Rætin ummæli Árni Þormóðsson skrifar 19. apríl 2018 07:00 Mjög ósönn og rætin ummæli um SÁÁ eru höfð eftir Kristínu Pálsdóttur, talskonu Rótarinnar, félags kvenna með áfengis- og fíknivanda, í Fréttablaðinu 11. apríl sl. M.a. er haft er eftir talskonunni að SÁÁ „standi þróun og breytingum í meðferðarstarfi fyrir þrifum“, og hafi „staðið í vegi fyrir þróun í meðferðarstarfi hérlendis, meðal annars vegna ríkra rekstrarhagsmuna samtakanna.“ Þarna fer talskonan með sérstaklega ósvífnar ósannar ásakanir á hendur samtökunum. Með ósannindum sínum snýr talskonan staðreyndum á haus. SÁÁ hefur frá upphafi samtakanna, fyrir rúmum 40 árum, þróað og bætt meðferðarstarfið sem var nánast ekkert í landinu fyrir stofnun samtakanna. Á ráðstefnu sem haldin var í tilefni af 40 ára afmæli samtakanna sl. haust komu margir af fremstu fíknarlæknum heims sem báru lof á meðferðarstarf og árangur SÁÁ. Þetta vita allir sem vilja vita og bera ekki annarlegar hvatir í brjósti til samtakanna, eins og augljóslega birtast í ummælum talskonunnar í viðtalinu. Meðferðarstarf SÁÁ var lengst af leitt af Þórarni Tyrfingssyni lækni og menntuðum áfengis- og vímuefnaráðgjöfum og nú af Valgerði Rúnarsdóttur, sérfræðingi í fíknarlækningum. Um 25.000 manns hafa þegið meðferð á Vogi og öðrum meðferðarstofnunum samtakanna og flestir hafa fengið góðan bata. Árangurinn hefur vakið athygli í öðrum löndum. Talskonan gagnrýnir menntun áfengis- og vímuefnaráðgjafa SÁÁ og líkir henni saman við eina önn í framhaldsskóla. Þessi samanburður er algjörlega út í hött og sýnir einungis hvað talskonan veit lítið um það sem hún er að tala um. Líklegra er þó að hún viti betur en kjósi að halda hinu ranga fram í viðleitni sinni til að skaða samtökin. Talskonur Rótarinnar hafa frá upphafi þeirra félags haldið uppi ósönnum og rakalausum óhróðri gegn SÁÁ í stað þess að beita sér fyrir því að ríkið geri skyldu sína í því að fjármagna þennan þátt heilbrigðisþjónustunnar sem áfengis- og vímuefnameðferð er. Það væri auðvitað hægt að gera mun betur í meðferðarstarfi SÁÁ fengjust nægir peningar til starfsins. Fjárskortur hefur alltaf takmarkað starfsgetu SÁÁ sem þó hefur unnið þrekvirki með gríðarlega góðum stuðningi almennings í landinu.Höfundur er félagi í SÁÁ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Segir SÁÁ standa í vegi fyrir umbótum í meðferðarstarfi Talskona Rótarinnar segir SÁÁ standa þróun og breytingum í meðferðarstarfi fyrir þrifum, menntun ráðgjafa sé ábótavant og einblínt sé um of á vandann sem fíknisjúkdóm í meðferðarstarfi. 11. apríl 2018 08:00 Mest lesið Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Mjög ósönn og rætin ummæli um SÁÁ eru höfð eftir Kristínu Pálsdóttur, talskonu Rótarinnar, félags kvenna með áfengis- og fíknivanda, í Fréttablaðinu 11. apríl sl. M.a. er haft er eftir talskonunni að SÁÁ „standi þróun og breytingum í meðferðarstarfi fyrir þrifum“, og hafi „staðið í vegi fyrir þróun í meðferðarstarfi hérlendis, meðal annars vegna ríkra rekstrarhagsmuna samtakanna.“ Þarna fer talskonan með sérstaklega ósvífnar ósannar ásakanir á hendur samtökunum. Með ósannindum sínum snýr talskonan staðreyndum á haus. SÁÁ hefur frá upphafi samtakanna, fyrir rúmum 40 árum, þróað og bætt meðferðarstarfið sem var nánast ekkert í landinu fyrir stofnun samtakanna. Á ráðstefnu sem haldin var í tilefni af 40 ára afmæli samtakanna sl. haust komu margir af fremstu fíknarlæknum heims sem báru lof á meðferðarstarf og árangur SÁÁ. Þetta vita allir sem vilja vita og bera ekki annarlegar hvatir í brjósti til samtakanna, eins og augljóslega birtast í ummælum talskonunnar í viðtalinu. Meðferðarstarf SÁÁ var lengst af leitt af Þórarni Tyrfingssyni lækni og menntuðum áfengis- og vímuefnaráðgjöfum og nú af Valgerði Rúnarsdóttur, sérfræðingi í fíknarlækningum. Um 25.000 manns hafa þegið meðferð á Vogi og öðrum meðferðarstofnunum samtakanna og flestir hafa fengið góðan bata. Árangurinn hefur vakið athygli í öðrum löndum. Talskonan gagnrýnir menntun áfengis- og vímuefnaráðgjafa SÁÁ og líkir henni saman við eina önn í framhaldsskóla. Þessi samanburður er algjörlega út í hött og sýnir einungis hvað talskonan veit lítið um það sem hún er að tala um. Líklegra er þó að hún viti betur en kjósi að halda hinu ranga fram í viðleitni sinni til að skaða samtökin. Talskonur Rótarinnar hafa frá upphafi þeirra félags haldið uppi ósönnum og rakalausum óhróðri gegn SÁÁ í stað þess að beita sér fyrir því að ríkið geri skyldu sína í því að fjármagna þennan þátt heilbrigðisþjónustunnar sem áfengis- og vímuefnameðferð er. Það væri auðvitað hægt að gera mun betur í meðferðarstarfi SÁÁ fengjust nægir peningar til starfsins. Fjárskortur hefur alltaf takmarkað starfsgetu SÁÁ sem þó hefur unnið þrekvirki með gríðarlega góðum stuðningi almennings í landinu.Höfundur er félagi í SÁÁ
Segir SÁÁ standa í vegi fyrir umbótum í meðferðarstarfi Talskona Rótarinnar segir SÁÁ standa þróun og breytingum í meðferðarstarfi fyrir þrifum, menntun ráðgjafa sé ábótavant og einblínt sé um of á vandann sem fíknisjúkdóm í meðferðarstarfi. 11. apríl 2018 08:00
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar