Hundruð þúsund Kaliforníubúa flýja verstu kjarrelda í sögu ríkisins Kjartan Kjartansson skrifar 10. nóvember 2018 23:05 Mæðgur sem misstu heimili sitt í kjarreldinum í Paradís í norðanverðri Kaliforníu hugga hvor aðra. Vísir/AP Kjarreldar sem geisa nú í norðan- og sunnanverðri Kaliforníu hafa hrakið hundruð þúsunda manna frá heimilum sínum. Ellefu manns hafa farist í eldunum fram að þessu en slökkviliðsmenn reyna nú að forða því að fleiri íbúðarhús fuðri upp. Fulltrúi slökkviliðsmanna fordæmir yfirlýsingar Trump forseta um eldana. Aldrei hafa fleiri byggingar orði eldi að bráð í Kaliforníu en í kjarreldunum þar nú. Camp-kjarreldurinn hefur orðið níu manns að bana og eyðilaggt fleiri en 6.700 íbúðarhús og atvinnuhúsnæði í bænum Paradís í ríkinu norðanverðu. Eldurinn er talinn sá skæðasti í sögu Kaliforníu. Eldurinn nálgaðist Paradís svo hratt að margir íbúanna 26.000 áttu fótum sínum fjör að launa eftir eina veginum sem liggur úr fjallabænum, að sögn Reuters. Lík nokkurra þeirra sem fórust fundust í eða við bíla sem höfðu brunnið til kaldra kola. Enn er 35 manns saknað þar. Sunnar í Kaliforníu ógnar Woolsey-eldurinn íbúðarhúsum í Malibú. Um 250.000 íbúum svæðisins var skipað að flýja. Tvö lík hafa fundist þar en ekki er enn ljóst hvort fólkið hafi látist af völdum eldsins eða af öðrum orsökum.Sumir íbúar Paradísar þurftu að yfirgefa bíla sína og flýja hlaupandi undan kjarreldinum. Nokkur lík fundust í eða við bíla sem höfðu brunnið.Vísir/EPAHótaði að svipta Kaliforníu alríkisfé vegna eldanna Þrátt fyrir mannskaðann og eyðilegginguna hafði Donald Trump forseti ekkert tjáð sig um kjarreldana fyrir utan tíst þar sem hann hótaði yfirvöldum í Kaliforníu að alríkisstjórnin myndi hætta að veita þeim fé ef þau gerðu ekki breytingar á stýringu á skóglendi sem forsetinn telur ranglega að sé orsök eldanna. Það var ekki fyrr en nú í kvöld sem forsetinn tísti um ástandið í Kaliforníu, viðurkenndi mannskaðann og sagði „hjörtu okkar með þeim sem berjast við eldana“. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Trump kennir „lélegri stjórnun skóga“ um elda sem brenna í Kaliforníu. Sú skýring virðist þó ekki eiga við rök að styðjast. Eldarnir nú brenna ekki í skóglendi heldur kjarri. Eldsmaturinn er þurrt gras þar sem aðeins nokkur tré eru á stangli, að því er segir í frétt Los Angeles Times. Yfirvöld í Kaliforníu segja að hnattræn hlýnun hafi magnað upp þurrka sem búa til mat fyrir kjarr- og skógarelda sem blossa reglulega upp, að sögn Washington Post.Reykur frá Woolsey-kjarreldinum í sunnanverðri Kaliforníu vomir yfir Malibú þar sem íbúum var skipað að hafa sig á brott.Vísir/APForseti Sambands atvinnuslökkviliðsmanna í Kaliforníu fordæmdi orð forsetans í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í dag. Sagði hann fullyrðingar Trump „illa upplýstar, illa tímasettar og niðrandi fyrir þá sem þjást og karlana og konurnar í víglínunni“. Hafnar hann því algerlega að stefna ríkisins um grisjun skóga séu orsök kjarreldanna nú og segir það „hættulega“ rangfærslu hjá forsetanum. Í raun kvikni eldarnir ekki aðeins í skóglendi heldur á þéttbýlum svæðum og ökrum af völdum uppþornaðs gróðurs, sterkra vinda, lágs rakastigs og landfræðilegra þátta. Þar fyrir utan stýri alríkisstjórnin sem Trump fer fyrir um 60% af öllu skóglendi í Kaliforníu. Það sé alríkisstjórnin sem hafi kosið að leggja ekki fé í að stýra skógum í Kaliforníu, ekki ríkisyfirvöld. „Á þessum örvæntingafullu tímum