Orri Páll telur sig geta sýnt fram á sakleysi sitt Jakob Bjarnar skrifar 11. október 2018 23:26 Orri Páll Dýrason telur sig geta sýnt fram á sakleysi sitt en ásakanir bandarískrar listakonu, Meagan Boyd þess efnis að hann hafi nauðgað sér árið 2013 hafa vakið heimsathygli.Vísir greindi frá því frá því fyrr í kvöld að lögmaður Orra Páls hafi haft samband við ritstjóra Stundarinnar, þau Jón Trausta Reynisson og Ingibjörgu Dögg Kjartansdóttur, með það fyrir augum að stöðva fyrirhugaða umfjöllun um málið í blaði sem kemur út á morgun. Þar er rætt við Boyd auk tveggja vinkvenna hennar sem telja sig geta staðfest ásakanir hennar. Orra Páli var gefinn kostur á að bregðast við en það gerði hann með því að fá lögmann sinn til að leitast við að stöðva umfjöllunina.Lögmaður Orra Páls sérfróður um fjölmiðla Vísir ræddi við Jón Trausta nú í kvöld og hann taldi kröfuna undarlega, meðal annars í ljósi þess að allir helstu fjölmiðlar á Íslandi hafa fjallað um málið auk fjölmargra miðla erlendis. Það vekur athygli að lögmaður Orra Páls Dýrasonar er Gunnar Ingi Jóhannsson hæstaréttarlögmaður. Gunnar Ingi hefur hefur verið lögmaður blaðamanna og unnið sigra sem slíkur.Gunnar Ingi. Fáir ef nokkrir lögmenn þekkja betur stöðu blaðamanna en einmitt hann.Þannig var hann verjandi Bjarkar Eiðsdóttur og Erlu Hlynsdóttur sem unnu mál fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu. „Ég held að þetta hafi verið stórkostlegur sigur fyrir tjáningarfrelsið í landinu sem hefur verið í nauðvörn síðustu ár fyrir dómstólnum,“ sagði Gunnar Ingi þá. Þá hefur Gunnar Ingi varði fleiri blaðamenn, svo sem Atla Má Gylfason í frægu máli en í tengslum við það sagði Gunnar Ingi í samtali við Vísi að „Mannréttindadómstóll Evrópu hafi ítrekað staðið vörð um þann rétt blaðamanna, að taka á móti upplýsingum og miðla þeim.“Segir frásögn Boyd ekki standast Í bréfi hans, sem Vísir hefur undir höndum segir meðal annars að umbjóðandi hans, Orri Páll, telji sig geta „sýnt fram á að frásögn hennar [Meagan Boyd] geti ekki staðist. Umbj. minn vinnur að því að fá sig hreinsaðan af þessum ásökunum, en hafi í hyggju að gera það utan kastljóss fjölmiðla.“ Í bréfinu segir jafnframt: „Með bréfi þessu er farið fram á að Útgáfufélagið Stundin ehf. birti ekki frekari umfjallanir um ásakanir konunnar í garð umbj. míns, sérstaklega meðan enn hafa engar sönnur verið færðar fyrir þeim og viðeigandi yfirvöld ekki tekið þær til skoðunar. Tilgangur umfjöllunar Stundarinnar nú getur varla verið annar en sá, að breiða frekar út hinar alvarlegu fullyrðingar og auka lestur tíaritsins á kostnað mikilvægra hagsmuna umbj. míns.“ Þá segir í bréfi Gunnars Inga að Orri Páll áskilji sér allan rétt gagnvart Stundinni ef téð umfjöllun verður birt. Frekari umfjöllun um hann sé freklegt brot á friðhelgi einkalífs hans og fjölskyldu, ekki síst barna hans; „hann á rétt á að njóta friðar um og umfjöllun í samhengi sem hann kærir sig ekki um.“ Tengdar fréttir Orri Páll krefst þess að umfjöllun Stundarinnar um frásögn Boyd verði stöðvuð Annar ritstjóri Stundarinnar segir í samtali við Vísi að krafa Orra Páls hafi komið ritstjórninni á óvart. 