Málefni Eflingar og ákveðinna starfsmanna hafa verið áberandi í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum undanfarna daga, eftir að Morgunblaðið greindi fyrst frá því að mikil átök væru á skrifstofu félagsins. Þar var upplýst að fjármálastjóri félagsins væri kominn í leyfi frá störfum og að ástæðan væri sú að hún hefði neitað að greiða eiginkonu formanns Sósíalistaflokksins fyrir vinnu fyrir félagið, nema að reikningurinn færi fyrst fyrir stjórn til samþykktar.
Gunnar Smári brást harðorða við umfjölluninn í stöðuuppfærslu gagnrýndi gjaldkerann harðlega í opinberum skrifum og sakað hana um óvild í garð eiginkonu sinnar.
Sjá einnig: Sakar Gunnar Smára um aðför að mannorði sínu.
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar og framkvæmdastjóri félagsins, Viðar Þorsteinsson, sendu frá sér yfirlýsingu í dag þar sem þau segja umræðuna um störf félagsins hafa á köflum verið óvönduð og æsingakennd.
Sólveig neitaði að tjá sig um málið við fréttastofu í gær og ekki hefur náðst í hana í dag þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Framkvæmdastjórinn kannast ekki við ólgu innan skrifstofunnar nema útaf umfjöllun fjölmiðla.

Síðan ný stjórn tók við í vor hafa nokkrir lykil stjórnendur hætt eða eru komnir í leyfi frá störfum. Þráinn Hallgrímsson, fyrrverandi skrifstofustjóri hætti með stuttum fyrirvara í vor og eins og fram hefur komið í fjölmiðlum er fjármálastjóri stéttarfélagsins, Kristjana Valgeirsdóttir, komin í ótímabundið veikindaleyfi. Elín Hanna Kjartansdóttir, bókari er einnig í ótímabundnu veikindaleyfi. Núna síðast er varaformaður félagsins Sigurrós Kristinsdóttir, einnig í leyfi, samkvæmt heimildum fréttastofu, og ekki vitað hvenær hún snýr aftur til starfa.
Formaður og framkvæmdastjóri Eflingar hafa gagnrýnt umfjöllum Morgunblaðsins og sagt hana ekki byggða á réttum rökum en þetta hefur framkvæmdastjórinn að segja opinber skrif Gunnars Smára Egilssonar um gjaldgera félagins.
„Mér finnst að fólk eigi að láta það eiga sig að tjá sig um málefni starfsfólks á vinnustöðum,“ segir Viðar.
Treystir þú gjaldkera og bókara félagsins?
„Ég ætla ekki að tjá mig um það. Ég segi bara þau samskipti í farvegi hjá fagaðilum, segir Viðar.