hvetjum við forsetann til þess að bjóða fram stuðning í orði og æði frekar en ásakanir og álasanir,“ segir Brian Rice, forseti slökkviliðsmannanna.In an absolutely scathing statement, California Professional Firefighters President Brian Rice blasts President Trump's comments on the California fires: pic.twitter.com/Tre3rC2Suw— Jose A. Del Real (@jdelreal) November 10, 2018 Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Birta myndir frá skógareldunum í Kaliforníu Gríðarlegir skógareldar geisa nú á nokkrum stöðum í Kalíforníu ríki Bandaríkjanna. Níu eru taldir af í bænum Paradise og þúsundir bygginga hafa orðið eldunum að bráð. 10. nóvember 2018 18:11 Kim Kardashian og Lady Gaga á meðal þeirra sem þurfa að flýja skógareldana Gríðarlegir skógareldar geisa nú í Kaliforníu-ríki Bandaríkjanna. Í norðurhluta ríkisins hefur heill bær brunnið og í suðurhluta ríkisins hafa Hollywood-sjörnur og þekktir söngvarar- og konur þurft að flýja heimili sín. 10. nóvember 2018 08:31 Þúsundir bygginga hafa orðið eldi að bráð í Kaliforníu Flest húsin sem um ræðir voru í bænum Paradise þar sem öllum 27 þúsund íbúum bæjarins var gert að yfirgefa svæðið. 9. nóvember 2018 15:12 Gríðarleg eyðilegging vegna skógareldanna Á einum sólarhring brann bærinn Paradís og eru öll hús mikið skemmt ef ekki ónýt 10. nóvember 2018 19:30 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Sjá meira
Kjarreldar sem geisa nú í norðan- og sunnanverðri Kaliforníu hafa hrakið hundruð þúsunda manna frá heimilum sínum. Ellefu manns hafa farist í eldunum fram að þessu en slökkviliðsmenn reyna nú að forða því að fleiri íbúðarhús fuðri upp. Fulltrúi slökkviliðsmanna fordæmir yfirlýsingar Trump forseta um eldana. Aldrei hafa fleiri byggingar orði eldi að bráð í Kaliforníu en í kjarreldunum þar nú. Camp-kjarreldurinn hefur orðið níu manns að bana og eyðilaggt fleiri en 6.700 íbúðarhús og atvinnuhúsnæði í bænum Paradís í ríkinu norðanverðu. Eldurinn er talinn sá skæðasti í sögu Kaliforníu. Eldurinn nálgaðist Paradís svo hratt að margir íbúanna 26.000 áttu fótum sínum fjör að launa eftir eina veginum sem liggur úr fjallabænum, að sögn Reuters. Lík nokkurra þeirra sem fórust fundust í eða við bíla sem höfðu brunnið til kaldra kola. Enn er 35 manns saknað þar. Sunnar í Kaliforníu ógnar Woolsey-eldurinn íbúðarhúsum í Malibú. Um 250.000 íbúum svæðisins var skipað að flýja. Tvö lík hafa fundist þar en ekki er enn ljóst hvort fólkið hafi látist af völdum eldsins eða af öðrum orsökum.Sumir íbúar Paradísar þurftu að yfirgefa bíla sína og flýja hlaupandi undan kjarreldinum. Nokkur lík fundust í eða við bíla sem höfðu brunnið.Vísir/EPAHótaði að svipta Kaliforníu alríkisfé vegna eldanna Þrátt fyrir mannskaðann og eyðilegginguna hafði Donald Trump forseti ekkert tjáð sig um kjarreldana fyrir utan tíst þar sem hann hótaði yfirvöldum í Kaliforníu að alríkisstjórnin myndi hætta að veita þeim fé ef þau gerðu ekki breytingar á stýringu á skóglendi sem forsetinn telur ranglega að sé orsök eldanna. Það var ekki fyrr en nú í kvöld sem forsetinn tísti um ástandið í Kaliforníu, viðurkenndi mannskaðann og sagði „hjörtu okkar með þeim sem berjast við eldana“. