Hamrén: Vonandi fá strákarnir fullan völl á mánudag Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 11. október 2018 21:29 Erik Hamrén. Erik Hamrén, landsliðsþjálfari Íslands, reiknaði ekki með því fyrir leik að hann myndi verða svekktur með 2-2 jafntefli gegn heimsmeisturum Frakklands á útivelli. Það var engu að síður raunin í kvöld. „Mér líður vel. Ég er stoltur af liðinu og við ræddum það fyrir leik að bæta viðhorf okkar. Ég var ánægður með það í kvöld. Við vildum líka bæta vörnina okkar eftir töp í síðustu leikjum,“ sagði Hamrén við Henry Birgi Gunnarsson í Guingamp í kvöld. „Við byrjuðum illa í Þjóðadeildinni í haust, sérstaklega í fyrsta leiknum [6-0 tap gegn Sviss]. Það var bæting í næsta leik [gegn Belgíu] en gerðum mistök í þeim leik og töpuðum 3-0,“ sagði hann. „Í dag vorum við með gæði í að klára færin en við sköpuðum líka fleiri góð færi. Það var frábært viðhorf í okkar mönnum. Strax eftir jöfnunarmark Frakka þá förum við strax fram og sköpum okkur færi. Það fannst mér frábært.“ Hamrén sagði að það hafi verið margt gott við frammistöðu Íslands í kvöld. „Þetta er það sem ég vildi sjá hjá okkar liði. Ísland hefur gert þetta gegn góðum liðum áður og ég vildi sjá þetta sjálfur. Núna vitum við hvað við eigum að gera - ég vona að þetta haldi áfram á þessum nótum og þá sérstaklega viðhorfið sem leikmennirnir sýndum í kvöld. Við vildum vinna návígin og vinna saman.“ „Okkur vantaði líka leiðtoga í fyrstu tvo leikina en í dag vorum við með marga leiðtoga inni á vellinum,“ sagði Hamrén enn frekar. Ísland mætir Sviss í Þjóðadeildinni á mánudag og telur Hamrén að okkar menn eigi möguleika á sigri. „Ég held að við getum unnið, jafnvel þó svo að við töpuðum fyrir þeim 6-0 síðast. Nú þurfum við að jafna okkur og fylla á tankinn. Við þurfum orku til að endurtaka frammistöðuna í dag. Þá getum við unnið leikinn. En ég vona að við fáum fullan völl á mánudag,“ sagði hann en fyrr í vikunni var einungis búið að selja fimm þúsund miða á leikinn. Þjóðadeild UEFA Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Sjá meira
Erik Hamrén, landsliðsþjálfari Íslands, reiknaði ekki með því fyrir leik að hann myndi verða svekktur með 2-2 jafntefli gegn heimsmeisturum Frakklands á útivelli. Það var engu að síður raunin í kvöld. „Mér líður vel. Ég er stoltur af liðinu og við ræddum það fyrir leik að bæta viðhorf okkar. Ég var ánægður með það í kvöld. Við vildum líka bæta vörnina okkar eftir töp í síðustu leikjum,“ sagði Hamrén við Henry Birgi Gunnarsson í Guingamp í kvöld. „Við byrjuðum illa í Þjóðadeildinni í haust, sérstaklega í fyrsta leiknum [6-0 tap gegn Sviss]. Það var bæting í næsta leik [gegn Belgíu] en gerðum mistök í þeim leik og töpuðum 3-0,“ sagði hann. „Í dag vorum við með gæði í að klára færin en við sköpuðum líka fleiri góð færi. Það var frábært viðhorf í okkar mönnum. Strax eftir jöfnunarmark Frakka þá förum við strax fram og sköpum okkur færi. Það fannst mér frábært.“ Hamrén sagði að það hafi verið margt gott við frammistöðu Íslands í kvöld. „Þetta er það sem ég vildi sjá hjá okkar liði. Ísland hefur gert þetta gegn góðum liðum áður og ég vildi sjá þetta sjálfur. Núna vitum við hvað við eigum að gera - ég vona að þetta haldi áfram á þessum nótum og þá sérstaklega viðhorfið sem leikmennirnir sýndum í kvöld. Við vildum vinna návígin og vinna saman.“ „Okkur vantaði líka leiðtoga í fyrstu tvo leikina en í dag vorum við með marga leiðtoga inni á vellinum,“ sagði Hamrén enn frekar. Ísland mætir Sviss í Þjóðadeildinni á mánudag og telur Hamrén að okkar menn eigi möguleika á sigri. „Ég held að við getum unnið, jafnvel þó svo að við töpuðum fyrir þeim 6-0 síðast. Nú þurfum við að jafna okkur og fylla á tankinn. Við þurfum orku til að endurtaka frammistöðuna í dag. Þá getum við unnið leikinn. En ég vona að við fáum fullan völl á mánudag,“ sagði hann en fyrr í vikunni var einungis búið að selja fimm þúsund miða á leikinn.
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Sjá meira