Fyrrverandi lögmaður Trump skráir sig í Demókrataflokkinn Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. október 2018 23:30 Michael Cohen hljóðritaði fundi sína með Donald Trump. Getty/Yana Paskova Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, skráði sig að nýju í Demókrataflokkinn í dag, fimmtudag. Cohen og Trump hafa eldað grátt silfur saman síðan samstarfi þeirra lauk fyrr á þessu ári. Lanny Davis, verjandi Cohens, tilkynnti um ákvörðun Cohens á Twitter-reikningi sínum í dag. Davis sagði í færslunni að með skráningunni vildi Cohen breikka bilið á milli sín og ríkisstjórnar Trumps. Cohen endurtísti færslunni á Twitter-reikningi sínum í kjölfarið.2-Today, @MichaelCohen212 returning to the #Democratic Party another step in his journey that began with the @ABC @GStephanopolous Cohen putting family and country first -distancing himself from the values of the current Admin - Can't wait for his first interview! #StayTuned— Lanny Davis (@LannyDavis) October 11, 2018 Cohen hafði verið skráður í Demókrataflokkinn um árabil áður en hann byrjaði að starfa fyrir Donald Trump. „Það þurfti stórkostlegan mann til að fá mig til að skipta,“ skrifaði Cohen í Twitter-færslu í mars í fyrra, þar sem hann tilkynnti jafnframt um skráningu sína í Repúblikanaflokkinn. Cohen játaði í ágúst að hafa gerst sekur um umfangsmikil skatt-og fjársvik og brot á kosningalögum. Hann gekkst við því að hafa greitt klámstjörnunni og athafnakonunni Stormy Daniels og fyrirsætunni Karen McDougal samtals 280 þúsund bandaríkjadali til að þagga niður í þeim. Hann hafi talið að frásagnir þeirra um að hafa stundað kynlíf með Donald Trump Bandaríkjaforseta myndu hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016. Gert er ráð fyrir því að dómur verði kveðinn upp í máli Cohens þann 12. desember næstkomandi. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Líkir „óvenjulegum“ getnaðarlim Trumps við svepp í nýrri bók Bókin ber heitið Full Disclosure en Daniels tilkynnti um útgáfu hennar í síðustu viku. 18. september 2018 14:09 Trump og Cohen vilja rifta þagnarsamkomulaginu Fyrr á þessu ári stefndi Stormy Daniels Bandaríkjaforseta. Hún sagði samninginn vera merkingarlausan með vísan til þess að Donald Trump hefði sjálfur aldrei skrifað undir hann. Trump kveðst sammála Daniels. 9. september 2018 07:56 Trump segir sekt Cohens smámál Böndin berast að Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, eftir sakfellingu Pauls Manafort, áður kosningastjóra hans, og játningu Michaels Cohen, fyrrverandi lögmanns forsetans. 23. ágúst 2018 05:00 Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Eldingar víða um land: Litlar sem engar skemmdir í Hallgrímskirkju Veður Fleiri fréttir Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Sjá meira
Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, skráði sig að nýju í Demókrataflokkinn í dag, fimmtudag. Cohen og Trump hafa eldað grátt silfur saman síðan samstarfi þeirra lauk fyrr á þessu ári. Lanny Davis, verjandi Cohens, tilkynnti um ákvörðun Cohens á Twitter-reikningi sínum í dag. Davis sagði í færslunni að með skráningunni vildi Cohen breikka bilið á milli sín og ríkisstjórnar Trumps. Cohen endurtísti færslunni á Twitter-reikningi sínum í kjölfarið.2-Today, @MichaelCohen212 returning to the #Democratic Party another step in his journey that began with the @ABC @GStephanopolous Cohen putting family and country first -distancing himself from the values of the current Admin - Can't wait for his first interview! #StayTuned— Lanny Davis (@LannyDavis) October 11, 2018 Cohen hafði verið skráður í Demókrataflokkinn um árabil áður en hann byrjaði að starfa fyrir Donald Trump. „Það þurfti stórkostlegan mann til að fá mig til að skipta,“ skrifaði Cohen í Twitter-færslu í mars í fyrra, þar sem hann tilkynnti jafnframt um skráningu sína í Repúblikanaflokkinn. Cohen játaði í ágúst að hafa gerst sekur um umfangsmikil skatt-og fjársvik og brot á kosningalögum. Hann gekkst við því að hafa greitt klámstjörnunni og athafnakonunni Stormy Daniels og fyrirsætunni Karen McDougal samtals 280 þúsund bandaríkjadali til að þagga niður í þeim. Hann hafi talið að frásagnir þeirra um að hafa stundað kynlíf með Donald Trump Bandaríkjaforseta myndu hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016. Gert er ráð fyrir því að dómur verði kveðinn upp í máli Cohens þann 12. desember næstkomandi.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Líkir „óvenjulegum“ getnaðarlim Trumps við svepp í nýrri bók Bókin ber heitið Full Disclosure en Daniels tilkynnti um útgáfu hennar í síðustu viku. 18. september 2018 14:09 Trump og Cohen vilja rifta þagnarsamkomulaginu Fyrr á þessu ári stefndi Stormy Daniels Bandaríkjaforseta. Hún sagði samninginn vera merkingarlausan með vísan til þess að Donald Trump hefði sjálfur aldrei skrifað undir hann. Trump kveðst sammála Daniels. 9. september 2018 07:56 Trump segir sekt Cohens smámál Böndin berast að Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, eftir sakfellingu Pauls Manafort, áður kosningastjóra hans, og játningu Michaels Cohen, fyrrverandi lögmanns forsetans. 23. ágúst 2018 05:00 Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Eldingar víða um land: Litlar sem engar skemmdir í Hallgrímskirkju Veður Fleiri fréttir Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Sjá meira
Líkir „óvenjulegum“ getnaðarlim Trumps við svepp í nýrri bók Bókin ber heitið Full Disclosure en Daniels tilkynnti um útgáfu hennar í síðustu viku. 18. september 2018 14:09
Trump og Cohen vilja rifta þagnarsamkomulaginu Fyrr á þessu ári stefndi Stormy Daniels Bandaríkjaforseta. Hún sagði samninginn vera merkingarlausan með vísan til þess að Donald Trump hefði sjálfur aldrei skrifað undir hann. Trump kveðst sammála Daniels. 9. september 2018 07:56
Trump segir sekt Cohens smámál Böndin berast að Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, eftir sakfellingu Pauls Manafort, áður kosningastjóra hans, og játningu Michaels Cohen, fyrrverandi lögmanns forsetans. 23. ágúst 2018 05:00