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Trump kennir „lélegri stjórnun skóga“ um elda sem brenna í Kaliforníu. Sú skýring virðist þó ekki eiga við rök að styðjast. Eldarnir nú brenna ekki í skóglendi heldur kjarri. Eldsmaturinn er þurrt gras þar sem aðeins nokkur tré eru á stangli, að því er segir í frétt Los Angeles Times. Yfirvöld í Kaliforníu segja að hnattræn hlýnun hafi magnað upp þurrka sem búa til mat fyrir kjarr- og skógarelda sem blossa reglulega upp, að sögn Washington Post.Reykur frá Woolsey-kjarreldinum í sunnanverðri Kaliforníu vomir yfir Malibú þar sem íbúum var skipað að hafa sig á brott.Vísir/APForseti Sambands atvinnuslökkviliðsmanna í Kaliforníu fordæmdi orð forsetans í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í dag. Sagði hann fullyrðingar Trump „illa upplýstar, illa tímasettar og niðrandi fyrir þá sem þjást og karlana og konurnar í víglínunni“. Hafnar hann því algerlega að stefna ríkisins um grisjun skóga séu orsök kjarreldanna nú og segir það „hættulega“ rangfærslu hjá forsetanum. Í raun kvikni eldarnir ekki aðeins í skóglendi heldur á þéttbýlum svæðum og ökrum af völdum uppþornaðs gróðurs, sterkra vinda, lágs rakastigs og landfræðilegra þátta. Þar fyrir utan stýri alríkisstjórnin sem Trump fer fyrir um 60% af öllu skóglendi í Kaliforníu. Það sé alríkisstjórnin sem hafi kosið að leggja ekki fé í að stýra skógum í Kaliforníu, ekki ríkisyfirvöld. „Á þessum örvæntingafullu tímum hvetjum við forsetann til þess að bjóða fram stuðning í orði og æði frekar en ásakanir og álasanir,“ segir Brian Rice, forseti slökkviliðsmannanna.In an absolutely scathing statement, California Professional Firefighters President Brian Rice blasts President Trump's comments on the California fires: pic.twitter.com/Tre3rC2Suw— Jose A. Del Real (@jdelreal) November 10, 2018
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Birta myndir frá skógareldunum í Kaliforníu Gríðarlegir skógareldar geisa nú á nokkrum stöðum í Kalíforníu ríki Bandaríkjanna. Níu eru taldir af í bænum Paradise og þúsundir bygginga hafa orðið eldunum að bráð. 10. nóvember 2018 18:11 Kim Kardashian og Lady Gaga á meðal þeirra sem þurfa að flýja skógareldana Gríðarlegir skógareldar geisa nú í Kaliforníu-ríki Bandaríkjanna. Í norðurhluta ríkisins hefur heill bær brunnið og í suðurhluta ríkisins hafa Hollywood-sjörnur og þekktir söngvarar- og konur þurft að flýja heimili sín. 10. nóvember 2018 08:31 Þúsundir bygginga hafa orðið eldi að bráð í Kaliforníu Flest húsin sem um ræðir voru í bænum Paradise þar sem öllum 27 þúsund íbúum bæjarins var gert að yfirgefa svæðið. 9. nóvember 2018 15:12 Gríðarleg eyðilegging vegna skógareldanna Á einum sólarhring brann bærinn Paradís og eru öll hús mikið skemmt ef ekki ónýt 10. nóvember 2018 19:30 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Sjá meira
Birta myndir frá skógareldunum í Kaliforníu Gríðarlegir skógareldar geisa nú á nokkrum stöðum í Kalíforníu ríki Bandaríkjanna. Níu eru taldir af í bænum Paradise og þúsundir bygginga hafa orðið eldunum að bráð. 10. nóvember 2018 18:11
Kim Kardashian og Lady Gaga á meðal þeirra sem þurfa að flýja skógareldana Gríðarlegir skógareldar geisa nú í Kaliforníu-ríki Bandaríkjanna. Í norðurhluta ríkisins hefur heill bær brunnið og í suðurhluta ríkisins hafa Hollywood-sjörnur og þekktir söngvarar- og konur þurft að flýja heimili sín. 10. nóvember 2018 08:31
Þúsundir bygginga hafa orðið eldi að bráð í Kaliforníu Flest húsin sem um ræðir voru í bænum Paradise þar sem öllum 27 þúsund íbúum bæjarins var gert að yfirgefa svæðið. 9. nóvember 2018 15:12
Gríðarleg eyðilegging vegna skógareldanna Á einum sólarhring brann bærinn Paradís og eru öll hús mikið skemmt ef ekki ónýt 10. nóvember 2018 19:30