Ásgeir Börkur yfirgefur Fylki Anton Ingi Leifsson skrifar 11. október 2018 11:28 Ásgeir Börkur hefur yfirgefið hreiðrið, Árbæin. vísir/vilhelm Ásgeir Börkur Ásgeirsson er á förum frá Fylki en hann tilkynnti þetta í yfirlýsingu á Facebook-síðu sinni fyrr í dag. Ásgeir er uppalinn í Árbænum en hann hefur leikið 274 leiki fyrir meistaraflokk félagsins í Pepsi-deild karla og Inkasso-deildinni á síðustu leiktíð. Ásgeir hefur lengi vel verið með fyrirliðabandið í Árbænum en lét það af hendi í sumar er Ólafur Ingi Skúlason kom aftur heim í Árbæinn eftir atvinnumennsku. Ferlinum er þó ekki lokið hjá Ásgeiri enda einungis 31 árs. Hann segir í yfirlýsingu sinni eiga nóg eftir og að hann sé spenntur fyrir næstu áskorun en framhaldið sé þó óljóst.Yfirlýsing Ásgeirs í heild sinni: Ég held að þessi mynd lýsi vel sirka 26 ára ferli mínum sem fótboltamanni hjá Fylki. Endalaust að rífa kjaft hvort sem það var inn á vellinum eða utan og ég hefði ekki viljað hafa það neitt öðruvísi! Það voru fáir sem hefðu trúað því að ég, gjörsamlega óuppalandi og óferjandi á yngri árum, myndi enda með að spila 274 meistaraflokksleiki fyrir klúbbinn minn og bera fyrirliðabandið stoltur í tæp þrjú ár. En það gerðist. Ef til vill skrifast það meira á þrjósku og ástríðu, en hæfileika. Það sem stendur helst upp úr á þessum 26 árum er hversu mörgu góðu fólki ég hef kynnst á leiðinni. Fyrst og fremst fékk ég að spila fótbolta með bestu vinum mínum og það eitt og sér eru forréttindi. Auk þess fékk ég að læra af mörgum ólíkum einstaklingum hvort sem það voru uppaldir og ungir Fylkismenn, goðsagnir hjá klúbbnum eða aðkomumenn. Að fá að þroskast og dafna sem einstaklingur hjá mínu uppeldisfélagi er þakkarvert og verð ég að eilífu þakklátur fyrir það! En ég á nóg eftir og er spenntur fyrir næstu áskorun! Framhaldið er óljóst, en ég verð einhverstaðar að sparka í fótbolta næstu árin. Það er klárt! Vil óska þjálfurum, starfsliði og leikmönnum Fylkis áframhaldandi góðs gengis! Það er allt til alls í Árbænum, nú er bara, svo ég vitni í Einar Ásgeirsson vin minn: “KOMA SVO. TAKA’ETTA NÚ!” Pepsi Max-deild karla Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Sjá meira
Ásgeir Börkur Ásgeirsson er á förum frá Fylki en hann tilkynnti þetta í yfirlýsingu á Facebook-síðu sinni fyrr í dag. Ásgeir er uppalinn í Árbænum en hann hefur leikið 274 leiki fyrir meistaraflokk félagsins í Pepsi-deild karla og Inkasso-deildinni á síðustu leiktíð. Ásgeir hefur lengi vel verið með fyrirliðabandið í Árbænum en lét það af hendi í sumar er Ólafur Ingi Skúlason kom aftur heim í Árbæinn eftir atvinnumennsku. Ferlinum er þó ekki lokið hjá Ásgeiri enda einungis 31 árs. Hann segir í yfirlýsingu sinni eiga nóg eftir og að hann sé spenntur fyrir næstu áskorun en framhaldið sé þó óljóst.Yfirlýsing Ásgeirs í heild sinni: Ég held að þessi mynd lýsi vel sirka 26 ára ferli mínum sem fótboltamanni hjá Fylki. Endalaust að rífa kjaft hvort sem það var inn á vellinum eða utan og ég hefði ekki viljað hafa það neitt öðruvísi! Það voru fáir sem hefðu trúað því að ég, gjörsamlega óuppalandi og óferjandi á yngri árum, myndi enda með að spila 274 meistaraflokksleiki fyrir klúbbinn minn og bera fyrirliðabandið stoltur í tæp þrjú ár. En það gerðist. Ef til vill skrifast það meira á þrjósku og ástríðu, en hæfileika. Það sem stendur helst upp úr á þessum 26 árum er hversu mörgu góðu fólki ég hef kynnst á leiðinni. Fyrst og fremst fékk ég að spila fótbolta með bestu vinum mínum og það eitt og sér eru forréttindi. Auk þess fékk ég að læra af mörgum ólíkum einstaklingum hvort sem það voru uppaldir og ungir Fylkismenn, goðsagnir hjá klúbbnum eða aðkomumenn. Að fá að þroskast og dafna sem einstaklingur hjá mínu uppeldisfélagi er þakkarvert og verð ég að eilífu þakklátur fyrir það! En ég á nóg eftir og er spenntur fyrir næstu áskorun! Framhaldið er óljóst, en ég verð einhverstaðar að sparka í fótbolta næstu árin. Það er klárt! Vil óska þjálfurum, starfsliði og leikmönnum Fylkis áframhaldandi góðs gengis! Það er allt til alls í Árbænum, nú er bara, svo ég vitni í Einar Ásgeirsson vin minn: “KOMA SVO. TAKA’ETTA NÚ!”
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Sjá meira