur gengið mjög vel og raun og veru framleitt meira en gert var ráð fyrir.“En fer að styttast í að hún verði uppgreidd miðað við tekjur sem þið fáið frá Fjarðaáli? „Nei, það er nú ennþá nokkuð í það, - alveg eins og áætlanir gerðu ráð fyrir. Það er nokkuð í það,“ svarar forstjóri Landsvirkjunar. Tengdar fréttir Tekjur Landsvirkjunar þær mestu í sögunni Hagnaður Landsvirkjunar fyrir fjármagnsliði varð meiri en nokkru sinni fyrr á nýliðnu ári, eða sextán milljarðar króna, og raforkuframleiðsla sló öll met. 15. febrúar 2018 20:45 Mest lesið Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Viðskipti innlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Viðskipti innlent Merki um aukin umsvif á fasteignamarkaði Viðskipti Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Sjá meira
Sérfræðingur á sviði orkumála áætlar að Landsvirkjun hafi á síðasta ári fengið nærri tólf milljarða króna frá Alcoa-Fjarðaáli í sölutekjur af orku Kárahnjúkavirkjunar, eða um einn milljarð króna á mánuði. Forstjóri Landsvirkjunar segir að enn sé nokkuð í það að virkjunin verði uppgreidd. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Tíu ár eru liðin frá því Kárahnjúkavirkjun komst í fullan rekstur en hún er langstærsta virkjun landsins. Opinbert heiti hennar er Fljótsdalsstöð en uppsett afl hennar er 690 megavött. Raforkuframleiðslan á síðasta ári nam 5.065 gígavattstundum, eða 37 prósentum af heildarorkuvinnslu Landsvirkjunar, samkvæmt upplýsingum fyrirtækisins.Frá stöðvarhúsi Fljótsdalsstöðvar.Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir fyrirtækið nýlega hafa fengið alþjóðlega aðila til að gera úttekt á virkjuninni. „Og það var mjög ánægjulegt að hún hefur verið að koma mjög vel út, á flesta mælikvarða rekstrarlega séð bara mjög vel. Við erum bara mjög ánægð með hvernig hún hefur gengið.“Er hún að skila meiri orku en þið gerðuð ráð fyrir? „Já, hún er að skila meiri orku,“ svarar Hörður. Hún skilar raunar ellefu prósentum meiri raforku en upphaflega var áætlað en viðbótin stafar af auknu rennsli. Raforkan er seld til Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði en hvorki Landsvirkjun né álfyrirtækið gefa upp orkuverðið né heildarverðmæti raforkukaupanna.Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.Ketill Sigurjónsson, sérfræðingur um orkugeirann, hefur þó reynt að áætla þær fjárhæðir sem um ræðir. Ketill áætlar að tekjur Landsvirkjunar frá Alcoa-Fjarðaáli á árinu 2017 hafi verið um 11,5 milljarðar króna, með fimm prósenta vikmörkum, eða milli ellefu og tólf milljarðar króna. Ketill tekur fram að tekjurnar sveiflist mjög því raforkuverðið sé tengt álverði auk þess sem raforkumagnið sé breytilegt. Samkvæmt upplýsingum frá Landsvirkjun er kostnaður við Fljótsdalsstöð ásamt flutningsmannvirkjum metinn á um 2,3 milljarða dollara, á gengi þess tíma. En hvenær má búast að tekjurnar frá álverinu verði búnar að greiða upp virkjunina? „Við höfum nú ekki gert virkjanirnar upp á þennan hátt. Virkjanirnar styðja hver aðra þannig að við höfum ekki gert það upp á þann hátt. En mikilvægt er að virkjunin hefur gengið mjög vel og raun og veru framleitt meira en gert var ráð fyrir.“En fer að styttast í að hún verði uppgreidd miðað við tekjur sem þið fáið frá Fjarðaáli? „Nei, það er nú ennþá nokkuð í það, - alveg eins og áætlanir gerðu ráð fyrir. Það er nokkuð í það,“ svarar forstjóri Landsvirkjunar.
Tengdar fréttir Tekjur Landsvirkjunar þær mestu í sögunni Hagnaður Landsvirkjunar fyrir fjármagnsliði varð meiri en nokkru sinni fyrr á nýliðnu ári, eða sextán milljarðar króna, og raforkuframleiðsla sló öll met. 15. febrúar 2018 20:45 Mest lesið Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Viðskipti innlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Viðskipti innlent Merki um aukin umsvif á fasteignamarkaði Viðskipti Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Sjá meira
Tekjur Landsvirkjunar þær mestu í sögunni Hagnaður Landsvirkjunar fyrir fjármagnsliði varð meiri en nokkru sinni fyrr á nýliðnu ári, eða sextán milljarðar króna, og raforkuframleiðsla sló öll met. 15. febrúar 2018 20:45