11. október 2018 21:24 Orri Páll hættir í Sigur Rós eftir ásökun um nauðgun Bandarísk listakona segir trymbil Sigur Rósar hafa nauðgað sér fyrir fimm árum. 1. október 2018 10:55 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Orri Páll Dýrason telur sig geta sýnt fram á sakleysi sitt en ásakanir bandarískrar listakonu, Meagan Boyd þess efnis að hann hafi nauðgað sér árið 2013 hafa vakið heimsathygli.Vísir greindi frá því frá því fyrr í kvöld að lögmaður Orra Páls hafi haft samband við ritstjóra Stundarinnar, þau Jón Trausta Reynisson og Ingibjörgu Dögg Kjartansdóttur, með það fyrir augum að stöðva fyrirhugaða umfjöllun um málið í blaði sem kemur út á morgun. Þar er rætt við Boyd auk tveggja vinkvenna hennar sem telja sig geta staðfest ásakanir hennar. Orra Páli var gefinn kostur á að bregðast við en það gerði hann með því að fá lögmann sinn til að leitast við að stöðva umfjöllunina.Lögmaður Orra Páls sérfróður um fjölmiðla Vísir ræddi við Jón Trausta nú í kvöld og hann taldi kröfuna undarlega, meðal annars í ljósi þess að allir helstu fjölmiðlar á Íslandi hafa fjallað um málið auk fjölmargra miðla erlendis. Það vekur athygli að lögmaður Orra Páls Dýrasonar er Gunnar Ingi Jóhannsson hæstaréttarlögmaður. Gunnar Ingi hefur hefur verið lögmaður blaðamanna og unnið sigra sem slíkur.Gunnar Ingi. Fáir ef nokkrir lögmenn þekkja betur stöðu blaðamanna en einmitt hann.Þannig var hann verjandi Bjarkar Eiðsdóttur og Erlu Hlynsdóttur sem unnu mál fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu. „Ég held að þetta hafi verið stórkostlegur sigur fyrir tjáningarfrelsið í landinu sem hefur verið í nauðvörn síðustu ár fyrir dómstólnum,“ sagði Gunnar Ingi þá. Þá hefur Gunnar Ingi varði fleiri blaðamenn, svo sem Atla Má Gylfason í frægu máli en í tengslum við það sagði Gunnar Ingi í samtali við Vísi að „Mannréttindadómstóll Evrópu hafi ítrekað staðið vörð um þann rétt blaðamanna, að taka á móti upplýsingum og miðla þeim.“Segir frásögn Boyd ekki standast Í bréfi hans, sem Vísir hefur undir höndum segir meðal annars að umbjóðandi hans, Orri Páll, telji sig geta „sýnt fram á að frásögn hennar [Meagan Boyd] geti ekki staðist. Umbj. minn vinnur að því að fá sig hreinsaðan af þessum ásökunum, en hafi í hyggju að gera það utan kastljóss fjölmiðla.“ Í bréfinu segir jafnframt: „Með bréfi þessu er farið fram á að Útgáfufélagið Stundin ehf. birti ekki frekari umfjallanir um ásakanir konunnar í garð umbj. míns, sérstaklega meðan enn hafa engar sönnur verið færðar fyrir þeim og viðeigandi yfirvöld ekki tekið þær til skoðunar. Tilgangur umfjöllunar Stundarinnar nú getur varla verið annar en sá, að breiða frekar út hinar alvarlegu fullyrðingar og auka lestur tíaritsins á kostnað mikilvægra hagsmuna umbj. míns.“ Þá segir í bréfi Gunnars Inga að Orri Páll áskilji sér allan rétt gagnvart Stundinni ef téð umfjöllun verður birt. Frekari umfjöllun um hann sé freklegt brot á friðhelgi einkalífs hans og fjölskyldu, ekki síst barna hans; „hann á rétt á að njóta friðar um og umfjöllun í samhengi sem hann kærir sig ekki um.“
Tengdar fréttir Orri Páll krefst þess að umfjöllun Stundarinnar um frásögn Boyd verði stöðvuð Annar ritstjóri Stundarinnar segir í samtali við Vísi að krafa Orra Páls hafi komið ritstjórninni á óvart. 11. október 2018 21:24 Orri Páll hættir í Sigur Rós eftir ásökun um nauðgun Bandarísk listakona segir trymbil Sigur Rósar hafa nauðgað sér fyrir fimm árum. 1. október 2018 10:55 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Orri Páll krefst þess að umfjöllun Stundarinnar um frásögn Boyd verði stöðvuð Annar ritstjóri Stundarinnar segir í samtali við Vísi að krafa Orra Páls hafi komið ritstjórninni á óvart. 11. október 2018 21:24
Orri Páll hættir í Sigur Rós eftir ásökun um nauðgun Bandarísk listakona segir trymbil Sigur Rósar hafa nauðgað sér fyrir fimm árum. 1. október 2018 10:55