Erlent

Tólf látnir eftir skyndiflóð í Jórdaníu

Andri Eysteinsson skrifar
Frá aðgerðum vegna flóðanna í Jórdaníu.
Frá aðgerðum vegna flóðanna í Jórdaníu. EPA/ Petra News Agency
Undanfarna daga hefur mikið ringt í Jórdaníu og hefur rigning haft í för með sér flóð á ýmsum stöðum. Að sögn Washington Post hafa tólf látist eftir skyndiflóð og um 3700 ferðamenn hafa verið fluttir frá fornu borginni Petru. 

Talskona ríkisstjórnarinnar, Jumana Ghunaimat, segir tölu látinna hafa hækkað eftir að lík fannst suður af höfuðborginni Amman.

Ghunaimat sagði einnig að hundruðir ferðamanna sem staddir voru í Petru hafi flúið þegar byrjaði að flæða inn í gegnum gil sem leiðir að vinsælasta stað í borginni.  Yfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi í sumum landshlutum og víða hefur skólum verið lokað og moskur nýttar fyrir þá sem þurfa aðstoð vegna flóðanna.

Ekki eru nema tvær vikur síðan flæddi í landinu með þeim afleiðingum að nærri 30 skólabörn létust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×